Andvari - 01.01.2016, Page 9
ANDVARI
FRÁ RITSTJÓRA
7
sætisráðherrahjónanna, Wintris, sem Panamaskjölin sögðu frá. Sigmundi brá
afar mikið, byrjaði á ósönnu svari en rak brátt í vörðurnar. Nú tók Jóhannes
Kr. við stjórninni til að negla ráðherrann. Björn Bjarnason hefur lýst atburð-
um þessum skýrt og skilmerkilega í grein í tímaritinu Þjóðmálum (2, 2016).
Þar segir: „Forsætisráðherra var nóg boðið, taldi sig hafa verið blekktan til
að sitja fyrir svörum, stóð upp og gekk út. Var þetta allt sýnt í sjónvarpinu.
Höfðu þáttagerðarmennirnir gert ráð fyrir að viðbrögð ráðherrans yrðu á
þennan veg. Þeir sögðu síðar að þeir hefðu þaulæft sinn hluta þáttarins en
ráðherrann var grandalaus. Hann kom svo illa frá þættinum að þjóðin stóð
á öndinni.“
Þetta var auðvitað herfileg frammistaða af hálfu Sigmundar Davíðs. Hitt
blasti líka við að þessir rannsóknarblaðamenn höfðu meðhöndlað forsætis-
ráðherra íslands eins og stórglæpamann, þótt í rauninni hafi hvorki hann né
eiginkona hans brotið nein lög með því að stofna aflandsfélag eins og fjöldi
efnafólks gerði, fyrir milligöngu Landsbankans í Luxembourg. Wintris var
félag sem Anna Sigurlaug Pálsdóttir, kona Sigmundar, stofnaði um fyrir-
fram greiddan föðurarf sinn. Síðar hefur komið fram að skattur hefur verið
greiddur af þessari eign eins og vera bar. En forsætisráðherrann kom í svo
óhagstæðu ljósi út úr viðtalinu og átti svo marga óvildarmenn, að ekki þurfti
meira en stefna nokkrum mannsöfnuði á Austurvöll til að hrekja hann úr
embætti þremur dögum síðar. Aðstandendur mótmælafundarins sögðu að 23
þúsund manns hefðu verið þar, en lögreglan upplýsti að svo margir kæmust
ekki fyrir á vellinum, íjöldinn hefði verið um 9.500 (sjá fyrrnefnda grein
Björns Bjarnasonar).
Sú upplýsingastarfsemi fundarboðenda var aðeins minniháttar blekking
hjá því hvernig svikist var að ráðherranum í viðtalinu. Panamaskjölunum
tengdust fleiri kunnir einstaklingar. Þeirra á meðal voru tveir aðrir ráðherr-
ar í ríkisstjórn Islands, Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal, en ekki var
gerð nein hríð að þeim til að knýja þau til afsagnar. Sigmundi Davíð var
hins vegar engin miskunn sýnd, heldur komið aftan að honum án þess að
hann ætti þess nokkurn kost að bera hönd fyrir höfuð sér. Þá vaknar óhjá-
kvæmilega sú spurning hvort markmiðið með hinni harðvítugu umfjöllun
um Panamaskjölin hérlendis hafí ekki síst verið að ryðja Sigmundi úr vegi
sem stjórnmálamanni og tilgangurinn helgað meðalið í því efni. Hinar ofsa-
fengnu árásir á Sigmund Davíð alla hans ráðherratíð ýta undir þá skoðun.
Það var dapurlegt fyrir mann sem hefur alla tíð virt Ríkisútvarpið mikils og
unnið þar mestalla stafsævina eins og undirritaður, að verða vitni að þeim
aðförum á þess vegum sem birtust í hinum fræga Kastljósþætti 3. apríl 2016.
Slíku hefði enginn spáð fyrir nokkrum árum.
Um aflandsfélögin sem Panamaskjölin afhjúpuðu er auðvitað það að segja
að málið á sér siðferðilega hlið, þótt játað sé að hér voru engin lög brot-