Bændablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022 Í lok júní héldu 24 nýútskrifaðir búfræðingar frá Hvanneyri í útskriftarferð til Evrópu og var fyrri hluti ferðalýsingar þessarar ferðar birtur í síðasta Bændablaði. Þetta er síðari greinin, þar sem farið er yfir það helsta landbúnaðarfaglega sem bar á góma í síðari hluta ferðarinnar. Fimmta heimsókn ferðarinnar var til verktakans Gerhard Runig sem býr í miklu landbúnaðarhéraði ekki langt frá Erwitte í Þýskalandi. Þarna hefur verið rekið verktakafyrirtæki fyrir landbúnað í rúm 100 ár en afi hans stofnaði þessa merku þjónustu á sínum tíma. Sonur Gerhard, Kai Runig, sem tók á móti hópnum með pabba sínum og systur, stefnir á að taka við fyrirtækinu og verður þannig fjórða kynslóð þeirra sem reka fyrirtækið. Gerhard er með 8 fastráðna og 15 lausráðna starfsmenn og hreint ótrúlegt magn af tækjum og tólum, flest af stærri gerðinni! Segja má að vélaútgerðin passi vel við mannfjöldann sem þarna vinnur og hann er t.d. með 8 myndarlegar þreskivélar svo allir fastráðnir starfsmenn geta verið að þreskja á sama tíma! Skítkeyrslan endalausa Á hverju ári sér fyrirtækið um að keyra út 120 þúsund rúmmetrum af skít og vakti athygli að hann var einungis með 3 skítadreifara fyrir allt þetta magn. Með öðrum orðum þá er nýting tækjanna gríðarlega góð en hann getur keyrt út skít flesta mánuði ársins en í Þýskalandi má einungis bera á þegar plöntur eru að vaxa en það tímabil stendur mun lengur en á Íslandi, eða frá 15. febrúar og fram til 15. nóvember! Breiðdreifing á mykju er ekki leyfileg lengur og því eru þessir dreifarar Gerhard með þar til gerðan búnað. Hann er með 2 slöngudreifara sem eru 27 m3 að stærð og einn 20 m3 dreifara með niðurfellingarbúnaði. Þá vakti athygli hópsins hversu gríðarlega tæknileg mykjudreifingin var en vélarnar eru útbúnar með sérstökum áfyllingarbúnaði sem getur fyllt á mykjudreifarann úti á akri. Mykjan er með öðrum orðum keyrð frá viðkomandi bóndabæ og út á tún í opnum gámum, en hann er með 5 slíka, og þegar þangað er komið með gámana geta mykjudreifararnir einfaldlega sogað upp mykjuna á staðnum. Dráttarvélarnar og dreifararnir þurfa því ekki að fara af ökrunum þegar búið er að tæma, heldur geta einfaldlega fyllt á þar og haldið áfram. Þetta sparar gríðarlega mikinn tíma að sögn Gerhard og tækin nýtast miklu betur og geta verið nánast stöðugt í fullri notkun. Fiðrilda ruddasláttuvél Af mörgum áhugaverðum vélum vakti verulega athygli búnaðurinn sem hann var með til ruddasláttar en um var að ræða fiðrilda-uppsetningu þ.e. dráttarvél með ruddasláttuvél að framan og einnig til sitt hvorrar handar að aftan! Skýringin á þessum tilkomumikla búnaði var sú að þegar búið er að slá maís eru eftir 25-30 cm stubbar á ökrunum sem þarf að fella fljótlega eftir sláttinn. Ef það er ekki gert getur komið upp sérhæfð sýk- ing í akurinn sem hægt er að forðast með því að slá stubbana niður fyrir plægingju. 12.000 tonn af matarafgöngum Auk verktökunnar er Gerhard með hauggasstöð sem framleiðir gas og úr því rafmagn með sérstökum gastúrbínum. Þetta er mjög stór framleiðslustöð en efniviðurinn fyrir gasmyndunina kemur frá ýmsum fyrirtækjum og bæjarfélögum í formi matarleifa. Alls fær Gerhard um 12.000 tonn af matarleifum á ári hverju. Ferillinn er í raun ekki mjög flókinn en fyrst þarf að hita matarleifarnar yfir 70 gráður í 60 mínútur til að drepa mögulegar bakteríur í efninu en eftir það fara leifarnar í aðal gerjunartankinn þar sem gerjunarferlinu er stýrt með sérstökum örverum, sem framleiða hauggas við niðurbrotið. Eftir að gerjun er lokið er moltan notuð sem áburður á akra í nágrenninu. Gasframleiðslan dugar til að framleiða um 500 kW á hverri klukkustund þegar gastúrbínurnar eru keyrðar á fullum afköstum en rafmagnið selur hann inn á Á FAGLEGUM NÓTUM Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Ungbændur í Evrópuferð – Síðari hluti Hér sést Kai Runig við eina af 8 þreskivélum verktakafyrirtækisins. Myndir / Snorri Sigurðsson Verktakafyrirtækið