Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 13

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 13
13LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021 aðeins með eitt barn. Þá tók Stadfeldt það fram að það væri vegna þess að útþenslan á leginu væri þá mikil og þar af leiðandi litlir samdrættir. Saxtorph benti einnig á að tvíburar/fjölburar kæmu oftast tveimur til þremur vikum fyrir tímann. KENNSLUBÆKUR HANDA YFIRSETUKONUM EFTIR LEVY ENDURBÆTTAR AF STADFELDT Það er ekki fyrr en árið 1871, er Kennslubók handa yfirsetukonum eftir Levy kemur út í bættri útgáfu af hendi Stadfeldt, sem farið er að fjalla um hvernig ljósmóðir geti fundið út að um fjölbura sé að ræða aðeins fyrr en í sjálfri fæðingunni. Þó hafði Levy minnst á það í upprunalegu bókinni frá 1846 að kona gæti vitað að hún ætti von á fjölburum, ef hún hefði fundið fyrir ósamstæðum hreyfingum á fleiri en einum stað. Stadfeldt skrifar árið 1871 að hægt sé að segja til um hvort fleiri en eitt fóstur sé með því að hlusta eftir hjartslætti þeirra. Hann skrifar að erfitt sé að greina í sundur hjartslættina en ef að þeir heyrist beggja megin í kviðnum þá sé hægt að segja með vissu að um tvíbura sé að ræða. Fimmtán árum síðar, 1886, bætir hann við að vön yfirsetukona geti reynt að þreifa eftir tveimur höfuðum. Það má sjá í bók Stadfelt Ljósmóðirin, kennslubók handa yfirsetukonum sem kom út árið 1900 á Íslandi, að töluverð þróun hefur átt sér stað í ljósmóðurfræði á þeim 150 árum sem liðu frá útkomu fyrstu bókarinnar í yfirsetufræðunum eftir Buckwald. Stadfelt skrifar að hægt sé að sjá hvort kona eigi von á tvíburum ef kviður hennar er fyrirferðarmikill eftir að eitt barn er fætt og legið óslétt og hnúskótt. Þá skuli ljósmóðir búa sig undir það að seinna barnið geti borið að á hlið þar sem að mikið rými myndast fyrir það eftir að fyrra barnið er fætt. Hann bendir einnig á að erfitt geti verið fyrir ljósmóður að taka á móti fjölburum ef útlimir af sitt hvoru barninu komi saman niður í fæðingarveginn. Eins geti verið erfitt ef að börnin læsa saman hökum, það er ef að fyrra barnið ber að með fæturna fyrst og það síðara með höfuðið. Þá geti ljósmóðir lent í því að er fyrra barnið sé dregið út geti haka þess farið undir höku hins og festist fyrra barnið þá þar. EINEGGJA TVÍBURAR Það sem vekur athygli í öllum þessum kennslubókum fyrir ljósmæður er að aldrei er fjallað um að tvíburar geti deilt fylgju sem og himnum. Í raun er sérstaklega tekið fram í öllum bókunum að tvíburar hafi sér himnu, belgi og fylgjur en Buckwald og Stadfeldt benda á að það geti virst sem fylgjurnar séu ein þar sem þær eiga það til að loða saman og deila æðum. Þegar kemur fram á 20. öldina kemur fram aukin þekk- ing um tvíbura á meðgöngu í bók Þórunnar Á. Björnsdóttur ljósmóður sem starfaði í Reykjavík, Nokkrar sjúkrasögur: Úr fæðingabók Þórunnar Á. Björnsdóttur ljósmóður. Bókin spannar árin 1887- 1929. Þar tekur hún meðal annars fram hve margar himnur og fylgjur fylgdu þeim tvíburum sem hún tók á móti. Í einu tilfelli skráir hún í bók sína að hún furðaði sig á að fæðst hefði ein fylgja hjá pilti og stúlku. Í dag er vitað að það getur ekki staðist og það