Bændablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022 Stjórn og starfsfólk Bænda- samtaka Íslands ásamt fulltrúum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) lögðu land undir fót og héldu bændafundi hringinn í kringum landið undir yfirskriftinni „Samtal um öryggi“ dagana 22.–26. ágúst sl. Var þetta annað árið í röð þar sem svona ferð er farin og mættu mörg hundruð bændur á þá ellefu fundi sem haldnir voru víðs vegar um landið. Yfirskrift ferðarinnar vísaði til afkomuöryggis bænda, fæðuöryggis og matvælaöryggis enda bændur mikilvægur hlekkur í afkomu þjóðar. Almennt var andinn góður á fundum og voru skoðanaskipti og umræður hreinskilnar eins og bænda er siður. Stiklað var á stóru eins og tími og umfang leyfði og má þar helst nefna umræður um búvörusamninga, samningsmarkmið og ferlin fram undan, umræður um afurðaverð og afkomu bænda, nýliðun í landbúnaði, umhverfismál, gripagreiðslur og húsnæðismál Bændasamtakanna, svo eitthvað sé nefnt. Helsti ávinningur þessarar ferðar var þó að stjórn og starfsfólk BÍ fékk tækifæri til að hlusta á og ræða við bændur. Slíkt þéttir raðirnar og vilja starfsmenn Bændasamtakanna þakka bændum sérstaklega fyrir brýningar, hvatningu og stuðning sem þeir fundu glögglega fyrir. Hér má finna svipmyndir frá fundunum. /HS AF VETTVANGI BÆNDASAMTAKANNA Eftir erfiða tíma undanfarin ár eru jákvæð teikn á lofti fyrir sauðfjárbændur. Þrátt fyrir að rekstraraðstæður verði áfram erfiðar er ljóst að ákveðnum áfanga hefur verið náð í að draga úr framboði á lambakjöti. Röskleg hækkun á afurðaverði, 35% hækkun á milli ára, sendir skýr skilaboð um að ekki skuli draga meira úr heildarframboði heldur sé nú eftirspurn meiri en framboð. Þessi breyting hefur þó ekki gerst að sjálfu sér og má segja að blóð, sviti og tár liggi þar að baki. Á milli áranna 2016 og 2021 fækkaði sauðfé í landinu um 19%, framleiðsla á lambakjöti dróst saman um tæplega 9% og sauðfjárbændum fækkaði einnig mikið á þessum tíma, um 18%. Tölur fyrir 2022 hafa ekki verið teknar saman en nær öruggt er að þessi þróun hafi haldið áfram á þessu ári. Þessi samdráttur í sauðfjárrækt undanfarin ár hefur nú leitt til þess að kjötbirgðir í enda júlí hafa ekki verið minni árum saman. Ef rýnt er í framleiðslu og sölu frá upphafi síðustu sláturtíðar og fram til enda júlí ársins í ár sést að lítið sem ekkert verður eftir af birgðum í upphafi sláturtíðar í ár. Í raun sýna útreikningar að birgðastaðan sé þegar neikvæð en samkvæmt Mælaborði landbúnaðarins voru birgðir af kindakjöti 768 tonn í enda júlímánaðar. Meðalsala og útflutningur síðustu fjögurra mánaða var 721 tonn. Þessu vilja afurðastöðvarnar að sjálfsögðu sporna gegn enda setur það áætlanir þeirra um sölu næsta árs í uppnám. Hagræðingar síðustu ára í sauðfjárrækt hafa leiðrétt erfiða stöðu á markaðnum og fært markaðsvald í meira mæli aftur til bænda. Erfitt er að segja hvernig komandi tímar eiga eftir að vera og óþarft er að minna bændur á hversu skjótt veður skipast í lofti. Hins vegar er ærin ástæða til að líta yfir farinn veg og horfa á komandi tíma björtum augum. Sverrir Falur Björnsson, hagfræðingur BÍ Sverrir Falur Björnsson. Ærin ástæða til bjartsýni hjá sauðfjárbændum Á milli áranna 2016 og 2021 fækkaði sauðfé í landinu um 19%, framleiðsla á lambakjöti dróst saman um tæplega 9% og sauðfjárbændum fækkaði um 18%. Lítið sem ekkert verður eftir af birgðum í upphafi sláturtíðar í ár. Í raun sýna tölur að birgðastaðan sé neikvæð í lok júlí eins og hér sést. Heimild: Hagstofa Íslands, Mælaborð Landbúnaðarins Þannig að í stað þess að versla nýtt tekur við kerfi þar sem úrgangur vöru er meðhöndlaður með þeim hætti að efniviðurinn henti sem hráefni í nýja framleiðslu. Bændur vilja leggja sitt af mörkum til að draga úr losun Samkvæmt losunarbókhaldi Umhverfisstofnunar var landbúnaður uppspretta 13% af losun Íslands árið 2019. Losunin hefur dregist saman um 6% milli 