Bændablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 51

Bændablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022 REKI EHF ER STOLTUR UMBOÐSAÐILI DONALDSON Á ÍSLANDI. EIGUM MIKIÐ ÚRVAL AF SÍUM Á LAGER. Skemmuvegur 46 Sími: 562 2950 www.reki.is 200 KópavogurReki ehf Netfang: elfar@reki.is, kris tinn@reki.is, tryggvi@reki.is Varahlu�r í Bobcat Í fyrrahaust var haldin fyrsta ullarvikan á Suðurlandi. Þá var heilli viku varið til að vinna með, skoða og kenna á ull og vinnu með hana. Hátíðin var haldin í tilefni þess að handverks- hópurinn í Þing- borg hafði starfað með ullarvörur í 30 ár og komu Spunasystur, Upp- spuni og nokkrir aðilar til viðbótar að hátíðinni til að gera hana sem veglegasta. Óhætt er að segja að viðburðurinn vakti mikla athygli, bæði hérlendis og eins utan landsteinanna og því ætlum við að endurtaka leikinn nú í október. Af hverju er ull mikilvæg? Sauðkindin hefur fætt okkur og haldið á okkur hita frá landnámi Íslands árið 874 eða í 1.148 ár. Það eina sem almennilega virkar í kulda og trekk er ull og þetta vitum við Íslendingar enda erum við svo ótrúlega heppin að hafa alltaf notað ull og því kunnum við að meta hana. Við klæðumst henni þegar við vitum að við eigum kalda ferð fram undan. Ullarfötum er pakkað með í útileguna. Ullarföt fylgja náttfatnaði þegar farið er til fjalla. Ullarteppi er haft í bílnum þegar við ferðumst og svo mætti lengi telja. En íslenska ullin hefur í raun ótalmarga eiginleika sem fólk kannski áttar sig ekki alltaf á og við viljum gjarnan leyfa fólki að kynnast henni betur og þeirri dásamlegu skepnu sem framleiðir hana; sauðkindinni. Ullin er vatnsfráhrindandi, einangrandi, lífræn, endurvinnanleg og náttúrulega niðurbrjótanleg. Ullina má nota í prjónaband, þæfingu, vefnað, hekl, útsaum, til að lita, sem áburð, einangrun, til uppgræðslu og í sannleika sagt teljum við að enn séu verkefni sem ullin gæti leyst, en okkur hefur ekki dottið í hug enn þá að beita henni til þess. Þegar síðan ullin er fullnýtt og orðin gatslitin má setja hana í endurvinnslutunnuna, því hún jarðgerist á lífrænan hátt. Ullin er magnað hráefni og til svo margs nothæf. Þetta er ástæðan fyrir því að við ætlum að halda aðra viku íslensku ullinni til heiðurs á Suðurlandi nú í október. Hverjir halda Ullarvikuna? Þeir sem koma að ullarvikunni eru handverkshópar og framleiðendur ullar, bændur og ræktendur. Þetta eru fyrst og fremst, í öfugri stafrófsröð; Þingborg, Uppspuni, Spunasystur, Hespuhúsið og Feldfjárræktarfélagið Feldfé. Þessir aðilar sjá um utanumhald og skipulag en síðan koma fjölmargir aðrir við sögu og bjóða upp á opin hús, tilboð, kynningar, sýningar og fleira. Þá er ekki síst að telja til sauð- fjárbændur í Rangárvallasýslu og Árnessýslu sem sumir ætla að opna fjárhús sín og leyfa fólki að sjá fallegt, litríkt og ullargott fé. Hvað er um að vera í Ullarvikunni? Nákvæma dagskrá og staðsetningu viðburða má finna á heimasíðunni okkar; www.ullarvikan.is, og á Facebook undir sama nafni, en í grófum dráttum kemur ull og/eða kind við sögu alla dagana. Flestar uppákomur má finna sem viðburði á Facebook og eru þeir útskýrðir þar nákvæmlega. Til að veita smá innsýn þá byrjar hátíðin með degi sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu laugardaginn 1. október þar sem lömb eru dæmd og raðað eftir holdfyllingu ásamt ýmsum öðrum atriðum. Síðan fylgir hver dagurinn öðrum með fjölbreyttum viðburðum, þar sem litasýning sauðfjár opnar gleðina í Árbæjarhjáleigu sunnudaginn 2. október og síðan lýkur ullarvikunni með markaði í félagsheimilinu við Þingborg (Árnessýslu) sunnudaginn 9. október. Dagana á milli verður afar fjölbreytt dagskrá. Spunasystur eru handverkskonur sem hafa tekið ullarvinnslu á hærra stig og víkkað þekkingu sína og færni mikið. Þær eru margar búnar að opna vinnustofur heima hjá sér og ætla að hafa opið hús í þeim og bjóða gestum að heimsækja sig tvo daga á ullarvikunni. Boðið er upp á námskeið í ýmsu sem tengist ullarvinnslu og einnig verða fyrirlestrar og sýningar þar sem fólk getur fræðst og glatt augað. Það verður opið í búðunum í Þingborg, Uppspuna og Hespuhúsinu alla dagana en einnig uppákomur, tilboð og viðburðir þar og á fleiri stöðum og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi til að kíkja á og fræðast um eða gleðjast yfir. Þarna gefst gott tækifæri til að hitta annað fólk með sömu áhugamál, setjast niður í Prjónakaffihúsið og prjóna í góðum félagsskap, ræða um ull og ullargæði, sauðfjárliti, feldfjárrækt, sauðfjárrækt, prjónaskap, garntegundir og allt það sem tengist ull og prjóni eða hekli. Þar sem að ull hefur spunnið sinn þráð í sögu Íslendinga frá landnámi, þá ætlum við líka að bjóða upp á víkingastemningu þar sem víkingaklæddar konur sýna handverk frá þeim tíma sem víkingar riðu um héruð eða sigldu um heimsins höf. Sjón er sögu ríkari og því um að gera að taka sér bíltúr á Suðurlandið og kíkja á þessa staði og uppgötva leyndardóma íslensku ullarinnar. Hlökkum til að sjá ykkur. Hulda Brynjólfsdóttir, fyrir hönd undirbúningsnefndarinnar. fjölbreytt dagskrá og námskeiðaskráning á www.ullarvikan.is Hulda Brynjólfsdóttir. ULLARVIKAN 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.