virðist sem Þórunn hafi vitað að tvíburar deildu oft fylgju og himnu/himnum ef að þeir voru af sama kyni. Þórunn notar orðin „tvíblóma egg“ í lýsingum sínum og að börnin hafi verið í sama eggi. Hún á líklega við að börnin hafi deilt sömu ytri himnu. Þórunn hefur því haft einhverja vitneskju um að tvíburar gætu verið eineggja. Þann 1. apríl árið 1927 tók Þórunn á móti tveimur litlum stúlkum í Reykjavík. Þær voru báðar líflitlar við fæðingu og dó önnur þeirra þrátt fyrir lífg- unartilraunir. Þórunn telur að ástæðan fyrir því að stúlkan lést hafi verið sú að naflastrengur systur hennar var snúinn þétt um hennar eigin streng. Það sem Þórunni þótti merkilegt við fæðingu stúlknanna var einmitt það að börnin deildu hvort tveggja ytri og innri himnu í móðurkviði. Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem að hún rakst á slíkt. LOKAORÐ Það er því margt sem hefur breyst í heimi ljósmæðra frá upphafi stétt- arinnar á Íslandi, til að mynda kom starfsheitið ljósmóðir ekki fram fyrr en árið 1924 er ný lög voru sett um skólann og námstími meðal annars lengdur í 9 mánuði. Eitt af því sem hefur breyst í námi ljósmæðra eru kennslubækurnar og þar með vitneskjan sem hver útskrifuð ljósmóðir býr yfir. Ljóst er að tvíburafæðingar nú á tímum og heimafæðingar eru allt aðrar en þær voru hér áður. Aukin vitneskja og betri húsakostur almenn- ings hafa gert konum kleift að eiga börn sín í mun öruggara umhverfi en gafst í baðstofum torfbæjanna hér á Íslandi. Brynhildur Lea Ragnarsdóttir, sagnfræðingur. HEIMILDIR Óprentaðar heimildir: Handritadeild Landsbókasafn – Háskólabókasafn (Lbs.-Hbs.) Erla Dóris Halldórsdóttir, Fæðingarhjálp á Íslandi 1760-1880. Ritgerðir til doktorsprófs í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hugvísindasvið: Háskóli Íslands, 2016. Prentaðar heimildir: Buchwald, Balthazar Johan de, Sá nýi yfirsetukvennaskóli eður stutt undirvísun um yfirsetu- kvennakúnstina. Hafnarfjörður; Söguspekingastifti, 2006. Levy, C. E., Kennslubók handa yfirsetukonum. Snúin á íslensku eftir ráðstöfun kansellísins af Gunnlaugi Þórðarsyni stud. medic & chir. Kaupmannahöfn, 1846. Levy, C. E. Kennslubók handa yfirsetukonum. Aukin og endurbætt af Dr. A. Stadfeldt. Jónas Jónassen, læknir í Gullbringu- og Kjósarsýslu hefur séð um útgáfu bókarinnar á íslensku. Reykjavík: Einar Þórðarson, 1871 Levy, C. E. Kennslubók handa yfirsetukonum. Aukin og endurbætt af dr. A. Stadfeldt prófessor við háskólann og yfirlækni við fæðingarstofnunina í Kaupmannahöfn. Reykjavík: Kristján Ó. Þorgrímsson, 1886. Saxtorph, Matthias, Stutt ágrip af yfirsetukvennafræðum. Þýdd yfir á íslensku og viðbætt af Jóni Sveinssyni lækni. Kaupmannahöfn,1828. Stadfeldt, A, Ljósmóðirin: Kennslubók handa yfirsetukonum. Löguð eftir þörfum yfirsetukvenna á Íslandi af dr. med. J. Jónassen. Reykjavík: Sigfús Eymundsson, 1900. Þórunn Á. Björnsdóttir, Nokkrar sjúkrasögur: Úr fæðingabók Þórunnar Á. Björnsdóttur ljósmóð- ur. Reykjavík: Þórunn Á. Björnsdóttir, 1929. Vefheimildir: Ljósmæðrafélag Íslands, „Saga ljósmæðranámsins“ (2021), https://www.ljosmaedrafelag.is/ ljosmodir/ljosmaedranamid/saganams.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.