Bændablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022 Í síðustu tölublöðum Bændablaðsins hef ég skrifað greinar um starfsemi RML. Í þessari grein mun ég fjalla um fjármála- og tæknisvið sem virkar sem stoðsvið fyrir fagsviðin tvö ásamt því að sjá um ytri tækniþjónustu fyrirtækisins. Fjármál, mannauðsmál, markaðsmál og tæknimál eru meginviðfangsefni sviðsins. Tíu manns vinna við forritun, þjónustu, mannauðs eða fjármálastjórnun. Öll tæknimál RML hvort sem það lýtur að innri rekstri eða rekstri skýrsluhaldskerfa eru á ábyrgð þessa sviðs. Fjármál, launa- og rekstrarbókhald ásamt verkskráningu eru ansi viðamikil verkefni. Reikningagerð byggir á verkskráningu starfsfólks en þar eru einnig mikilvægar upplýsingar sem eru nýttar við verkefnastjórnun og utanumhald um vinnuframlag til einstakra verkefna. Upplýsingarnar nýtast við greiningu á því hvað þau framlög til RML eru að fara í. Öll kerfi RML eru miðlæg þannig að ekki á að skipta máli hvar viðkomandi er staðsettur. Mikil áhersla hefur verið lögð á að rafræn tenging starfsmanna sé góð og var til dæmis Covid engin áskorun fyrir okkur hvað fjarvinnslu varðar þar sem við vorum vön að takast á við það að vinna að verkefnum þrátt fyrir að starfsfólk og viðskiptavinur væru ekki stödd á sama stað. Þróun og vinna við skýrsluhaldskerfi Bændasamtakanna er á ábyrgð RML samkvæmt sérstöku samkomulagi sem gert var þegar tölvudeild Bændasamtakanna var færð yfir til RML í ársbyrjun 2020. Fram að þeim tíma var mikil samvinna um þróun forritanna milli ráðunauta RML og tölvudeildar. Þegar tölvudeildin kom yfir til RML voru allir þættir sem tengjast þróun, viðhaldi skýrsluhaldskerfa/forrita og þjónusta komin á einn stað, en þjónustan hafði verið fyrir í RML. Skýrsluhaldskerfin eru fimm, fjögur þeirra halda utan um íslensku búfjárkynin en forritið jörð er landupplýsingakerfi. RML þjónustar og heldur utan um dk bóhaldslausn fyrir bændur en þorri bænda nota þessa lausn við sitt bókald. Auk þess er haldið utan um nokkur önnur minni forrit fyrir þriðja aðila innan tæknihluta RML. Búfjárkerfin Huppa, Fjárvís, Heiðrun og WorldFengur gegna fyrst og fremst því hlutverki að halda utan um ætternisupplýsingar viðkom- andi búfjártegunda. Ætternisupplýsingarnar eru nauðsynlegar við ræktun stofnsins en líka til þess að halda utan um búféð sem sérstakt íslenskt kyn. Ísland hefur alþjóðlegar skuldbindingar til varðveislu á þeim stofnum sem hér eru og nýtast skýrsluhaldskerfin til þess að halda utan um þær upplýsingar. Skýrsluhaldskerfin eru einnig notuð til ýmiss konar upplýsingarsöfnunar. Greiðslukerfi í sauðfjár og nautgriparækt byggir á upplýsingum úr Fjárvís og Huppu. Einnig eru kerfin til grundvallar við forðagæslu. Mikilvægi skýrsluhaldskerfanna er því ótvírætt en einnig hefur verið kallað eftir því að þau verði notendavænni, nýtist enn fremur við bústjórn og geti tengst hvers konar jaðartækjum sem nýtast við búskapinn. WorldFengur er eina skýrsluhaldskerfið sem er alþjóðlegt en það heldur utan um ætternisupplýsingar íslenska hestsins í öllum þeim löndum þar sem hann er ræktaður að einhverju marki. WorldFengur og íslenskt eignarhald hans er því gríðarlega mikilvægt auk fyrrgreinds hlutverks, þá er WorldFengur undistaða þess að varðveita íslenska hestinn sem íslenskan og fá til þess alþjóðlega viðurkenningu. Skýrsluhaldskerfið Jörð.is nær til grunnskráningar á túnum, skráningar á uppskeru hvort sem það er í útiræktun eða ylrækt, skráningar á ræktun, ástandi lands, áburðargjöf og notkunar á varnarefnum. Einnig heldur kerfið utan um niðurstöður efnagreininga á heyi, búfjáráburði og