Andvari - 01.01.2016, Qupperneq 8
6
GUNNAR STEFANSSON
ANDVARI
Morgunblaðsins og fyrrum forsætisráðherra. Við svo búið lýsti Ólafur á ný
breyttri afstöðu til framboðsmála og dró sig í hlé, enda væru hæfir fram-
bjóðendur komnir fram. Er það nýlunda að fráfarandi forseti leggi opinbert
mat á hæfni manna til að taka við af sér. Verður að segja að þessi atburða-
rás öll var einkar óviðfelldin og bar vott um skort á virðingu fyrir embætti
forseta íslands. Annað átti líka augljóslega þátt í endanlegri ákvörðun Ólafs
Ragnars, þótt hann vildi ekki kannast við það. Hann hafði neitað því endur-
tekið á alþjóðlegri sjónvarpsstöð að nokkuð myndi koma fram sem tengd-
ist honum eða ijölskyldu hans í Panamaskjölunum frægu, sem brátt getur.
Skömmu síðar var frá því skýrt að kona hans ætti þar einmitt hlut að máli og
jafnskjótt hrundi fylgi hans í könnunum. Margir hefðu áreiðanlega kosið að
lok hinnar löngu forsetatíðar Ólafs Ragnars Grímssonar yrðu með öðrum og
geðfelldari hætti en raun varð.
Frambjóðendur í forsetakjöri urðu alls átta, en fjórir hlutu verulegt fylgi,
Guðni Th., Halla Tómasdóttir, Andri Snær Magnason og Davíð Oddsson.
Guðni var kjörinn með rúmlega 38 af hundraði greiddra atkvæða, Halla hlaut
27,5, Andri Snær rúm 14 prósent og Davíð tæp 14 prósent. Hinir fengu sam-
anlagt aðeins um 4 prósent. Framan af hafði Guðni miklu meira fylgi með
þjóðinni samkvæmt könnunum, en Halla mun minna. Vinsældir Guðna stöf-
uðu ekki síst af því að hann þótti koma vel fram sem fréttaskýrandi og álits-
gjafi í sjónvarpi í sambandi við þær miklu sviptingar sem urðu í stjórnmálum
vegna fyrrnefndra Panamaskjala. Sú uppákoma var furðuleg og áreiðanlega
eru ekki öll kurl komin til grafar í sambandi við hana þegar þetta er ritað.
*
Panamaskjölin opinberuðust íslensku þjóðinni í sérstökum Kastljósþætti í
sjónvarpi Ríkisútvarpsins sunnudaginn 3. apríl klukkan 18. Var þá sýndur
þáttur sem tekinn hafði verið upp í Ráðherrabústaðnum 11. mars, en ekki var
heimilt að sýna fyrr. Skjölum þessum, 11 milljónum talsins, hafði verið lekið
frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca í Panama. Skjölin sýna meðal ann-
ars hvernig lögfræðistofan aðstoðaði viðskiptavini sína við peningaþvott og
skattaundanskot á aflands- og leynireikningum. Kastljósið var unnið í sam-
vinnu við einkafyrirtækið Reykjavík Media, Alþjóðasamtök rannsóknar-
blaðamanna (ICIJ) og þýska dagblaðið Súddeutsche Zeitung. í þessum þætti
var Sigmundur Davíð óunnlaugsson forsætisráðherra einn til svara. Islenskir
sjónvarpsáhorfendur hafa aldrei orðið vitni að annarri eins framgöngu gagn-
vart stjórnmálamanni og sjá mátti sunnudaginn 3. apríl. Tveir rannsóknar-
blaðamenn, Svíinn Sven Bergman og Jóhannes Kr. Kristjánsson, eigandi
Reykjavík Media og þarna verktaki hjá Ríkisútvarpinu, leiddu forsætisráð-
herra í gildru með blekkingum. Bergman kvaðst ætla að ræða við hann um
ástand efnahagsmála á Islandi eftir hrun, en vék síðan að aflandsfélagi for-