Fréttablaðið - 15.10.2022, Side 34

Fréttablaðið - 15.10.2022, Side 34
Illt í hálsinum? ÞRÍÞÆTT VIRKNI gegn særindum og bólgu í hálsi „Sýkingar í öndunarfærum eru meðal algengustu sýkinga sem leggjast á menn. Þó að bakteríu­ sýkingar geti valdið hálsbólgu stafar meirihluti hálsbólgutilfella af veirusýkingum. Áætlað hefur verið að 50­90% hálsbólgutilfella hjá full­ orðnum og 70% hjá börnum stafi af sýkingum af völdum öndunarfæra­ veira,“ segir Berglind Árnadóttir, lyfjafræðingur hjá LYFIS. „Bakteríur eiga hlut að máli í innan við 20% bólgutilfella í koki eða hálseitlum. Ávísun sýklalyfja til meðferðar við hálsbólgu er því umdeild. Í þeim tilfellum sem veirur eiga í hlut ætti hálsbólgan að læknast af sjálfu sér á um það bil viku og oftast er óþarfi að leita til heilsugæslunnar. Ákjósanleg meðferð við hálsbólgu er því meðferð sem dregur skjótt úr einkennum og orsökum en byggir ekki á sýkla­ lyfjum. Septabene vörurnar frá Krka sótthreinsa munn og háls og draga úr einkennum bólgu og verkja í hálsi.“ Septabene Septabene, sem framleitt er af Krka, veitir heildstæða meðferð við hálsbólgu. Septabene munn­ sogstöflurnar koma með sítrónu­ og hunangsbragði og munnhols­ úðinn með mentólbragði. Septabene inniheldur virku efnin benzýdamín hýdróklóríð og cetýlpýridíníum klóríð. Benzýda­ mín hýdróklóríð er bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID­lyf) með verkja stillandi, bólgueyðandi og staðdeyfandi eiginleika. Cetýl­ pýridíníum klóríð er breiðvirkt sýkladrepandi efni. „Samsetning sýkladrepandi, bólgueyðandi og verkjastillandi eiginleika virku efnanna, stuðlar þannig að þrí­ þættri virkni sem gagnast vel til Berglind segir að Septabene sé ákjósan- leg meðferð við hálsbólgu þar sem hún dregur bæði úr einkennum og eyðir orsaka- valdi margra sýkinga. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR meðferðar við sýkingum og bólgu í efri hluta öndunarvegar,“ upplýsir Berglind. „Septabene Krka munnsogs­ töflurnar og munnholsúðinn eru ætluð til notkunar hjá einstakling­ um eldri en 6 ára til staðbundinnar og stuttrar bólgueyðandi, verkja­ stillandi og sýkladrepandi með­ ferðar við ertingu í hálsi, munni og tannholdi,“ segir Berglind. „Að auki er munnholsúðinn ætlaður til með­ ferðar fyrir og eftir tanndrátt.“ „Þegar nota á Septabene við særindum og bólgu í hálsi skal leysa eina munnsogstöflu hægt upp í munninum á 3­6 klukkustunda fresti. Ekki er ráðlagt að nota lyfið strax fyrir eða eftir tannburstun og ekki skal borða eða drekka í að minnsta kosti eina klukkustund eftir inntöku. Þegar munnhols­ úðinn er notaður skal opna munninn vel, beina úðastútnum að kokinu og þrýsta 1­2 sinnum á úðadæluna og passa vel upp á að halda niðri andanum meðan úðað er,“ segir Berglind. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka­ verkanir. n Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. KRK220905 – október 2022 Septabene munn- sogstöflurnar koma með sítrónu- og hun- angsbragði og munn- holsúðinn með mentól- bragði. 2 kynningarblað A L LT 15. október 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.