Bændablaðið - 08.09.2022, Qupperneq 10

Bændablaðið - 08.09.2022, Qupperneq 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022 FRÉTTIR Pantaðu varahluti fyrir Honda fjórhjólið tímanlega í síma 590 2150 eða á varahlutir@askja.is. Add a heading Er hjólið klárt fyrir göngurnar í haust? Umhverfismál: Innflutningur á 1,3 milljónum lítra af jarðefnaeldsneyti hefur sparast – Framleiðsla á metangasi minni en væntingar stóðu til Undanfarin átta ár hefur Norðurorka framleitt metangas úr gömlu ruslahaugunum á Glerárdal ofan Akureyrar. „Við höfum náð hámarki framleiðslugetunnar. Haugurinn stendur ekki undir því vinnslumódeli sem upphaflega var útbúið og það eru ákveðin vonbrigði, en að sama skapi eru við ánægð og stolt með árangurinn sem náðst hefur,“ segir Sunna Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Norðurorku. Mikill ávinningur hefur um árin verið fyrir umhverfið að fanga hauggasið og framleiða úr því metangas sem nýtt er sem eldsneyti á farartæki. „Við leitum allra leiða til að tryggja afhendingaröryggi bæði með nýjum búnaði og aukinni framleiðslu, upp að þolmörkum haugsins,“ segir hún. Samstarf við Sorpu er í undir­ búningi um flutning á metani til Akureyrar til þrautavara, en það mun auka afhendingaröryggi og eykur svigrúm fyrir viðhaldsstopp. „Með þessu komum við einnig til með að geta stýrt betur metangæðunum.“ Aukið álag á sumrin Akureyrarbær keyrir strætisvagna á metani, ferliþjónustubíla sem og fleiri bíla og vinnuvélar. Bróðurpartur bílaflota Norður orku gengur fyrir metani en einkabílar eru um það bil 20% af markaðnum. Sala á metani hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár og er þetta að mestu til komið vegna þess að Akureyrarbær og Norðurorka hafa verið að stækka sinn metanflota. Þetta hefði að sögn Sunnu ekki gerst nema vegna þess að metanið hefur reynst vel sem eldsneytisgjafi. Hún segir að álag aukist umtalsvert yfir sumarið vegna einkabíla ferðafólks sem leggja leið sína í bæinn. „Við höfum þurft að forgangsraða því metani sem við eigum til að halda uppi almenningssamgöngum og öðrum innviðum, en sem betur fer eru þetta fáir dagar á ári og við gerum okkar besta til að afgreiða alla sem þurfa,“ segir hún. Hafa bundið 23 þúsund tonn af koltvísýringi Reynt er af fremsta megni að halda framleiðslumagni og gæðum í hámarki en Sunna segir að gæðin undanfarin ár hafi ekki verið nægi­ leg. „Við hefðum gjarnan viljað sjá betri gæði en leggjum mikið upp úr því að halda okkar viðskiptavinum upplýstum. Minni gæði valda því að styttra er hægt að keyra á metaninu. Metan kostar þó minna en helming af verði jarðefnaeldsneytis og jákvæð umhverfisáhrif eru töluverð, þrátt fyrir lakari gæði.“ Sunna segir að með því að safna saman metani og brenna því sé verið að draga verulega úr skaðlegum gróðurhúsaáhrifum, metan sé 25 sinnum skaðlegri gróðurhúsalofttegund en koltví­ sýringur. Metanverkefni Norðurorku hafi bundið um 23 þúsund tonn af koltvísýringi frá upphafi. „Að auki sparar hver normal rúmmetri af metani sem er nýttur sem eldsneyti innflutning á einum lítra af jarðefnaeldsneyti. Þetta verkefni okkar hefur því sparað innflutning á 1,3 milljónum lítra af jarðefnaeldsneyti.“ Halda vegferðinni áfram Sunna segir að nú sé beðið eftir skýrslu um hagkvæmni þess að byggja líforkuver í Eyjafirði. Sú skýrsla er væntanleg í september næstkomandi. „Þegar næstu skref verða ákveðin munum við horfa til niðurstöðu skýrslunnar,“ segir hún. Þegar farið var af stað með verkefnið árið 2014 var gert ráð fyrir að metanframleiðsla við stýrðar aðstæður yrði hafin nú árið 2022. „Það eru vissulega mjög krefjandi aðstæður að halda þessu opnu þegar við erum komin að þolmörkum haugsins en eftirspurnin heldur áfram að aukast. Við munum þó halda þessari vegferð áfram eins lengi og við getum og þangað til nýjar lausnir verða komnar. Það má segja að við séum svekkt yfir að framleiðslan gangi ekki eins vel og björtustu vonir gerðu ráð fyrir en við erum líka stolt yfir þeim árangri sem við höfum náð.