Bændablaðið - 08.09.2022, Qupperneq 40

Bændablaðið - 08.09.2022, Qupperneq 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022 Gabríel og skrýtna konan er ný skáldsaga eftir Guðna Reyni Þorbjörnsson, sauðfjárbónda á bænum Miðengi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Þetta er fyrsta bók hans og örugglega ekki sú síðasta. Guðni er fæddur og uppalinn í Miðengi og er þar með um 100 fjár. Hann er einnig í fullu starfi sem leikskólakennari í Kerhólsskóla. Draumurinn rættist „Ég get vart lýst því hversu hamingjusamur ég er að geta kallað mig rithöfund. Það er draumur sem hefur lengi blundað í mér og því er gríðarlega ánægjulegt að sjá hann verða að veruleika. Bókin er skáldsaga ætluð breiðum hópi lesenda þó ég vilji ekki fara beint út í söguþráðinn. Fólk verður bara að lesa bókina,“ segir Guðni Reynir glottandi. Sagan flokkast að hans sögn undir svokallaðar fantasíubókmenntir þar sem drauma- og þjóðsagnaverur eru í stóru hlutverki. „Þegar sagan var skrifuð var hún aðallega hugsuð fyrir ungmenni á unglingastigi í grunnskóla. Mig langaði að koma með eitthvað ferskt og spennandi lesefni inn á þann markað, sem myndi á sama tíma halda tengingu við þjóðsagnaverur okkar. Síðan hef ég komist að því að yngri lesendur hafa sótt mikið í bókina sem hefur komið mér skemmtilega á óvart. Það hefur fengið mig til þess að huga að enn breiðari aldurshóp fyrir næstu sögu og mér finnst það skemmtileg áskorun,“ segir Guðni Reynir. Viðtökur framar vonum Guðni Reynir segist hafa fengið frábærar viðtökur við nýju bókinni. „Já, viðtökurnar hafa verið framar vonum. Auðvitað er bókin tiltölulega nýkomin út, en nú þegar hefur fólk komið að máli við mig eða sent mér skilaboð og hrósað mér fyrir söguna og beðið um framhald. Þetta yljar manni um hjartarætur og mér þykir ofboðslega vænt um það. Um leið hvetur það mig áfram á þessari braut.“ Leó bókaútgáfa gefur bókina út þar sem hægt er að kaupa hana, en einnig fæst hún í Pennanum Eymundsson og hjá Forlaginu bókabúð. Einnig er hægt að hafa beint samband við Guðna Reyni til að nálgast eintak. - En ætlar Guðni Reynir að gefa út fleiri bækur? „Já, ég stefni ótrauður á það því það eru svo margar sögur í kollinum á mér sem bíða eftir að komast á blað. Ég á fullt í fangi með að halda aftur af mér þegar hugmyndirnar byrja að koma. Það er ágætis áskorun fyrir mig að reyna að ná tökum á hugmyndaflæðinu og skrúfa aðeins fyrir það og leyfa hverri og einni hugmynd að gerjast betur áður en ég fer að vinna með hana. Þetta hefur allt sinn tíma,“ segir Guðni Reynir. Kindurnar frábærar Guðni Reynir hefur alltaf haft mikinn áhuga á sauðfjárbúskap og elskar kindurnar sínar, enda er hann með mjög flott bú þótt það sé ekki stórt. „Kindurnar gefa mér mjög mikið og það er alltaf gaman að stússast í kringum þær, ekki síst á vorin í sauðburðinum. Ég fæ oft margar hugmyndir af sögum og söguþráðum þegar ég er innan um féð, þótt mínar hugmyndir komi fyrst og fremst í gönguferðum um náttúruna. Þar fæ ég minn innblástur og þaðan kom efnið fyrst og fremst í nýju bókinni, ekki úr fjárhúsinu en það verður kannski í næstu bók,“ segir Guðni Reynir alsæll með að geta kallað sig rithöfund. /MHH LÍF&STARF Menning: Fyrsta skáldsaga sauðfjárbónda Farskólinn, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, er 30 ára á þessu ári. Framboð námskeiða hefur aldrei verið meira en um 20 námskeið verða í boði í haust. Nú fimmta árið í röð eru að hefjast námskeið um matarhandverk sem haldin eru í samstarfi við Vörusmiðjuna á Skagaströnd og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Vörusmiðjan