jarðvegi. Skráningar í Jörð.is liggja til grundvallar greiðslu vegna ræktunarstyrkja. Jörð er þannig eitt af verkfærum sem bændur nota við áætlanagerð og ákvarðanatöku í búrekstrinum. Eins og í skýrsluhaldskerfunum í búfjárrækt hefur verið kallað eftir því að tengingar við jaðartæki, svo sem áburðardreifara verði komið á í Jörð.is til að skráningar verði nákvæmari og markvissari. Skýrsuhaldskerfin krefjast mikils viðhalds og þróunarvinnu. Tæknin þróast hratt, reglugerðir breytast og kröfur notenda verða eðlilega í samræmi við aðrar tækniþróanir. Það er því áskorun að halda úti kerfum sem jafn ríkar kröfur eru gerðar til með mjög fáum notendum til þess að standa undir þeim kostnaði sem rekstur þeirra krefst. Á fjármála- og tæknisviði eru einnig fleiri verkefni unnin en hér eru upptalin í stuttri grein en upplýsingar um þjónustu og ráðgjöf má sjá á heimasíðu okkar, WWW.rml.is, ásamt því að starfsfólk RML er ávallt til viðtals, hvort sem um er að ræða í gegnum síma eða á starfsstöðvum RML. Karvel Karvelsson, framkvæmdastjóri RML. Karvel Karvelsson. Starfsemi RML – Fjórði hluti Í síðasta tölublaði Bændablaðsins (15. tölublað) birtist fyrri hluti umfjöllunar um NØK ráðstefnuna sem haldin var dagana 24.-27. júlí sl. á Selfossi. Þar fjölluðum við um ráðstefnuna í heild sinni og erindin sem haldin voru undir yfirskriftinni „loftslagsmál, umhverfi og velferð“. Í þessu tölublaði ætlum við að fjalla um seinni hluta ráðstefnunnar en hann sneri að framleiðslustjórnun, kúm framtíðarinnar, nýjum eiginleikum, litlum stofnum og norrænu samstarfi. Mismunandi framleiðslustjórnun Dagurinn byrjaði á erindum um framleiðslustjórnun í mjólkur- framleiðslu á Íslandi og í Finn- landi. Framleiðslustjórn í mjólkur- framleiðslu í núverandi mynd má segja að hafi verið tekin upp árið 1992 hér á landi og var fest í sessi við endurskoðun samnings um starfsskilyrði í nautgriparækt árið 2019 þegar yfirgnæfandi meirihluti kúabænda, eða um 90% bænda, kaus að halda í greiðslumarkskerfið. Byggir núverandi kerfi á tilboðs- markaði þar sem markaðsverð greiðslumarks er grundvallað á jafnvægisverði, hámarksverð er þó þrefalt afurðastöðvaverð. Alls eru haldnir þrír markaðir á ári en bændur geta að hámarki óskað eftir 50.000 lítrum til kaups á hverjum markaði. Í Finnlandi hefur greiðslumarkskerfið tekið töluverðum breytingum undanfarin ár. Á árunum 1984-1995 var það á vegum finnska ríkisins, þ.e. ríkið sá um útdeilingu greiðslumarks. Lítil hreyfing var á markaðinum og bændur áttu erfitt með að stækka bú sín. Ekkert fjármagn tapaðist þó út úr greininni. Árið 1995 gengu Finnar í Evrópusambandið (ESB), þá breyttist kerfið og greiðslumarkið gekk kaupum og sölum milli bænda. Við það rauk verðið upp og greiðslumarkið varð mikil fjárfesting en bændur gátu stækkað við sig, höfðu þeir efni á því. Árið 2015 var greiðslumarkskerfið í mjólk síðan afnumið innan ESB. Tilgangur aðgerðarinnar var að lækka mjólkurverð og „eyðileggja“ mjólkurmarkaðinn þar sem meiri mjólk þýddi lægra verð. Bar aðgerðin þó lítinn árangur þar sem verðlækkun á mjólkurvörum skilaði sér ekki til neytenda. Framleiðslumarkaðurinn varð hins vegar frjáls fyrir bændur, þeir gátu aukið framleiðslu sína en við það varð mjólkurverð óstöðugt og innflutningur á mjólkurvörum jókst. Á síðastliðnu ári, 2021, tók „hið nýja greiðslumark“ gildi þegar stærsta mjólkurafurðastöð Finnlands, Valio, tók að útdeila framleiðslurétti til sinna framleiðenda. Samningur er gerður við hvern og einn bónda en framleiðslurétturinn er byggður á framleiðslugetu búsins, aðstöðu, gæðum mjólkurinnar og öðrum þáttum. Þeir bændur sem