“ /MÞÞ Sunna Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Norðurorku, við metan- afgreiðslustöðina við Súluveg á Akureyri. Mynd / MÞÞ Marta Guðlaug Svavarsdóttir gerði lokaverkefni þar sem hún gerð verðmæti úr garnafgöngum sem annars hefði verið hent. Myndir / Aðsendar Nemendur sem útskrifuðust úr búfræði í vor þurftu að skila af sér lokaverkefni á síðustu önninni. Nemendur höfðu mjög frjálsar hendur við efnistök svo lengi sem hægt væri að tengja viðfangsefnið við búrekstur og landbúnað. Marta Guðlaug Svavarsdóttir gerði lokaverkefni sem sneri að verðmætasköpun aukaafurða sem falla til við vinnslu á íslenskri ull. Hún smíðaði því hljóðdempandi ramma fyllta með garnafgöngum og sem voru samhliða því nýttir sem viðfangsefni í heimildaritgerð. Hugmyndina að verkefninu fékk Marta þegar hún var við verknám hjá Huldu og Tyrfingi sem reka smáspunaverksmiðjuna Uppspuna í Lækjartúni. „Ég var að hjálpa til í spuna­ verksmiðjunni og sá þá þennan haug af garnafgöngum sem átti að fara í ruslið og ég hugsaði með mér að það hlyti að vera hægt að nýta þetta eitthvað. Eftir verknámið fékk ég fullan ruslapoka af þessu til að vinna með. Mín nálgun var allan tímann að nýta aukaafurðir úr íslenskri ullarvinnslu þar sem það kostar mikið að vinna ullina og það er mikið sem endar í ruslinu,“ segir Marta. Í hávaðanum sem myndast af vélunum í spunaverksmiðjunni spratt upp sú hugmynd að nýta garnafgangana til þess að bæta hljóðvist. Marta gerði tvær frumgerðir af hljóðdempandi römmum sem eru hugsaðir til að hengja upp á veggi innandyra þar sem þörf er á betri hljóðvist. Skólastofur, matsalir, skrifstofur og lesstofur eru dæmi um rými þar sem lausnir sem þessar eru nýttar. Rammarnir voru af mismunandi stærð til þess að geta gert samanburð á hljóðdempandi eiginleikum. Einnig voru þeir klæddir hvor með sínu áklæðinu; annar með þæfðri ull og hinn úr prjónuðu garni sem Marta spann og tvinnaði sjálf. Timbrið var íslensk ösp frá Skógarafurðum ehf. í Fljótsdal, en þar sem öspin er mjúkur viður dregur hún í sig hljóðbylgjur. Til greina kom að senda rammana í mælingar þar sem hljóðísogseiginleikar þeirra væru mældir. Aðgengi að þeim rannsóknarstofum er þó takmarkað og því brá Marta á það ráð að láta reikna út hljóðdempunina í samstarfi við verkfræðistofuna Eflu. Aðspurð segist Marta ekki hafa tekið verkefnið lengra eftir útskrift enda ekki langur tími liðinn, en útilokar þó ekkert með framhaldið. / ÁL Landbúnaðarháskóli Íslands: Hljóðdempandi lausnir úr afgangsull og íslenskum við Marta gerði tvo ramma úr íslenskri ösp, fyllta með afgangs ull, sem nýtast til þess að bæta hljóðvist. Annar var klæddur með þæfðri ull á meðan hinn er klæddur með prjónuðu garni. Áburður: Heimild fyrir auknu kadmíuminnihaldi Þann 12. ágúst sl. gekk í gildi ákvæði til bráðabirgða á reglugerð um ólífrænan áburð. Í ákvæðinu, sem gildir til þriggja ára, er aukið við leyfilegt hámark kadmíum í tilbúnum áburði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá matvælaráðuneytinu. Þetta er viðbragð við yfirvofandi áburðarskorti þar sem lokast hefur á útflutning á áburðarefnum frá Rússlandi. Þar eru helstu námur heimsins sem gefa fosfór með lágu kadmíuminnihaldi og hafa íslenskir áburðarsalar stólað á áburð þaðan. Nú er líklegt að flytja þurfi inn áburðarefni úr miklum námum í Vestur­Sahara þar sem fosfórinn er kadmíumríkur. Þungmálmur Kadmíum er þungmálmur sem safnast upp í jarðvegi og getur haft neikvæð áhrif á heilsu fólks. Óljóst er þó hversu mikið magn endar í fæðu við íslenskar aðstæður. Fyrri útgáfa reglugerðarinnar gaf leyfi fyrir allt að 50 mg kadmíum pr. kg fosfórs. Með nýjustu breytingum má þetta magn fara upp í 150 mg kadmíum pr. kg fosfórs. Evrópusambandið lækkaði leyfilegt hámark í sínum löndum í 60 mg pr. kg fosfórs fyrir nokkrum árum úr 200 mg. /ÁL Heimild hefur verið veitt fyrir hækkuðu hlutfalli af kadmíum í fosfóráburði. Er þetta viðbragð við viðskiptaþvingunum við Rússa. Mynd / Úr myndasafni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.