Bændablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022 Ufangsmesta lóðrétta ræktun (vertical farming) heims er stunduð í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, í húsnæði sem er rúmlega 330 þúsund fermetrar með ársframleiðslu á salati upp á rúm 900 þúsund kíló á ári. Um þessa risavöxnu garðyrkju- stöð var fjallað í vefmiðlinum Fast Company í sumar. Þar kemur fram að sé gengið inn í matvöruverslun í borginni séu allar líkur á að salat og grænmeti sem þar er í boði sé innflutt frá Evrópu, þar sem ræktarland og aðgengi að vatni til ræktunar sé þar afar takmarkað. Talið er að um 90 prósent af öllum matvælum í landinu séu innflutt, en nálægt tíu milljónir manna búa þar. Mikil stærðarhagkvæmni Garðyrkjustöðin heitir ECO 1 og er staðsett nálægt flugvellinum í Dubai. Ýmsar salattegundir eru ræktaðar í stöðinni, til að mynda klettasalat og spínat. Bygging stöðvarinnar var samstarfsverkefni Crop One, fyrirtækis sem sérhæfir sig í lóðréttri ræktun nálægt Boston í Bandaríkjunum, og fyrirtækisins Emirates Flight Catering, sem leggur flugfélaginu Emirates Airlines til matvæli og hráefni til matargerðar. Mikil stærðarhagkvæmni er talin vera fólgin í rekstri á mjög stórum garðyrkjustöðvum með lóðrétta ræktun innandyra, þar sem sjálfvirk stýring er á öllum þáttum ræktunarinnar; meðal annars lýsingu, rakastigi og næringargjöf. Haft er eftir Craig Ratajczyk, forstjóra Crop One, í umfjöllun Fast Company að stöðin hafi reynst vera mjög arðvænleg. Einstaklega umhverfisvænt Stöðin er sögð mjög umhverfisvæn í mörgu tilliti, til dæmis nýtingin á vatni sem er talin vera afburðagóð – um 95 prósenta minni vatnsnotkun en í sambærilegri útiræktun. Þá er engin þörf á notkun á skordýraeitri né illgresiseyði því ræktunin fer fram í lokuðu ræktunarkerfi. Sem stendur er stöðin knúin með hefðbundnum orkugjöfum, en stefnt er á að skipta yfir í sólarorku í framtíðinni. Í Abu Dhabi, annarri borg í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum, er stefnt að því að reisa aðra risastöð og hafa stjórnvöld þar fjárfest fyrir um 100 milljónir bandaríkjadala í verkefninu. Þar er gert ráð fyrir að hluti fjármagnsins fari í að setja upp rannsóknarmiðstöð til þróunar á enn hagkvæmari leiðum til lóðréttrar ræktunar. Talið er að þessi tegund ræktunar muni ryðja sér mjög til rúms á heimsvísu á næstu árum. /smh Kartoffelmelcentralen, eða KMC, er samvinnufélag í eigu danskra kartöflubænda og sérhæfir sig í framleiðslu á afurðum úr kartöflupróteini og -sterkju. Fyrirtækið er eitt að af þeim stærstu í sinni grein í heiminum og framleiðir 60 ólíka afurðaflokka sem nýttir eru í matvælaiðnaði víða um heim. Markmið fyrirtækisins er að þróa og framleiða hráefni úr kartöflum sem má nota í matvælaiðnaði í staðinn fyrir dýraafurðir eins og ýmis íblöndunarefni í osti, gelatín í sælgætisiðnaði og sem hráefni í grænmetisrétti sem eiga að líkjast kjöti. Hugo Nielses, forstöðumaður viðskiptasviðs KMC, sagði við Bændablaðið að markmið fyrirtækisins væri að framleiða vörur sem spornuðu gegn loftslagsbreytingum, hungri í heiminum og stuðluðu að auknum líffræðilegum fjölbreytileika. „Þetta gerum við meðal annars með því að draga úr notkun á plöntuvarnarefnum og orku og nýta afgangshráefni og breyta því í verðmæti.“ Kartöfluræktun með lágt kolefnisspor „Hráefnið í framleiðslu sína fær fyrirtækið frá jóskum kartöflubændum sem rækta kartöflur sérstaklega samkvæmt samningi við KMC og oft í fremur rýrum jarðvegi sem ekki nýtist vel til annarrar ræktunar. Kolefnisspor kartöfluræktunar er lágt og styður því vel við markmið fyrirtækisins að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og á sama tíma að draga úr losun viðskiptavina þess með nýtingu afurðanna sem það framleiðir. Vinnsla fyrirtækisins afkastar um milljón tonnum af kartöflum á ári,“ að sögn Nielsen. Níutíu ára saga Fyrirtækið var stofnað árið 1933 eftir að danska ríkið fór þess á leit við