hafa samning við afurðastöðina geta þannig selt mjólk sína til hennar en framleiðslurétturinn er ekki framseljanlegur og verða bændur að skila honum hyggist þeir ekki nota hann. Mjólkurframleiðsluréttur bænda í Finnlandi liggur því í dag hjá afurðastöðvunum sem ráða gæðaviðmiðum, magninu og staðsetningu framleiðslunnar. Kýr framtíðarinnar Yfirskrift dagsins var meðal annars kýr framtíðarinnar – nýir eiginleikar – litlir stofnar. Litlir stofnar á sannarlega við íslensku kúna en Egill Gautason, doktorsnemi við Árósaháskóla, hélt erindi um rannsóknir sínar á skyldleika íslensku kýrinnar við önnur kúakyn, áhrif innflutnings á stofninn og skyldleikarækt. Rannsókn hans leiddi í ljós að íslenska kýrin tilheyrir hópi norðurnorrænna kúakynja og er eini stóri, óblandaði stofninn innan hópsins. Önnur kúakyn sem tilheyra þessum hópi eru meðal annars sænskar fjallakýr og finnska landkynið, Finncattle. Nýlegar, óbirtar rannsóknir hafa síðan sýnt að norska Telemark kúakynið er í raun skyldast íslensku nautgripunum. Þrátt fyrir mjög takmarkaðan innflutning á árum áður er íslenska kýrin svo til laus við innblöndun og innflutningur því haft lítil áhrif á stofninn. Þrátt fyrir að íslenska kýrin hafi verið einangruð lengi er skyldleikarækt lítil í stofninum en hún eykst um 0,14-0,19% á ári, sem er sambærilegt og hjá öðrum mjólkurkúastofnum. Í Noregi eru helstu áherslur GENO ræktunarsambandsins að norska rauða kúakynið verði leiðandi sem sjálfbært og efnahagslega hagstætt kúakyn. Þar er lögð áhersla á að viðhalda erfðabreytileika, forðast skyldleikaræktun og hafa breitt ræktunarmarkmið. Minni áhersla er nú lögð á mjólkurmagn en aukin áhersla á júgurheilbrigði, heilsufar og frjósemi. Auk þess er verið að rannsaka nýja eiginleika á borð við fóðurnýtingu og metanlosun. Fyrstu niðurstöður metanrannsókna sýna að kýrnar losa að meðaltali 441 g metans á dag, erfðafræðilegur breytileiki er til staðar í kyninu og eiginleikinn hefur arfgengi upp á 0,22. Ýmis tækifæri eru því til staðar til að rækta umhverfisvænna kyn en áframhaldandi rannsóknir mikilvægar. Niðurstöður fóðurrannsókna liggja enn ekki fyrir en Norðmenn vinna nú að þróun fóðurnýtingarstuðuls fyrir norska rauða kúakynið. Í Svíþjóð er áhersla lögð á nýja eiginleika líkt og metanlosun og aukna fóðurnýtingu gripanna en stefnt er að frjósamari og heilbrigðari nautgripum með gott skap, gott sköpulag og mikil mjólkurgæði. Telja Svíar að langlífi, heilbrigði og frjósemi komi til með að verða fyrirferðarmeira í ræktun næstu ára en mikilvægt sé að stunda ábyrga og sjálfbæra ræktun. Það sé gert með því að varðveita gömul gen (ræktunarkyn), fylgja ræktunar- markmiðum, lágmarka umhverfisáhrif og síðast en ekki síst, með því að skapa verðmæti fyrir bændur. Ræktendur danskra Holstein kúa telja að nú fyrst förum við að sjá raunverulega framleiðslugetu kúnna og gert er ráð fyrir því að í fyrsta skipti framleiði yfir 1.000 Holstein kýr meira en 100.000 kg af mjólk á æviskeiði sínu. Stefnt er á aukið langlífi og betri nýtingu á gripunum en hvoru tveggja leiðir af sér umhverfisvænni kýr. Áhersla er einnig lögð á gott sköpulag og góða fóðurnýtingu en gífurlega sterkt val er til staðar innan Holstein kynsins, bæði með erfðamengisúrvali og kyngreiningu sæðis. Fram kom að fjöldi Holstein kúa á Norðurlöndunum hefur haldist nokkuð stöðugur undanfarna áratugi. Þannig hefur kúm af öðrum kynjum fækkað en hlutfall Holstein-kúa fer stöðugt vaxandi. Norrænt samstarf (NCDX og iDDEN) Árið 2013 ákváðu Norðurlöndin að slá höndum saman og þróa sameiginlegt viðmót sem flytur gögn milli mjaltakerfa og gagnagrunna