Fréttablaðið - 15.10.2022, Page 20
Stéphanie Frappart
Franski dómarinn er af mörgum talin vera sú besta í heimi. Hún er
að dæma um helgina í franska boltanum viðureign Rennais og Lyon
og mun dæma á HM í Katar. En hún átti afleitan dag í Portúgal og
hvernig í ósköpunum hún gat komist að því að Áslaug Munda ætti
skilið að fá rauða spjaldið er ákvörðun sem engin mun skilja. Aldrei.
UEFA
Knattspyrnusamband Evrópu hefur ekki beint verið okkur hlið-
hollt að undanförnu. Fyrst baunaði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, á
UEFA fyrir að úrslitaleikur liðsins gegn Slavia Prag ætti að fara fram
á handónýtum velli. „Ef þetta er virðing – að spila á svona velli í
úrslitaleik til að komast í Meistaradeildina – þá er eitthvað mikið
að hjá UEFA,“ sagði Pétur. Og ekki var nú fyrirkomulagið í umspilinu
um laust sæti á HM eitthvað skárra í vikunni. „Það þarf að halda ráð-
stefnu um útfærslu á þessu umspili og forvitnast um hvað fólk var
að taka þegar það ákvað að þetta yrði svona,“ sagði Sandra Sigurð-
ardóttir, markvörður íslenska landsliðsins. Þrátt fyrir að Ísland væri
með betri árangur í riðlakeppninni fékk Portúgal heimaleik gegn
Íslandi í hálfgölnu umspili.
Dominik Szoboszlai
Ungverjinn ungi rak hníf í hjarta þjóðarinnar í
Covid-faraldrinum 2020 þegar hann hljóp upp
allan völlinn í úrslitaleiknum um að komast á EM
og þrumubombaði boltanum í netið. Vissulega
vel gert en algjör óþarfi. Frakkar, Þjóðverjar og
Portúgalir biðu okkar í riðlakeppninni og þetta
var flugbeittur hnífur.
Cristiano Ronaldo
Stærsta íþróttastjarna heims, Cristiano Ronaldo,
varð ekkert voðalega vinsæl eftir leik Íslands
á EM árið 2016. Hann neitaði að skipta á treyju
við Aron Einar Gunnarsson og vandaði okkar
mönnum ekki kveðjurnar eftir leik. „Ísland
reyndi ekkert. Það var bara vörn, vörn, vörn og
skyndisóknir. Þeir fengu færi og skoruðu eitt
mark,“ sagði Ronaldo eftir leikinn sem fór 1-1.
Hann hefur reyndar komið nokkrum sinnum
til landsins og notið sín í botn, sé eitthvað að
marka samfélagsmiðla.
Santiago Ponzinibbio
UFC-bardagakappinn Santiago Ponzinibbio er
ekki hátt skrifaður hjá íslensku þjóðinni eftir að
hafa beitt óþverrabrögðum til að leggja Gunnar
Nelson. Ponzinibbio potaði ítrekað í augu Gunn-
ars meðan á bardaganum stóð og tapaði Gunnar
eftir rothögg í 1. lotu. Ponzinibbio fengi engar
sérstakar móttökur myndi hann mæta á klakann
til að skoða land og þjóð.
Viktor Kortsnoj
Ótrúleg hegðun hans við skákborðið 1988 gerði
íslensku þjóðina hoppandi reiða en Kortsnoj
blés sígarettureyk framan í Jóhann Hjartarson
í einvígi í Kanada. Þjóðin, sem þá var skákóð,
fokreiddist. Jóhann hafði unnið hug og hjörtu
landsmanna með rólegu fasi sínu en Kortsnoj
stimplaði sig inn sem óvin þjóðarinnar. Jóhann
vann þó sigur í einvíginu, 4½-3½ eftir bráðabana
við mikinn fögnuð Íslendinga.
Öll dýrin í skóginum geta
ekki verið vinir. Því miður.
Trúlega fer Stéphanie Frapp-
art knattspyrnudómari ekki
fram fyrir röð á skemmti-
stöðum landsins eftir
frammistöðu sína í Portúgal
í vikunni. En hún er ekki sú
eina sem hefur sært þjóðar-
stoltið á íþróttavellinum.
Fréttablaðið settist niður og
skoðaði gamla góða óvini.
Óvinir þjóðar
Benedikt Bóas
Hinriksson
benediktboas
@frettabladid.is
20 Íþróttir 15. október 2022 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 15. október 2022 LAUGARDAGUR