1990-2019 og hefur verið að dragast áfram saman. Gróðurhúsalofttegundirnar frá landbúnaði eru aðallega metan (vegna iðragerjunar) og glaðloft (vegna nytjajarðvegs). Stærsti hluti losunar frá landbúnaði (60% árið 2019) kemur frá búfé (iðragerjun og meðhöndlun húsdýraáburðar) og 39% frá nytjajarðvegi. Losunin hefur haldist nokkuð stöðug eða á milli 600-700 kt. Co2- íg. á síðustu áratugum. Bændur vilja leggja sitt af mörkum til að draga úr losun í landbúnaði og hafa m.a. tekið þátt í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður og komið á laggirnar verkefninu Kolefnisbrúin sem hefur þann megintilgang að binda kolefni og skapa framleiðsluvottaðar kolefniseiningar í þágu eigin rekstrar eða selja á markaði til fyrirtækja eða fjárfesta. Þá hafa fulltrúar Bændasamtakanna tekið þátt í mótun aðgerðaráætlunar stjórnarráðsins um fimm aðgerðir sem lagðar eru fram til að draga úr losun frá landbúnaði og er þá ekki einvörðungu verið að stefna að aðgerðum sem varða búfjárhald heldur einnig sem nýr að notkun áburðar. Unnið er að því að auka framleiðslu á íslensku grænmeti, auka fjármagn í lífræna framleiðslu og unnið að því markmiði að íslensk garðyrkja verði kolefnishlutlaus eigi síðar en árið 2040. Garðyrkjubændur vinna nú að því að byggja upp þekkingu á losun og bindingu kolefnis, unnið að bættri meðhöndlun og nýtingu aðfanga og áburðar, aukinni sjálfbærni og öðrum aðgerðum sem miða að því að kolefnisjafna búskap. Jöfn tækifæri til að stuðla að eflingu hringrásarhagkerfisins Hinn 29. mars síðastliðinn auglýsti umhverfis-, orku- og loftslags- ráðuneytið eftir umsóknum lögaðila um styrki til verkefna sem stuðla að eflingu hringrásarhagkerfisins á Íslandi. Var þetta í annað sinn sem ráðuneytið auglýsir eftir umsóknum og var um 230 milljónir króna að ræða í heildarstyrksupphæð en aldrei hærri en 20 milljónir króna til hvers lögaðila. Um þennan styrk sóttu um sex garðyrkjubændur sem allir sem einn fengu neitun á styrkumsókn sinni um að endurnýta áburðarvatn í framleiðslu sinni. Markmið sem ætti að vera ofarlega á forgangslista landbúnaðarins og er einnig í samræmi við áherslur stjórnarsáttmála og stefnu umhverfisráðherra í úrgangsmálum sem er eitt lykilgagna við innleiðingu hringrásarhagkerfis á Íslandi. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur m.a. fram að ýta þurfi undir framtak og frumkvæði bænda með fræðslu, ráðgjöf, þróun og nýsköpun. Styrkveiting til verkefna sem stuðla að eflingu hringrásarhagkerfisins talar beint inn í núverandi stjórnarsáttmála og veitir bændum tækifæri á að láta verkin tala. Því það er nefnilega þannig að stórefla átti íslenska garðyrkju með því að skapa „jarðveg tækifæra“ eins og það var svo fallega orðað í núverandi stjórnarsáttmála. Í markmiðum styrkveitingarinnar er talað um að draga eigi úr myndun úrgangs, efla tækifæri í endurskoðun úrgangs sem næst upprunastað og stuðla að aukinni endurvinnslu og endurnýtingu úrgangs sem fellur til. Þá liggur kannski beinast við að spyrja – er raunverulega verið að hugsa um eflingu innan garðyrkjunnar á Íslandi? Eiga efndir aldrei að fylgja orðum? Á meðan þá bíðum við bara prúð á hliðarlínunni og bíðum eftir því að einhver muni eftir landbúnaði þessa lands. Guðrún Birna Brynjarsdóttir sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands Jarðvegur tækifæra? Guðrún Birna Brynjarsdóttir. Síðustu ár hefur rutt sér til rúms umræða um hringrásarhagkerfi og nauðsyn þess að færa framleiðslu og neyslu frá hinu hefðbundna hagkerfi nútímans yfir í hagkerfi sem byggir á hringrás, þ.e. að lágmarka úrgang og hámarka nýtingu auðlinda. Svipmyndir úr fundaferð Stjórn og starfsfólk Bændasamtakanna við skógarböðin. Stund milli stríða. Afkomuöryggi var rætt á Flúðum.Gunnar Þorgeirsson fór með tölu á Breiðumýri í Þingeyjarsveit. Samningsmarkmið búvöru- samninga voru rædd í Bláin á Eiðavöllum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.