nautgriparæktarinnar. Mtech Digital Solutions í Finnlandi sá um þróun viðmótsins sem kom til notkunar árið 2015 og gengur undir nafninu Nordic Cattle Date Exchange (NCDX). NCDX sér um flutning gagna á milli mjaltakerfanna og gagnagrunna skýrsluhaldsins og er í dag tengt Lely og DeLaval mjaltaþjónum. NCDX er þannig notað á yfir 1.500 búum í dag en það safnar helstum upplýsingum um kýrnar; grunnupplýsingum, hreyfingu, burðum, beiðslum, fangskoðunum, geldstöðu auk mjólkurskýrslna. Kerfið var síðan útvíkkað þegar Ástralía, Austurríki, Belgía, Kanada, Þýskaland, Holland og Bandaríkin keyptu hugbúnað NCDX og stofnuðu félagið iDDEN eða The International Dairy Data Exchange. Félagið sér nú um áframhaldandi þróun kerfisins og hefur sett sér þau markmið að safna gögnum ekki einungis úr mjaltaþjónum heldur einnig úr hálsböndum kúnna, úr gjafakerfum og tilraunastofum (mjólkurskýrslur). Með stofnun iDDEN hafa 13 lönd með samtals 20 milljónir mjólkurkýr sameinast um þróun á tæknilausnum sem gerir gagnaflæði milli tölvustýrða mjaltakerfa og annarra bústjórnarlausna einfalt og skilvirkt. RML er aðili að NCDX og iDDEN og vinnur að innleiðingu lausnarinnar hérlendis. Biocode Harri Mäkivuokko kynnti ráðstefnugesti fyrir Biocode, vefþjónustu sem hjálpar fyrirtækjum og einstaklingum að finna leiðir til að minnka kolefnisfótspor sitt. Vefþjónustan er í eigu tveggja finnskra landbúnaðarsamtaka, Association of ProAgria og Mtech Digital Solutions en markmið hennar er að skapa verðmæti fyrir bændur og matvælafyrirtæki. Forritið er einfalt í notkun, notendur þurfa einungis að þekkja sína framleiðslu og/eða þá þjónustu sem þeir nýta sér, forritið reiknar út kolefnisfótsporið byggt á allri virðiskeðju (lífsferil) vörunnar og leggur til leiðir hvernig minnka megi kolefnisfótsporið. Bændur t.d. skrá inn uppskeru og þá þjónustu sem þeir nýta og fá þannig upplýsingar hvernig þeir geti stundað umhverfisvænni búskap. Þannig er hægt að nota forritið til að aðstoða sig við að velja umhverfisvænni vöru ásamt því að velja umhverfisvænni framleiðendur og fyrirtæki. Að lokum Það helsta sem í huga manns situr eftir ráðstefnuna er hve Norðurlöndin eiga miklu meira sameiginlegt heldur en maður leiðir hugann að dags daglega. Samstarf þessara frændþjóða er vaxandi og hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum áratugum. Þar má nefna sameiginlegt kynbótastarf Dana, Finna og Svía og öflugt og vaxandi samstarf á sviði skýrsluhalds. Það er alls ekki óhugsandi að framtíðin beri í skauti sér einn sameiginlegan norrænan nautgriparæktargagnagrunn. Greinilegt er að áherslur í ræktunarstarfinu færast stöðugt yfir á aðra eiginleika en nyt og aðrir eiginleikar, sem einkum lúta að endingu, frjósemi og heilsufari vega stöðugt þyngra. Þá er stöðugt leitað nýrra leiða til að meta þessa þætti með meira öryggi en hingað til. Loftslagsmálin voru fyrirferðarmikil og þess ekki langt að bíða að losun metans frá nautgripum fari minnkandi með kynbótum, betri fóðurnýtingu, meiri endingu kúnna og betri og markvissari bústjórn. Greinilegt var að Danir töldu afnám framleiðslustýringar eitthvert mesta happ sem mjólkurframleiðsla hefur upplifað í langan tíma meðan að hinar þjóðirnar voru meira efins. Félagsskapur eins og NØK á fullan rétt á sér og mun áfram stuðla að aukinni samvinnu og betri og hagkvæmari nautgriparækt á Norðurlöndunum. Guðmundur Jóhannesson og Guðrún Björg Egilsdóttir, félagsmenn í NØK. Guðrún Björg Egilsdóttir. Guðmundur Jóhannesson. NØK (Nordisk Økonomisk Kvægavl) 2022 -Seinni hluti LESENDARÝNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.