Bændablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022 FRÉTTASKÝRING Nýliðun í landbúnaði: Endurnýjun innan bændastéttarinnar forsenda fæðuöryggis – Erfiðleikar við kynslóðaskipti hamla því að eldri bændur geti dregið sig í hlé og ungt fólk komist að. Á síðustu misserum hafa þjóðir heims áttað sig á því hversu mikilvægur landbúnaður er til þess að tryggja næga fæðu fyrir íbúa hvers lands. Til þess að Ísland geti tryggt þegnum sínum öruggt aðgengi að fæðu þarf innlendur landbúnaður að vera öflugur. Það gerist ekki nema endurnýjun í bændastéttinni sé eðlileg. Nýliðun í bændastéttinni er þrautarganga sem nauðsynlegt er að auðvelda. Samkvæmt tölum frá 2021 er meðalaldur bænda á bilinu 55-60 ár; mismunandi eftir búgreinum. Steinþór Logi Arnarson, formaður Samtaka ungra bænda (SUB), segir að stefna samtakanna sé að sem fæstar hindranir séu fyrir ungt fólk sem vill komast í búskap. „Það hefur alltaf verið þannig og mun verða þannig um ókomin ár að fólk þarf að borða. Hverri þjóð er mikilvægt að framleiða sín matvæli því það er ekki forgangur neinnar þjóðar að flytja út matvæli þegar kreppir að. Þá er gott fyrir sjálfstæða Íslendinga að innlendur landbúnaður standi á traustum stoðum því honum er ekki lyft undir fót á einni nóttu ef það þarf.“ Nauðsynlegt sé að sjá til reglulegrar endurnýjunar bændastéttarinnar til þess að tryggja fæðuöryggi. Því þarf að greiða götu þeirra sem vilja leggja fyrir sig landbúnaðarstörf enn frekar. Steinþór Logi bendir á að bæði sé áskorun að verða bóndi og að vera bóndi. Ekki eins og hver önnur vinna Í sama streng tekur Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands (BÍ). Hún þakkar fyrir að til séu ungir einstaklingar sem hafi áhuga á að fara í búskap, þó svo að afkoman sé slæm og stofnkostnaðurinn hár. „Þetta er ekki eins og að byrja í hefðbundinni vinnu, heldur er eina leiðin til að hefja þennan starfsferil að eiga nægilegt eigið fé.“ Hjá BÍ er reglulega bent á mikilvægi nýliðunar í landbúnaði og án hennar mun ekki vera hægt að tryggja fæðuöryggi og byggðafestu í landinu. „Til að tryggja nýsköpun og innleiða nýjar framleiðsluaðferðir verðum við að sjá til þess að nýliðun eigi sér stað í atvinnugreininni,“ segir Vigdís. Hún bætir við að á tímum heimsfaraldurs, stríðs og brostinna aðfangaleiða hefur sannast enn frekar hversu mikilvægt er að stunda staðbundna matvælaframleiðslu til þess að tryggja aðgengi að matvælum. Félagslegar aðstæður og lágar tekjur SUB benda líka á að hæg endurnýjun fólks í landbúnaði hafi keðjuverkandi áhrif á samfélagsgerð. Fátt barnafólk gerir það að verkum að erfitt verður að viðhalda góðu félagslegu umhverfi í sveitum landsins sem og eðlilegum aðstæðum til barnauppeldis. Þegar starfsemi leik- og grunnskóla er ekki tryggð og langt er að sækja grunnþjónustu bresta þær forsendur sem ungt fólk gerir til eðlilegs fjölskyldulífs. Þuríður Lillý Sigurðardóttir hefur verið að vinna að því að taka við sauðfjárbúi foreldra sinna undanfarin tvö ár. Hún og maðurinn hennar þurfa bæði að sækja vinnu í þéttbýli til þess að geta staðið undir rekstri búsins. „Staðan er þannig í dag að nær allir sauðfjárbændur vinna utan bús,“ segir Þuríður Lillý. Þeir örfáu sauðfjárbændur sem hún veit til að vinni alfarið á búinu eigi maka sem afla góðra tekna utan heimilis. „Aðstæður geta orðið mjög erfiðar þegar komið er í afskekktar sveitir þar sem erfitt er að sækja sér vinnu,“ segir Þuríður Lillý. Jarðir sem eru fjarri þéttbýli séu því mun líklegri til að fara í eyði. Þau dæmi sem Þuríður Lillý þekkir af ungum bændum sem eru að taka við búrekstri hafa eingöngu gengið upp ef báðir aðilarnir vinna utan heimilis. „Það gerir það að verkum að fólk er ekkert endilega að sækjast í búskap þegar það getur farið í einhverja betur launaða vinnu með betri aðstöðu, fríðindi og sveigjanleika.“ Lítill hvati til að víkja Þuríður Lillý segir að til þess að sauðfjárbúið hennar geti staðið undir lánagreiðslum þurfi söluverðið á jörðinni að vera svo lágt að það stendur nær ekkert eftir þegar búið er að greiða fjármagnstekjuskatt. En þá blasir við óumdeilt flækjustig. „Fyrir föður minn, sem hefur byggt búið upp frá því að hann var rúmlega tvítugur, þá er búið hans ævistarf og lífeyrissjóður. Hann fær ekkert fyrir sitt ævistarf nema að hann verðleggi búið hærra, en þá get ég aldrei staðið undir því. Það er því alltaf annar hvor aðilinn sem kemur illa út úr svona sölu eins og staðan er í dag,“ segir Þuríður og á þá sérstaklega við um sauðfjárbú. Skattbyrði þrúgandi Þuríður segir stöðuna aðeins skárri þegar kemur að kúabúum, en hún sé langt frá því að vera góð. Bændablaðið heyrði í bændum á kúabúi á Vestfjörðum hvar ábúendaskipti hafa verið í vinnslu í nokkur ár. Þar var stöðunni lýst þannig að eldri bóndinn fengi svo mikinn tekjuskatt við söluna á búinu að hann færi á hausinn sama dag. Í slíkri stöðu er lítill hvati til að halda búskap á jörðinni þegar eldri kynslóðin þarf að láta af störfum og mun auðveldara að selja kvóta, skepnur og tæki hvert í sínu lagi. Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is Vegur ungs fólks í búskap er þyrnum stráður. Ef stjórnvöld vilja tryggja fæðuöryggi þarf að sjá til þess að einhverjir vilji taka við keflinu þegar eldri bændur bregða búi. Jónas Davíð Jónasson, formaður FUBN og gjaldkeri SUB, kallar eftir því að eldri bændur geti vikið með reisn. Mynd /Aðsend Haukur Marteinsson fór nýlega í búskap og segir nýliðunarstyrkinn hafa hjálpað mikið. Mynd /Aðsend Arnar Már Elíasson, settur forstjóri Byggðastofnunar, segir að 90% lán sem standi ungum bændum til boða hafi breytt miklu. Mynd /SP Magnús Leópoldsson fasteignasali bendir á að þegar búskapur er lagður niður á jörðum sé ólíklegt að hann verði endurreistur. Mynd /Aðsend
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.