á Skagaströnd er orðin svo umsetin að Farskólinn þarf að festa daga þar ár fram í tímann til að komast að með sín námskeið. Halldór B. Gunnlaugsson er verkefnastjóri hjá Farskólanum. Haustið 2018 bauð skólinn upp á sjö námskeið en upp frá því hefur sífellt verið bætt við námskeiðum á hverju hausti. „Í raun eru námskeiðin orðin það mörg að haustið dugar ekki, þannig að við erum með allt skólaárið undir. Við erum nú með alls 21 námskeið sem er undir hatti Farskólans og fleiri á leiðinni, m.a. erum við að undirbúa námskeið í bjórbruggi og annað um þurrkun á öllu mögulegu, enda var verið að setja upp öflugan þurrkskáp hjá Vörusmiðjunni,“ segir hann. Námskeið skapa frumkvöðla Halldór segir að í fyrstu hafi námskeiðin verið hugsuð með bændur í huga enda hafi þeir kallað eftir þeim. „Það kom fljótt í ljós að alls konar fólk hafði áhuga á námskeiðunum okkar og alls ekki bara af Norðurlandi vestra, því fólk alls staðar að af landinu hefur sótt þau. Við höfum reynt að koma til móts við þann hóp með því að bjóða öll námskeið um helgar þannig að fólk geti jafnvel sótt tvö til þrjú námskeið sömu helgina,“ segir hann. Það er frábært að fylgjast með því hversu mikil gróska er í matarhandverki á svæðinu og fer sívaxandi. Við fylgjumst stolt með og finnst við eiga í þessum frumkvöðlum, þetta er mikið fólk sem hefur sótt nám og námskeið hjá okkur,“ segir Halldór. Frá því námskeið Farskólans á sviði matarhandverks hófust hafa orðið til tvær vandaðar heimavinnslur á svæðinu og tvær aðrar eru í burðarliðnum. „Það er nákvæmlega það sem við vonuðumst eftir, að fólk gæti byrjað sína starfsemi hjá Vörusmiðjunni á Skagaströnd og þegar umfangið réttlætti framkvæmdir heima fyrir yrði farið í þær.“ Samstarf í Svíþjóð Í janúar munu kennarar og starfsfólk hjá Farskólanum og Vörusmiðjunni heimsækja Eldrimner, sem er matarhandverksskóli í Svíþjóð, og segir Halldór að fólki sé velkomið að slást með í för. Í ferðinni verður m.a. sótt námskeið í ostagerð og þá stendur til að heimsækja nokkra smáframleiðendur á svæðinu umhverfis skólann. Mögulega verður einnig reynt að fá kennara úr skólanum til liðs við Farskólann og bjóða upp á námskeið og jafnvel gætu kennarar af Norðurlandi vestra sótt sænska skólann heim. /MÞÞ Guðni Reynir Þorbjörnsson með skáldsöguna Gabríel og skýtna konan. Farskólinn á Norðurlandi vestra 30 ára: Mikil gróska í matarhandverki Þátttakendur á námskeiðum Farskólans koma alls staðar að af landinu. Hér er verið að kenna súrsun matvæla. Myndir / Farskólinn, Norðurlandi V. Framboð námskeiða nú í vetur hefur aldrei verið meira, yfir 20 mismunandi námskeið eru í boði og áhuginn er mikill. Hér er í gangi námskeið í úrbeiningu. Samtals voru 25 jeppar á sýningunni. Þann 16. ágúst sl. var sýning á gömlum og nýjum Ford Bronco við aðstöðu Krúser í Reykjavík. Sýningin var á vegum Bronco.is, Ford Bronco á Íslandi á Facebook og Krúser. Tilefni sýningarinnar var m.a. að vekja athygli á nýjum Ford Bronco sem kemur í sölu á Íslandi á næsta ári. Samtals voru 25 Bronco jeppar á sýningunni, og þar af voru tveir splunkunýir jeppar, alveg eins og þeir sem Brimborg hefur sölu á árið 2023. Bændablaðið mætti á staðinn og tók myndir. af því sem fyrir augu bar. /ÁL Gamall og nýr Bronco. Hér sést nýi bíllinn sem kemur í sölu á næsta ári við hlið þess upprunalega. Við hönnun nýja jeppans var greinilega horft til útlits þess gamla. Einn frægasti Bronco landsins. Ferðatæki Birgis Brynjólfssonar heitins, sem oft var kallaður Fjalli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.