Bændablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022 KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is ALLAR STÆRÐIR AF CAT RAFSTÖÐVUM Gerðu kröfur - hafðu samband við Karl í síma 590 5125 og kynntu þér þína möguleika. Stöðvar í gám ROXEN Ett av våra funkishus som kan ses såväl i stadsmiljön lika väl som på landet. Huset har öppna ytor och en stor entré till köket med ryggåstak, varifrån du ser genom huset till uteplats och trädgård. Fyra sovrum, varav ett masterbedroom passar den stora familjen. Allrummet kan även väljas som sovrum. Väl tilltagna klädkammare och ett stort badrum. 1-planshus Boyta: 164 m2 Sovrum: 4-5 Kök, vardagsrum Tvättstuga WC/dusch: 2 1-PLANSHUS VÄLJ DIN EGEN PLANLÖSNING Húsið er með gluggum frá gólfi upp í loft auk mikillar lofthæðar í eldhúsi og stofu. Einnig sést vel út í garð og á pallinn. Fjögur svefnherbergi, þar af eitt stórt hjónaherbergi með stóru fataherbergi og stóru baðherbergi. Breytingar á herbergjaskipan hússins eru kaupendum að kostnaðslausu. Hentug hús um land allt - Aðeins til sölu á Íslandi! 1-PLANSHUS VÄLJ DIN EGEN PLANLÖSNING ROXEN Frekari upplýsingar gefur sölustjóri á Íslandi - Hinrik Gunnarsson Veffang: hinrik@floodstra.com · Sími: 0046 705741099 · Vefsíða: www.floodstra.com/ Floods Trähus Dagana 17.-19. ágúst síðastliðinn héldu Samtök norrænna bænda- samtaka, NBC, vinnufund í Seinӓjoki í Finnlandi. Fundurinn, sem var vel sóttur, vakti athygli fjölmiðla í Finnlandi. Formenn finnsku og dönsku Bændasamtakanna héldu erindi, farið var yfir alþjóðamál í landbúnaði, ungir bændur á Norðurlöndunum fóru yfir sína starfsemi og finnski landbúnaðarráðherrann, Antti Kurvinen, ávarpaði fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. Óhætt er að segja að fæðuöryggi hafi verið fyrirlesurum og fundar- gestum hugleikið. Venju samkvæmt sendu Samtök norrænna bændasamtaka, NBC, frá sér yfirlýsingu í kjölfar fundarins, sem send var til Norrænu ráðherranefndarinnar sem innlegg í þau áhersluatriði sem hafa þarf í huga til þess að norrænn landbúnaður geti blómstrað enn frekar og verið áhugaverður starfsvettvangur fyrir alla. Vilja virkja græna umbreytingu Eftirfarandi er yfirlýsing frá NBC sem send var til Norrænu ráðherranefndarinnar: Virk græn umskipti krefjast aukins efnahagslegs stöðugleika. Norrænir bændur vilja virkja græna umbreytingu landbúnaðar- og matvælaframleiðslu. Þróa þarf framleiðslu í sjálfbærari og loftslagshagkvæmari átt. Mikill nýsköpunarkraftur er í norrænum landbúnaði sem mun í komandi framtíð þróa hagkvæmari lausnir þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Það er að ýmsu að huga og mikilvægt að lágmarka neikvæð áhrif sem snúa að landbúnaði sem verða óhjákvæmilega vegna alþjóðlegra breytinga og efnahagslegrar óvissu í heiminum. Undanfarin ár hefur heimurinn að mörgu leyti orðið óstöðugri, bæði efnahagslega og pólitískt. Covid-19 hefur breytt neyslumynstri og skapað vandamál fyrir aðfangakeðjur allra vörutegunda. Stríðið í Úkraínu hefur enn aukið á óvissu hvað varðar öryggisstefnu, vegna hækkandi verðs á orku, áburði, fóðri og matarolíu og vegna verulegra breytinga á viðskiptaflæði. Skortur hefur verið á ákveðnu undirstöðuhráefni og vörum, sem hefur skapað miklar verðhækkanir og vandamál, sérstaklega fyrir fátækari innflutningslönd matvæla. Fæðuöryggi er raunveruleg alþjóðleg áskorun. Almennt séð hefur landbúnaðargeirinn á Norðurlöndunum verið hæfur og duglegur við að takast á við ástandið. Framleiðsla og útflutningur hefur haldist í réttum skorðum en það hefur kallað á endurskipulagningu framleiðslunnar og leitt til mikilla verðsveiflna, fjártjóns og skertrar arðsemi. Eins og er eru margir markaðir í ójafnvægi og þörf er á að viðhalda markaðssamskiptum og skapa ný markaðstækifæri, jafnt innanlands sem og á alþjóða- vettvangi. Norrænir bændur þurfa efnahagslegt/pólitískt rými sem skapar arðsemi og áframhaldandi uppbyggingu í landbúnaði. Án bætts efnahagslegs stöðugleika verður flókið að gera nauðsynlegar fjárfestingar sem snúa að aukinni sjálfbærni og minni loftslagsáhrifum. Það er lykilatriði að pólitískt séð sé bæði skilningur á því ótrúlega og flókna alþjóðlega ástandi sem hefur áhrif á landbúnað og virðingu fyrir því að tryggja þurfi nægilega matvælaframleiðslu fyrir jarðarbúa. Á Norðurlöndunum getum við skilað hollum og sjálfbærum vörum með minni loftslagsáhrifum en áður, auknum líffræðilegum fjölbreytileika og betri dýravelferð en tryggja um leið framtíðararðsemi og samkeppnishæfni landbúnaðar. Við þetta bætist mikilvægi áframhaldandi áherslu á nýsköpun og innleiðingu nýrrar þekkingar í gegnum ráðgjafakerfi landanna. Norrænu bændurnir geta staðið við framtíðarkröfur sem snúa að loftslagsmálefnum og sjálfbærni en forsenda þess er arðsemi og stöðugur fjárhagsrammi. Forseti NBC, Søren Søndergaard, segir: „Norrænir bændur hafa mikinn metnað í að tryggja framleiðslu og halda áfram grænum umskiptum og innleiða fleiri loftslagsaðgerðir í sinni vinnu. Við munum nýta sterka tengingu í virðiskeðjum matvælaframleiðslu. Samstarfið myndar sterkan grunn fyrir nýsköpun og fjárfestingar í sjálfbærri framtíðarþróun og til að tryggja hagræðingu í framleiðslu og sölu.“ /ehg Hátt í 100 manns frá bændahreyfingum Norðurlandanna sóttu fundinn. Samtök norrænna bændasamtaka: Fæðuöryggi er raunveru- leg alþjóðleg áskorun Finnski landbúnaðarráðherrann, Antti Kurvinen gaf skýr skilaboð um við hvaða starfsskilyrði bændur þurfa að búa svo landbúnaður geti verið áhugaverð atvinnugrein fyrir sem flesta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.