var vel búið tækjum, hér má t.d. sjá slöngudreifara. Aðal gerjunartankurinn er vel stór eins og sjá má. Hnýtingabúnaðurinn sem markaði upphaf þessa merka fyrirtækis. Mynd / Vefsíða www.claas.is SKÓGRÆKT Til aspa (Populus balsamifera ssp. trichocarpa) teljast hart- nær þrjátíu tegundir sumar- grænna lauftrjáa af víðiætt sem vaxa á norðurhveli jarðar. Tvær þeirra þekkjum við Íslendingar best, blæöspina sem vex villt á nokkrum stöðum hérlendis og alaskaösp sem er algengt tré í þéttbýli en líka ein mikilvægasta nytjatrjátegund okkar Íslendinga. Þegar ösp er nefnd í daglegu tali er í seinni tíð yfirleitt átt við alaskaösp. Alaskaösp er mjög stórt tré og nálgast hæstu einstaklingar tegundarinnar hérlendis nú þrjátíu metra hæð. Oftast eru trén beinvaxin en allmikill munur er milli klóna á lagi krónunnar. Fjölbreytnin er allt frá mjósleginni yfir í mjög breiða og jafnvel egglaga krónu. Öspin vex yfirleitt hratt og vel en þarf góð skilyrði og frjósaman jarðveg til að fullur vaxtarþróttur komi fram. Þetta er ljóselsk tegund sem þarf ferskan jarðvegsraka til að ná góðum vexti. Ef hún er gróðursett í rýru mólendi vex hún hægt eða ekki. Tegundin hefur verið reynd um allt land og reynslan sýnir að aspir geta vaxið í öllum landshlutum en gott er að huga vel að klónavali á hverju svæði fyrir sig. Styrkleikar tegundarinnar eru einkum hraður vöxturinn sem áður er nefndur og til eru klónar með gott frostþol eða saltþol. Almennt þolir öspin líka vel að standa á vindasömum svæðum. Fólk sem þekkir alaskaösp þekkir líka ilminn af henni sem gleður, ekki síst á vorin þegar hún vaknar af vetrardvala og laufgast. Styrkleiki alaskaaspar er líka gæðaviðurinn sem hún gefur, öfugt við það sem oft hefur verið haldið fram. Lengi vel trúðu því margir að asparviður væri ekki til margra hluta nytsamlegur en nú hefur komið í ljós að viður íslenskrar alaskaaspar er fyrirtaks smíðaviður. Brotþol planka og límtrés úr íslenskri ösp hefur verið rannsakað vísindalega og þar stendur asparviður öðrum tegundum íslensks nytjaviðar fyllilega á sporði. Fyrsta húsið sem eingöngu var smíðað úr íslensku timbri er að miklu leyti gert af asparviði og stendur í Vallanesi á Héraði. Alaskaösp er timburtré. Veikleikar alaskaaspar felast einkum í ásókn tveggja skaðvalda sem herjað hafa á tegundina hérlendis. Annars vegar er ryðsveppurinn asparryð sem leggst þungt á suma asparklóna. Til að vinna gegn tjóni af völdum asparryðs hefur Skógræktin unnið að kynbótum á ösp og leitað að ryðþolnum asparklónum sem einnig eru beinvaxnir og með mikinn vaxtarþrótt. Sú leit hefur borið árangur og má búast við minnkandi tjóni af völdum asparryðs á komandi tíð. Lerki er millihýsill ryðsveppsins og því er tjónið mest þar sem lerki og ösp vaxa á sama svæði. Hinn skaðvaldurinn er asparglytta, litrík og falleg bjöllutegund sem leggst á blöð asparinnar, en þó reyndar mest á gulvíði. Bæði bjallan sjálf og lirfa hennar éta blöðin og skaðinn getur því orðið mikill en þó mestur á ungum trjám því kvikindið hættir sér ekki ofar frá jörðu en í um það bil góða mannhæð. Lítil reynsla er af því enn sem komið er að verjast asparglyttu en hún er þó ekki talin ógna öspinni sem nytjatrjátegund. Ásamt sitkagreni er alaska- ösp hraðvaxnasta trjátegund sem notuð er í skógrækt á Íslandi en hefur þann eiginleika fram yfir grenið að vaxa hratt frá upphafi. Í þéttbýli getur öspin hentað vel ef hún fær djúpan og góðan jarðveg og nægt rými, en á síður við þröngar aðstæður í litlum görðum. Í dreifbýli er öspin besta tréð í skjólbeltarækt, mjög góð í nytjaskógrækt á frjósömu landi, fín í landgræðsluskógrækt, einkum með hjálp lúpínu, og alls staðar ein gagnlegasta tegundin til að binda CO2 úr andrúmsloftinu. Pétur Halldórsson. Skógræktin Asparskógar eru bjartir og gjarnan með ríkulegum og fjölbreyttum undirgróðri. Myndir / Pétur Halldórsson Alaskaösp Komið hefur í ljós að viður alaskaaspar er góður smíða- viður og hefur komið vel út í styrkleikaprófunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.