Bændablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022 Ferðamaður deyr – Hafnarfjörður ÁHUGALEIKHÚS Á ÍSLANDI Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Nú er kominn sá tími árs að þeir fjölhæfu meistarar áhuga- leikhúsanna fari að gyrða sig í brók og búa sig undir að æfa fyrstu takta tilvonandi sýninga þessa misseris. Eða vinna bak við tjöldin. Áætlaður æfingatími er um 6-8 vikur og í kjölfarið gleður meistaraverkið þá sem á horfa til jafns við þá sem koma að því. Yfirlit áhugaleikhúsa – ef þig langar að vera með Áhugaleikhús má finna víða um land, allt frá höfuðborgarsvæðinu til Hornafjarðar – en fyrir forvitna og þá sem áhuga hafa – samkvæmt upplýsingum frá Herði Sigurðarsyni, framkvæmdastjóra Bandalags íslenskara leikara, eru aðildarfélögin eftirfarandi: • Freyvangsleikhúsið Eyjafirði • Halaleikhópurinn Reykjavík • Hugleikur Reykjavík • Leikdeild UMF. Gnúpverja • Leikfélag A-Eyfellinga • Leikfélag Blönduóss • Leikfélag Dalvíkur • Leikfélag Fjallabyggðar • Leikfélag Flateyrar • Leikfélag Fljótsdalshéraðs • Leikfélag Hafnarfjarðar • Leikfélag Hofsóss • Leikfélag Hólmavíkur • Leikfélag Hörgdæla • Leikfélag Hornafjarðar • Leikfélag Húsavíkur • Leikfélag Hveragerðis • Leikfélag Keflavíkur • Leikfélag Kópavogs • Leikfélag Mosfellssveitar • Leikfélag Norðfjarðar • Leikfélag Ölfuss • Leikfélag Rangæinga • Leikfélag Sauðárkróks • Leikfélag Selfoss • Leikfélag Seyðisfjarðar • Leikfélag Sólheima • Leikfélag Vestmannaeyja • Leikfélagið Borg • Leikfélagið Grímnir Stykkishólmi • Leikfélagið Skagaleikflokkurinn Akranesi • Leikfélagið Sýnir sem starfar á landsvísu • Leikflokkur Húnaþings vestra • Leikhópurinn Lopi á Suðurlandi • Litli Leikklúbburinn Ísafirði • Stúdentaleikhúsið Reykjavík • Umf. Biskupstungna Leikdeild Bláskógabyggð • Umf. Dagrenning Leikdeild Lundarreykjadal • Umf. Efling Suður- Þingeyjarsýslu • Umf. Íslendingur Leikdeild Skorradalshreppi • Umf. Reykdæla Logalandi • Umf. Skallagrímur Leikdeild. Allir geta lagt hönd á plóg Það er þá úr nógu að moða fyrir þá sem hafa hug á að leggja leiklistina fyrir sig, en einnig er vert að benda á störf þeirra er sjá um uppsetningu leikmyndar, smíðar, saumaskap, ljós, hljóð, tónlist eða í raun allt það sem viðkemur sviðslistum. Þar vantar að sjálfsögðu snillinga líka og um að gera að hafa samband ef áhugi er fyrir því að fá að vera með. Eins og einhver sagði – áhugaleikhúsin eru nær einu félagasamtökin sem ekki kostar í, þar er allur aldur velkominn og allir sem geta lagt hönd á plóg. Þjónustumiðstöð BÍL veitir aðstoð á margan hátt Ágætt er að vita að í þjónustumiðstöð BÍL (Bandalags íslenskra leikara) sem er á Kleppsmýrarvegi 8, 104 Reykjavík, er að finna stærsta leikritasafn landsins fyrir þá er hyggja á að setja upp leikrit. Starfsfólk miðstöðvarinnar aðstoðar við útvegun sýningar leyfa og sér um innheimtu höfundar- greiðslna, auk þess að veita aðra ráðgjöf, en síminn hjá BÍL er 551- 6974. Lista yfir leikstjóra má svo finna á vefsíðunni www.leiklist. is undir flipanum Þjónusta og um að gera að kynna sér feril þeirra og fjölbreytileika. Staðan þessa dagana Eitthvað er um að leikfélögin séu þegar komin með næsta verkefni, ráðningar leikstjóra eru í pípunum og eftirvænting hjá meðlimum. Eins og staðan er núna hafa þessi leikhús hafið uppsetningu á eftirfarandi verkum: • Leikfélag Hveragerðis: Benedikt búálfur, • Leikfélag Keflavíkur: Ronja ræningjadóttir, • Leikfélag Sauðárkróks: Skilaboðaskjóðan, • Leikfélag Fljótsdalshéraðs: Gulleyjan (eftir Robert Louis Stevenson) • Leikfélag Kópavogs: Tvö Dario Fo verk - Betri er þjófur í húsi en snurða á þræði/Lík til sölu Leikfélag Hörgdæla áætlar að setja verkið Stelpuhelgi í sýningu eftir áramótin eða í febrúar 2023. Leikfélag Vestmannaeyja er einnig með hugmyndir um barnaleikrit nú með haustinu á borð við Ávaxtakörfuna og hefur þegar ráðið leikstjóra til starfa. Allar horfur eru því á góðu leikári og áhugasamir hvattir til að vera í sambandi við leikhúsin, hvort sem um ræðir að kaupa miða á sýningar, aðstoða við uppsetningu leikmynda, ljósa, hljóðhönnun eða annars, til dæmis því að spreyta sig á sviðinu. /SP Áhugaleikhúsin hefja starfsemi sína að nýju: Titringur í lofti & tilhlökkun í hjörtum sviðslistafólks Fyrsti kossinn – Keflavík Stúart litli – Mosfellssveit Rúi og Stúi – Kópavogur Beint í æð – Selfoss Nei, ráðherra – Sauðárkrókur Leitin að sumrinu – Sólheimar Pétur Pan – Húnaþing vestra Ef væri ég gullfiskur – Reykholt Kardimommubærinn – Eyjafjörður Hér má líta á myndir frá loknu leikári, en mikið var um glaum og gleði á þessu fyrsta ári eftir faraldur Covid-veirunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.