Bændablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022 Hefðbundnir mexíkóskir réttir eiga sér aldagamla sögu og rætur að rekja til fornra menningarþjóða, Olmeka, Mæja og Asteke, í Mið-Ameríku og þess sem í dag kallast Mexíkó í dag. Maís, baunir og ýmis villibráð var undirstöðufæða þessara fornþjóða. Fyrsta greiðasalan sem seldi taco hér á landi starfaði á herstöðinni á Miðnesheiði. Í dag eru mexíkóskir réttir þekktir fyrir maís, baunir, lárperur, tómata, sætuhnúða, chili, kjöt, salsa- eða guacamolesósu og ost. Öllu þessu og ýmsu öðru þykir sjálfsagt að sulla saman í stökkar taco skeljar sem bakaðar eru úr maísmjöli eða mjúka hveitivafninga. Enginn veit fyrir víst hvaðan taco er upprunnið en talið er að tacolíkir réttir hafi verið þekktir meðal innfæddra sem áttu bústað í vatnahéraði í dal á hásléttu Mexíkó og bökuðu flatbrauð úr maísmjöli og höfðu á það fisk. Maís tilbeðin sem kvenkynsguð Maís, Zea mayz, er af grasaætt og einkímblöðungur. Plantan getur í dag, eftir miklar kynbætur, hæglega náð 2,5 metrum að hæð og til eru mælingar á plöntum sem hafa náð átta metra hæð. Rótarkerfið er lítið. Stöngullinn er þykkur og líkist bambus í útliti, blöðin mörg, löng og mjó, um níu sentímetra breið og 120 sentímetrar á lengd. Karlblómin mynda punt ofan við efstu blaðöxl og berast frjó þeirra með vindi til kvenblóma sem þroskast við neðri blaðaxlir. Fræin þroskast í löngum kólfi og þar myndast hin eiginlegu maískorn sem eru í nokkuð beinum röðum. Í nútímayrkjum geta verið allt að 600 korn á hverjum kólfi og myndar hver planta yfirleitt tvo slíka. Frjókornagreiningar sýna að útbreiðsla maís er talsverð í Norður-Ameríku 2.500 árum fyrir Krist. Meðal sumra ætthópa indíána Norður-Ameríku var sagt að maís væri gjöf guðs til þeirra og ræktun þess mikil meðal þeirra. Indíánarnir þekktu til samplöntunar og samhliða maís ræktuðu þeir baunir sem klifruðu upp eftir stofni maísins og voru niturbindandi um leið. Fjöldi sagna eru til um uppruna maísplöntunnar. Ein þeirra segir að lítill fugl eða refur hafi stolið fræi frá himnaríki eða tunglinu og fært manninum það að gjöf. Indíánar Navajo ættflokksins, sem hélt sig í norðausturhluta þess sem í dag eru Nýja-Mexíkó og Arizona- ríki Bandaríkjanna, sögðu að hundar, refir og kattardýr eins og púma væru upphaflega gerðir úr maísmjöli. Bakað var maísbrauð í lögun þeirra en halanum og rassinum sleppt til að þurfa ekki að borða hann. Plantan var í miklu uppáhaldi og lék stórt hlutverk í menningu þjóða eins og Maya, Inka, Olmeka, Tolteka og Asteka. Maísrækt var undirstaða efnahagslífs Maya og plantan tilbeðin sem kvenkynsguð. Maísbrauð Rannsóknir benda til að innfæddir í Mið-Ameríku og Mexíkó hafi ræktað hátt í 50 ólíkar plöntur sér til matar áður en Kólumbus og kóna hans bar að landi í Nýja heiminum. Maís er komið af villtri gras- tegund sem finnst í Mið-Ameríku og talið er að maísfrjókorn sem fundust í borkjarna sem kom upp af 60 metra dýpi undir Mexíkóborg séu 5.500 ára gömul. Öx villtra maísplantna voru smá og varla lengri en fremsta kjúka litlafingurs og fá fræ á hverri plöntu. Fræi eða korni þeirra var safnað í fyrstu af villtum grösum en síðar af ræktuðum plöntum. Fræið var þvegið, þurrkað og malað og notað í grauta, til að baka brauð og til annars konar matargerðar. Maísbrauð sem hnoðað var í bollur eða flatt út var eldbakað á heitum steinum eða frumstæðum steinofnum. Landvinningamenn gera sér glaðan dag Spánverjinn Bernal Días del Castillo, 1492 til 1584, var fyrsti Evrópumaðurinn til að lýsa áti tacolíks réttar skriflega þegar hann segir frá málsverði sem Hernán Corter, sá sem olli falli ríkis Astek, bauð herforingjum sínum í til Coyoaná sem í dag er hluti af Mexíkóborg. Landvinningamenn litu niður á innfædda og lögðu mat þeirra sér ekki til munns nema þegar hungrið steðjaði að og fluttu því með sér sín eigin húsdýr, grænmeti og matarvenjur til Nýja heimsins. Með tímanum hefur svo kostur beggja heima blandast saman í einn allsherjar hrærigraut. Fæða námumanna Taco líkt því sem við þekkjum í dag er rakið til námuverkamanna í silfurnámum í Mexíkó á átjándu öld. Námumannataco var flatbrauð, mjúkt á meðan það var nýtt en gamalt var það hart og undið á jöðrunum. Sprengihleðslur sem gerðar voru úr púðri og oft sett í opinn pappír og komið fyrir í borholum voru kallaðar taco. Fyrstu skráðu heimildir um taco skeljar sem fæðu eru frá seinni hluta nítjándu aldar þar sem þær eru kallaðar tacos de minero, eða námumannataco. Skeljarnar komu síðar og rétturinn eins og við þekkjum hann því ekki eins gamall og ætla mæti. Innflytjendur frá Mexíkó fluttu taco með sér til Bandaríkjanna um aldamótin 1900 og varð rétturinn fljótlega vinsæll sem fátækramatur í suðurríkjum Bandaríkjanna. Taco er fyrst getið í bandarísku dagblaði 1905 þar sem segir í lauslegri þýðingu: Innflytjendur frá Mexíkó eru farnir að flykkjast yfir landamæri í leit að atvinnu, í námum eða við að leggja járnbrautateina. Hér í Bandaríkjunum er litið á matinn sem þeir kjósa að borða sem fátækrafæðu og hann tengdur Stökkar skeljar & mjúkir vafningar Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is SAGA MATAR&DRYKKJA Girnilegar taco skeljar með saðsamri fyllingu. Mynd / taste.com.au Taco í opinni skel. Mynd / wikimedia.org Taco sprengihleðsla. Mynd / horsesoldier.com Taco sósur eru fáanlega í ýmsum styrkleikum. Mynd / /pipandebby.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.