Fréttablaðið - 15.10.2022, Page 28
Ég var alltaf svo feim-
inn á þessum tíma og
er það svo sem enn,
svo ég var alltaf með
sólgleraugu og það
tengdu allir Mary Jane
við marijúana.
Jóhann
Félagarnir Magnús Þór Sig-
mundsson og Jóhann Helga-
son fagna þessi dægrin fimm
áratuga samstarfsafmæli.
Þrátt fyrir að annar sé feim-
inn og hinn ofvirkur hefur
þeim varla orðið sundurorða
á 50 árum og enn eru þeir að
skapa.
Þjóðin þekkir þá félaga
sem dúettinn Magnús og
Jóhann en þeir kynntust
á unglingsaldri þegar
þeir bókstaflega mokuðu
sig hvor í átt að öðrum á Suður-
nesjunum. Þeir störfuðu þá báðir í
vegavinnu, Magnús í Njarðvíkum
og Jóhann í Keflavík, og mættust á
miðri leið í uppgreftri.
Þetta var á þeim tíma þar sem
tónlistarmennirnir virtust hrein-
lega framleiddir suður með sjó og
f ljótlega hittust þeir félagar aftur
á því sviði. Jóhann var þá í hljóm-
sveitinni Rofum sem vantaði gítar-
leikara.
„Við æfðum í forvera Stapans sem
þá hét Krossinn, gamla hersjúkra-
húsi Rauða krossins,“ rifjar Jóhann
upp. „Við vorum að vandræðast með
sóló í einu Kinks-lagi þegar Maggi
mætti á æfingu, stökk upp á svið og
tók þetta sóló svo vel að við buðum
honum í hljómsveitina.“
Sveitin fékk svo nýtt nafn, Nes-
menn. „Við vorum lengi húsband í
Rockville, radarstöð í Sandgerði, og
spiluðum um hverja helgi.“
Eldskírn að spila á Vellinum
Hljómsveitin spilaði tökulög af topp
40 vinsældalistanum í Kanaútvarp-
inu.
„Það var fín eldskírn að spila uppi
á flugvelli. Við urðum að læra þessi
vinsælustu amerísku lög og vorum
því alltaf með puttann á púlsinum
í því sem var að gerast í tónlistinni.
Þetta var fín æfing fyrir okkur í að
skilja hljómfall og samsetningar. Og
svo fengum við borgað fyrir það –
gat ekki verið betra,“ segir Magnús
í léttum tón.
Hálf öld af ástinni og lífinu
Á þessum tíma voru þeir félagar
aðeins farnir að fikta við að semja
eigin tónlist þó að Kanalistinn
hafi verið það sem þeir léku gegn
greiðslu.
„Svo hætti frændi minn í hljóm-
sveitinni og Maggi fór á sjóinn í upp-
hafi árs 1970,“ segir Jóhann en þann-
ig varð ekki meira úr Nesmönnum.
„Ég fór þá til Bolungarvíkur að
spila með hljómsveit sem hét Hug-
sjón en þegar við hittumst aftur
um vorið vorum við báðir farnir
að semja eigin lög,“ segir Jóhann.
„Við hringdum á milli Njarðvíkur
og Keflavíkur og sungum hvor fyrir
annan.“
„Ég man eftir símtalinu þegar
Jói sagðist vera búinn að semja
lagið Mary Jane, sem síðar varð svo
sterkasta merki okkar. Hann sagðist
þá hafa samið lag sem hann teldi
nokkuð gott. Hann hefði heyrt lag
í útvarpinu með James Taylor sem
hét Sweet Baby James og búið til lag
sem hét Mary Jane,“ segir Magnús
og hlær.
Jóhann heldur áfram: „James Tay-
lor og þessi plata hans heillaði mig
of boðslega. Lagið var lengi texta-
laust en sjónvarpsþættirnir, I Love
Lucy voru í sjónvarpinu á þessum
tíma og vinkona hennar hét Mary
Jane, svo ég ákvað að taka það nafn,“
segir hann og hlær að minningunni.
