Bændablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022 LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Ofnbakaður þorskhnakki með íslensku grænmeti og kremuðu byggi – 4 skammtar. Uppskerutíminn fyrir útiræktað grænmeti og korn fylgir haustinu og við hvetjum lesendur til að nýta þennan tíma sem best og njóta þess að elda og bera fram girnilegt grænmeti á fjölbreyttan hátt. Eitt sér eða sem meðlæti með kjöt og fiskréttum. Við notum hér útiræktað spergilkál, radísur og lífrænt bygg frá Móður Jörð í Vallanesi. Auk þess smátómata og graslauk sem eru ræktuð í gróðurhúsum. Fiskneysla hefur dregist saman á Íslandi sem er miður enda er hér auðvelt víðast hvar að nálgast ferskt, hollt og gott sjávarfang. Margir treysta sér illa til að elda fisk svo vel sé og þar stendur oft hnífurinn í kúnni því algengast er að fiskur fái of langan eldunartíma. Ofeldað sjávarfang er sannast sagna afar óspennandi og áhuginn á matreiðslunni dvínar gjarnan eftir því sem mistökin endurtaka sig. Þegar þykkri fiskbitar eða jafnvel heilir fiskar með beinum eru eldaðir er tilvalið að nota kjarnhitamæli til að tryggja sem besta útkomu. Það gerum við matreiðslumenn til að skila hráefninu í sínu besta formi á disk gesta okkar á veitingahúsum og líka heima. Þorskur hefur merkilegt nokk ekki notið vinsælda á Íslandi fyrr en á allra síðustu áratugum, en hann má sannarlega telja til allra bestu matfiska sem hér veiðast og á skilið að við vöndum okkur við eldamennskuna. Í uppskriftinni notumst við við skírt smjör, það fæst víða í verslunum og er afbragðs gott við steikingu á öllu því sem okkur dettur í hug að elda. Hátt bræðslumark, 250 °C, tryggir að skírt smjör brennur ekki við pönnusteikingu, og því fylgir notalegt karamellubragð og ilmur. Fyrir þá sem vilja reyna sig á því að gera skírt smjör fylgir aðferðin, skírt smjör geymist mánuðum saman í kæli í loftþéttri krukku. Byrjið á bygginu sem tekur lengstan tíma og endið á því að elda þorskinn. Skolið byggið og setjið í pott ásamt 3 dl af vatni, saltið og sjóðið þar til er orðið mjúkt, tekur um 30-40 mín. Saxið lauk og svitið í potti í olíunni, bætið ediki við og svo byggi og ögn af vatni. Hitið að suðu og bætið þá við rjóma og rífið ostinnn fínt yfir, takið af hitanum, hrærið smjöri við og smakkið til með salti og e.t.v. meira eplaediki. Graslauknum er bætt við rétt áður en þið berið réttinn fram. Saxið laukana og svitið í olíu, bætið ediki við og látið gufa upp. Hellið víninu yfir, sjóðið niður um helming og bætið vatninu við og sjóðið í 10 mín. Rjóma er bætt við og sjóðið í um 5 mínútur. Sigtið yfir í annan pott, smakkið til og pískið smjörinu saman við. Veljið fallegt og ferskt spergilkál og skerið í grófa hnappa, notið líka stilkana sem eru mjúkir og afbragðs matur þegar kálið er glænýtt. Setjið í eldfastan bakka, penslið með olíu og saltið. Eldið í 180 °C heitum ofni í 6 mínútur. Tómata má ýmist nota ferska eða baka í ofni með kálinu í 4-5 mínútur. Radísurnar eru sneiddar og borðaðar hráar. Skerið þorskinn í um 200 g bita og setjið í eldfastan bakka. Bræðið smjörið og hellið fitunni yfir fiskinn. Saltið og setjið í forhitaðan ofn á 160 °C í u.