Bændablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022 LÍF&STARF Á stundum virðist vanta væntumþykju og ást í samfélag okkar, færri eldheitar ástarvísur ortar, allavega sjást þær varla á prenti. Man ekki til þess að hafa séð í öllum þeim straumi órímaðra ljóðabóka neitt sem hitar hjartarætur. Því skulum við lesendur setjast um stund með Páli Ólafssyni (1827-1905). Páll var tvíkvæntur, átti fyrst Þórunni Pálsdóttur, en eftir að hún lést fastnaði hann sér Ragnhildi Björnsdóttur. Til hennar orti hann mikið safn ástarvísna: Þinn að komast fljótt á fund finn ég vantar þróttinn. Af fögnuði engan festi blund, fjarska löng er nóttin. Þó munt varla þreytu sjá þú á svipnum mínum, hlaupirðu upp um hálsinn á honum Páli þínum. Nú er klukkan næstum fimm, nú er mál að vakna og skrifa. Nú er ekki nóttin dimm. Nú er gott að elska og skrifa. Ógn ert þú mér orðin kær, ástin greiðir sporin, eins og þegar óðast grær og allt er að lifna á vorin. Að eignast þig, mín ástarrós, er mér heilsusnauðum eins og væri látið ljós loga hjá mér dauðum. Engan koss ég frá þér fæ fyrir vísur mínar, svona ertu sí og æ sár á varir þínar. Ósköp er nú sálin sjúk, samt um kaldan vetur, hennar hvorki frost né fjúk ferðir hindrað getur. Löngum hefur lesendur glatt hvað mest, vísur ortar undir nokkurs konar „rótarhætti“, fullkomlega andstætt við ástarvísur. Því skal ögn jafna við ofangreindar vísur. Maður nokkur orti vísu undir „stuttstafahætti“. Jakob Thorarensen orti af því tilefni: Betur, lasm, þú lúta mátt listarkröfum brýnum: Depil hafa engan átt yfir stöfum þínum. Steinbjörn Jónsson frá Háafelli orti svo um lítilmenni nokkurt: Sumra manna mynd er smá, má þess greina vottinn: Þú ert grannur gróður á grunnum akri sprottinn. Prestar hafa gegnum tíðina fengið yfir sig beittar ádrepur. Jón S. Bergmann orti: Það er eins og andleg pest eyrum gegnum skríði, þegar ég á pokaprest predikandi hlýði. Glópskan ristir glöpin þungt, græna kvisti heggur, þar sem listaeðlið ungt örbirgð kistuleggur. Ludvig R. Kemp orti svo um ónefndan: Enginn veit um aldur hans, inn um gættir hríðar, enda var hann andskotans ólán fyrr og síðar. Svo að lokum ein undur fögur vísa, sem Friðjón Ólafsson orti til Rósbergs S. Snædal: Rósberg slyngur kveða kann, kætir, yngir muna. Enginn þvingar eins og hann orð í hringhenduna. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com 304MÆLT AF MUNNI FRAM Fjólublátt blómkál þykir eilítið sætara en það hefðbundna. Halla í Gróðri seldi sellerí, tómata og blómkál í bílförmum. Myndir / ghp Margt var um manninn á uppskeruhátíðinni Matarkistunni í Hruna- mannahreppi laugardaginn 3. september. Bændur og fyrirtæki buðu heim, hægt var að fræðast um fjölbreytta framleiðslu og starfsemi Hrunamanna. Í félagsheimilinu fór fram markaður með matvælum og handverki. Nóg var af uppákomum, s.s. golfmót, leikir og list. Uppskera garðyrkjubænda var að vonum áberandi enda uppskera hinna ýmsu grænmetistegunda í hámarki. Hér eru svipmyndir frá hátíðinni. /ghp Matarhandverk sveitunga naut sín á markaðnum. Nýuppteknar gulrætur runnu út enda afar girnilegar. Húsfyllir var í félagsheimilinu á Flúðum þar sem hægt var að næla sér í handverk, listir og ýmislegt góðgæti. Birgir Guðjónsson á Melum og Björgvin Þór Harðarson hjá Korngrís í Laxárdal höfðu í nógu að snúast í Litlu bændabúðinni. Björgvin bauð upp á kæfu og Birgir, sem rekur búðina, hafði ekki undan að fylla á vörur enda röð út úr dyrum. Nýbornir kálfar á Bryðjuholti heilluðu. Uppskeruhátíð í Hrunamannahreppi: Matarkista uppsveita
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.