„Ég var alltaf svo feiminn á þess-
um tíma og er það svo sem enn, svo
ég var alltaf með sólgleraugu og það
tengdu allir Mary Jane við marjú-
ana,“ segir Jóhann.
Sagan var lífseig og Magnús
minnist þess að hafa heyrt hana oft.
„Fólk spurði mig hvort það væri
ekki skrítið að vinna með honum
Jóa, hvort hann væri ekki alltaf upp-
dópaður,“ segir hann og hlær.
Taldi hann klikkaðan
Þegar Jóhann kom til baka frá
Bolungarvík var Magnús til sjós á
mótorbátnum Mumma og ætlaði
sér að verða skipstjóri.
„Þegar tveir dagar voru eftir af
vertíðinni var komið svo rosalegt
óþol í mig,“ segir Magnús sem hafði
tekið gítar með þremur strengjum
með sér um borð.
„Ég fór upp í stýrishús og talaði
við skipstjórann, Einar, og sagði
við hann alvarlegur: „Ég þarf eigin-
lega að hætta þegar við komum í
land.“ Hann spurði þá á móti hvort
eitthvað hefði komið upp á og ég
svaraði: „Ég ætla að gerast tónlistar-
maður.““
Magnús minnist þess að skip-
stjórinn hafi skellihlegið en hann
var ákveðinn og þeir Jóhann höfðu
gert áætlanir um tónlistarferil.
„Ég rakst á skipstjórann einhverj-
um árum síðar, hann minnti mig á
þessa sögu og sagði: „Mér fannst þú
vera svolítið klikkaður. En nú eruð
þið orðnir þekktir tónlistarmenn,
þú og Jóhann, svo líklega var þetta
rétt hjá þér.““
Músíkin stillti Magga villing
Það lá nefnilega ekkert endilega
beinast við að Magnús yrði tónlist-
armaður, bæði var hann liðtækur
til sjós og mikill íþróttamaður og
Íslandsmeistari í spjótkasti á sínum
yngri árum.
„Já, já, þú vannst Bubba í steina-
kasti,“ segir Jóhann og á þá við hinn
eina sanna Morthens. „Það er nú
önnur saga,“ svarar Magnús og þar
við situr.
„Ég var kominn með tilboð frá
íþróttafélögum um að taka mig í
alvöru þjálfun en hugsaði með mér
að íþróttamaður entist í mesta lagi
til 33-34 ára en ef ég gerðist tón-
listarmaður gæti ég verið að því allt
mitt líf.“
Jóhann segir tónlistina hafa átt
hug hans allan. „Maður var hel-
tekinn af Bítlunum og tónlistinni
sem þá var að gerjast, enda voru
það allir.“
Fyrir Magnús var tónlistin ekki
bara dægradvöl heldur virkaði hún
frelsandi. „Ég var ofvirkur og er.
Ég var kallaður Maggi villingur og
það eina sem gat stillt mig var mús-
íkin. Þar náði ég fókus og var ekki til
vandræða.“
Þegar hér er komið í spjalli okkar
hefur Jóhann lýst sér sem feimnum
og Magnús sér sem ofvirkum svo
það mætti draga þá ályktun að þeir
væru ólíkir karakterar.
„Við erum mjög ólíkir en eigum
mjög gott með að vinna saman. Við
þurfum mjög lítið að tala saman,“
segir Jóhann og hlær.
„Ég reiði mig mjög mikið á Jóhann
þegar kemur að minnisþáttum og
ákveðnu næmi, hann er svo mús-
íkalskur. Ég þurfti að hafa meira
fyrir því að verða músíkalskur. Ég
hafði bara svo of boðslegan áhuga,
og mikla þörf fyrir að geta gleymt
mér í einhverju einu, í stað þess að
vera úti um allt,“ segir Magnús sem
æfði sig mánuðum saman í sex til sjö
klukkustundir á dag.
Björk
Eiðsdóttir
bjork
@frettabladid.is
Jóhann Helgason og Magnús Þór Sigmundsson hafa starfað saman í hálfa öld, á milli þeirra ríkir gagnkvæm virðing enda þvælist engin minnimáttarkennd fyrir vinskapnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
28 Helgin 15. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