þ.b. 8 mínútur. Við eldun á fiski í ofni er okkar ráðlegging sú að nota kjarnhitamæli, þorskur er fullkominn við 55 °C kjarnhita og þá skulið þið taka hann úr ofninum. Ef þið hafið rúman tíma má líka lækka hitastigið í ofninum og gera tilraunir með lægra hitastig. Bræðið smjör í potti á lágum hita, leyfið smjörinu að krauma í a.m.k. 30 mínútur og fleytið af froðuna sem myndast á yfirborðinu. Slökkvið undir og ausið fitunni, sem er um 80% innihaldsins, yfir í annan pott. Passið að taka bara fituna og hendið hvíta botnfallinu sem samanstendur af mjólkursykri, mjólkurpróteini og vatni. Pakkið í þéttar krukkur og geymið í kæli. MATARKRÓKURINN Ofnbakaður þorskhnakki Hafliði & Halldór haflidi@icelandiclamb.is Bærinn okkar hefur löngum verið vinsælt léttmeti á síðum Bændablaðsins og fastur liður þeirra er fletta blaðinu. Gegnum tíðina höfum við fengið að kynnast búsetu fólks víðs vegar um landið, stærð og tegund bús þeirra og daglegu verklagi þar sem skilin milli vinnu og frítíma eru óljós, eins og einn viðmælenda okkar, hún Haddý – Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir frá Hvalshöfða, orðaði svo vel. Hvað er í ísskápnum? Farið hefur verið yfir skemmtilegustu og leiðinlegustu bústörfin, bent á ýmsa áhugaverða jafnt sem almenna hluti, eftirlætistæki er tilgreint auk þess sem litið er í ísskápinn! Hvað er nú alltaf til í ísskápnum? Þessar spurningar og aðrar hafa glatt og svalað forvitni annarra landsmanna – og sú hefð verið á að sá síðasti sem hefur staðið fyrir svörum mælir með öðrum. Okkur langar að kynnast þér Nú langar okkur hér á Bændablaðinu hins vegar að rjúfa þá venju og bjóða þeim sem áhuga hafa að hafa samband við okkur á netfangið sigrunpeturs@bondi.is og fá frekari upplýsingar. Eru spurningarnar almenns eðlis, en þeir sem svara hafa frjálsar hendur er kemur að hnyttnum tilsvörum, lengd svara og þar fram eftir götunum. Munu prófarkalesari og blaðamaður fara yfir og sjá til þess að allt sé nú á tilhlýðandi hátt – en rétt er að geta þess að myndir þurfa að fylgja – af bænum sjálfum, fólki, dýrum, tækjum eða öðru sem gefur lesendum innsýn inn í heim ábúenda. Við viljum því hvetja þig, lesandi góður, að hika ekki ef þetta kitlar, hafa samband og fá sendar frá okkur spurningar og aðrar upplýsingar. /SP Bærinn okkar: Langar þig að komast á síður Bændablaðsins? Júlíus Róbertsson frá Hvalshöfða tekur sig hér sérlega vel út, enda ákaflega vel stílíseraður. Ungviðið nýtur sín á bænum Mjósyndi. Á búinu Seljatungu má finna um 200 nautgripi á öllum aldri, 14 kindur og tvö hross. 150 g íslenskt lífrænt bygg 1 laukur 2 dl olía 2 msk. eplaedik 50 g skírt smjör (má nota venjulegt smjör) 3 g Feykir 24 mánaða 1 dl rjómi 2 msk. saxaður graslaukur Rjómasoðið bygg „otto“ 1 laukur 2 hvítlauksgeirar 2 msk. hvítvínsedik 1 dl hvítvín 2 dl vatn 2 dl rjómi 60 g smjör Hvítvínssósa 1 stk. spergilkál 10 smátómatar 4 radísur Graslaukur Grænmeti 800 g þorskhnakkar 100 g smjör Ofnbakaður þorskur 1 kg smjör Skírt smjör
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.