Bændablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022 Þetta er ekki verri tilgáta en hver önnur, segir hann brosandi. Svo nær jakkinn ekki lengra niður en á miðjan rass. Tilgangurinn með því er sjálfsagt sá að ekki væri setið á jakkanum við reiðar. Ermar jakkans eru að sama skapi ekki beinar heldur koma í boga og auðvelda þannig þeim sem ber hann að halda í beisli og stjórna hesti. Þetta eru kannski mest pælingar hjá sjálfum mér, að minnsta kosti þetta með að geta hneppt yfir blettina. En það er gaman að spá í þetta allt saman og svakalega gaman á námskeiðinu þó ég leggi það ef til vill ekki fyrir mig að standa í svona miklum saumaskap aftur.“ Ebenezer þverneitar því að áhugi á saumaskap hafi alltaf verið til staðar og segir áhugamálið ekki ævilangt þó skemmtilegt sé. Þó dunda þau hjónin sér við sauma á bútasaumsteppum fyrir barnabörnin. Dagbjört setur saman og saumar, Ebenezer sker efnið, straujar og situr svo við að brydda til móts við Dagbjörtu og hafa gaman af. Snúið og skorið Burtséð frá hannyrðum er Ebenezer iðinn við rennismíði og leigir, ásamt félögum sínum, húsnæði í Hafnarfirði undir nafninu Snúið og skorið. Þar eru þeir með rennibekki en eina konan í hópnum kýs frekar að skera út. Húsnæðinu hafa þau skipt í bása þar sem hver er með sitt svæði og gengur sambúðin vel, enda komin alls tíu ár frá því að því var komið á laggirnar. „Þegar við byrjuðum á þessu var fólk nú tortryggið á að svona básavinna gæti gengið en nú er komið annað hljóð í strokkinn. Við erum með sameiginlegar vélar sem einhverjir tveir, þrír eiga, auk kaffistofu og það gæti ekki verið betra. Allir með eigið pláss, geta verið í sínu en einnig rabbað við næsta mann ef svo ber undir. Við hittumst einu sinni í mánuði fast, þá helst allir, en annars er hver með sinn lykil og við komum og förum að vild, hvenær sem er sólarhringsins – sem er náttúrlega alger snilld og hentar öllum. Svo skiptum við leigunni auðvitað bróðurlega á milli okkar,“ lýkur Ebenezer Bárðarson orði sínu. HÚMAR AÐ HAUSTI Rekstrargangur & fjárvogir *Öll verð eru með vsk. Rekstrargangurinn er galvaniseraður og samanstendur af: 1 fellihlið - 1 flokkunarhlið - 1 tengirammi - 6 tengipinnar 4 stk. 2500mm hliðgrindur Verð: 234.900,- Öll hjólin eru með beinni innspýtingu, rafmagnstýri, spili, dráttarkrók, handahlífum, háu og lágu drifi með læsingu. Vökvabremsum, álfelgum og eru tveggja manna traktorsskráð. Verð er með Vsk. Nánari upplýsingar á www.nitro.is CFMOTO 1000 2.690.000,- CFMOTO fjórhjólin fást hjá okkur CFMOTO 520 1.549.000,- CFMOTO 450 1.459.000,- Nitró - Urðarhvarfi 4 - 557 4848 - nitro.is Fjölbreytt námskeið í handverki: Aðsókn yngri kynslóðarinnar eykst Á vefsíðu Heimilisiðnaðarfélagsins kemur fram að hlutverk félagsins sé að vernda og efla þjóðlegan íslenskan heimilisiðnað og vekja áhuga landsmanna á þjóðlegum menningararfi. Innan félagsins er Heimilisiðnaðarskólinn sem stendur fyrir 80-90 námskeiðum árlega en félagið rekur einnig sérverslun með efni er eiga við vinnslu ýmiss konar handverks, hvort heldur er viðkemur þjóðbúningagerð, tóvinnu, litun, vefnaði eða öðru. Að auki má finna þar ýmsar bækur tengdar handverki, ársrit félagsins og fleira áhugavert. Samkvæmt heimildarmanni félagsins er stærstur hluti þeirra er sækja námskeið eldri konur, en þó milli ára er nokkur aukning í því að ungt fólk sýni áhuga. Hópur ungmenna frá Þjóðdansafélaginu kom og saumaði sér sauðskinnsskó ekki fyrir löngu og í raun má segja að aðsókn yngra fólks á námskeiðin sé frekar í vexti en hitt. Hvað varðar aðra staði sem bjóða upp á kennslu í íslensku handverki er Tækniskólinn, en þar má meðal annars kynna sér víravirkisnámskeið. Í samtali við Hörpu Kristjánsdóttir, kennara á námskeiðinu, kemur fram að aðsóknin hafi verið afar góð, fastagestirnir séu fólk í eldri kantinum en þó eru fleiri og fleiri yngri sem hafi áhuga á þessu öllu saman og mikil aðsókn orðin megi segja. Rétt er að geta þess að einn helsti gullsmiður þjóðbúningaskarts hér á landi, frú Dóra Jónsdóttir, benti á í viðtali við Bændablaðið þann 24. febrúar sl. að hún hafi um skeið verið nokkuð uggandi er kom að áhuga fólks á gömlu íslensku víraverki og smíði búningaskrauts. Í dag væri þó öldin önnur. „Það er skemmtilegt að segja frá því að nú í dag hefur áhugi fólks á íslensku búningaskrautsmíðinni aukist gífurlega en ég var uggandi hér fyrir 10-15 árum. Þá lá við að enginn hefði áhuga á að halda þessu við eða læra. En nú eru breyttir tímar. Boðið er upp á kynningu náms í víravirki í Tækniskólanum en þar hef ég verið með ýmis námskeið. Einhvern veginn hefur áhuginn alveg haldist svo síðan. Fólk smíðar þá til dæmis myllusett. Og manni finnst alltaf gaman þegar áhuginn kviknar á gamla handverkinu og ég verð alltaf svo fegin að upplifa að þetta er ekki alveg að gleymast. Þetta er hluti af sögunni okkar. Við megum ekki týna þessu.“ Ebenzer í fullum skrúða þjóð- búningsins sem hann saumaði sjálfur. Mynd / Heimilisiðnaðarfélagið Hér má sjá dæmi um aðstöðu félaganna í Snúið og skorið, en þar er nóg við að vera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.