bændur að þeir ræktuðu meira af kartöflum til að mæta aukinni þörf landsins fyrir sterkju. Í upphafi var tilgangur KMC að selja framleiðslu sjö verksmiðja sem framleiddu sterkju úr kartöflum með sérleyfi frá danska ríkinu. Það hefur verið starfandi í tæp 90 ár og frá upphafi sérhæft sig í framleiðslu afurða sem unnin eru úr kartöflum. Í dag framleiðir það meðal annars prótein og sterkju sem er selt til yfir 80 landa og flytur út um 90% framleiðslunnar og er Kína stærsti viðskiptavinur þess. Árið 1988 var sett á laggirnar þróunardeild innan fyrirtækisins til að vinna að bættum gæðum framleiðslunnar og þróa nýjar afurðir. Á tíunda áratug síðustu aldar var lögð megináhersla á framleiðslu afurða sem nýst gætu í matvælaiðnaði og markaðssetningu þeirra á alþjóðamarkaði. Árangurinn var góður og árið 2003 var byggð ný verksmiðja til að mæta aukinni sölu á kartöflusterkju. „Kjötbollur“ úr kartöflupróteini Meðal þróunarverkefna sem unnið er að í dag er kartöfluprótein sem gæti komið í staðinn fyrir soja og baunir í grænmetisréttum sem eiga að líkjast kjöti. Undirritaður smakkaði í sumar „kjötbollur“ sem gerðar eru úr kartöflupróteini og matreiddar í tilraunaeldhúsi KMC. Áferð þeirra er ótrúlega lík kjötbollum og bragðið gott þrátt fyrir að aðeins hafi vantað upp á að það væri eins og kjötbollur sem búnar eru til úr kjöti. / VH Prótein- og sterkjuvinnsla úr kartöflum: Hráefni sem getur komið í staðinn fyrir dýraafurðir UTAN ÚR HEIMI Norski áburðarframleiðandinn sendi nýlega frá sér tilkynningu þar sem sagt var frá áformum þeirra um að minnka framleiðslu á ammoníaki í Evrópu. Þetta eru viðbrögð Yara við gasverði sem sjaldan hefur verið jafnhátt á Evrópumarkaði. Í september 2021 sendi Yara frá sér tilkynningu þess efnis að ammoníakframleiðsla á þeirra vegum í Evrópu myndi dragast saman um 40% vegna hækkaðs gasverðs. Með þessum nýjasta samdrætti munu evrópskar verksmiðjur Yara einungis starfa við 35% afkastagetu. Gasverð hefur verið í hæstu hæðum í Evrópu undanfarin misseri og hefur norski áburðarframleiðandinn ákveðið að bregðast við því með flutningi á hluta sinnar framleiðslu á ammoníaki. Framleiðsla á nítrati mun því þurfa að reiða sig í auknum mæli á innflutt ammoníak. /ÁL Stærsta garðyrkjustöð heims í lóðréttri ræktun: Framleiðir rúm 900 þúsund kíló af salati á ári Yara færir framleiðslu frá Evrópu Yara heldur áfram að bregðast við háu gasverði með samdrætti á framleiðslu ammoníaks. Garðyrkjustöðin risavaxna í Dubai. Mynd/ Crop One „Kjötbollur“ úr kartöflupróteini sem búnar eru til í tilraunaeldhúsi KMC. Mynd / VH Pitsuostur, unninn með kartöflusterkju. Mynd / KMC Jóskir bændur rækta sterkjuríkar kartöflur fyrir KMC. Mynd / KMC Sýnishorn af lóðréttri ræktun. Mynd / Wikimedia Commons Gönguleið hefur áhrif á helti Þegar kýr eru á beit þurfa þær auðvitað að ganga til og frá fjósinu til þess að komast á beitarstykkið. Oft eru þessar gönguleiðir kúnna malarbornar, svo þær vaðist ekki upp, en það skiptir þó verulegu máli hvernig staðið er að frágangi á þessum gönguleiðum. Þetta var sérstaklega skoðað í írskri rannsókn þar sem gerður var samanburður á tíðni helti kúa og frágangi á gönguleiðum 99 kúabúa. Í ljós kom að þar sem finna mátti lausa steina á helstu gönguleiðum kúnna, þar var meira um helti. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að þar sem voru rimlar framan við inngang inn í fjósin, sem oft er á búum sem beita mikið, eins og t.d. írskum kúabúum, þar var einnig meira um helti. Þetta kemur líklega fæstum á óvart enda eru kýr ekki sérlega liprar á sér og eiga ekki auðvelt með að sveigja fram hjá ójöfnum við göngu sína. Þegar þær misstíga sig, t.d. þegar þær stíga óvart á stein eða misfellu í undirlaginu eins og á rimlum, getur það orsakað skaða á sólanum eða hvítu línunni sem tengir sólann við klaufvegginn /Magasinet Kvæg-SNS Kýr eru ekki sérlega liprar á sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.