Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2016, Síða 9

Andvari - 01.01.2016, Síða 9
ANDVARI FRÁ RITSTJÓRA 7 sætisráðherrahjónanna, Wintris, sem Panamaskjölin sögðu frá. Sigmundi brá afar mikið, byrjaði á ósönnu svari en rak brátt í vörðurnar. Nú tók Jóhannes Kr. við stjórninni til að negla ráðherrann. Björn Bjarnason hefur lýst atburð- um þessum skýrt og skilmerkilega í grein í tímaritinu Þjóðmálum (2, 2016). Þar segir: „Forsætisráðherra var nóg boðið, taldi sig hafa verið blekktan til að sitja fyrir svörum, stóð upp og gekk út. Var þetta allt sýnt í sjónvarpinu. Höfðu þáttagerðarmennirnir gert ráð fyrir að viðbrögð ráðherrans yrðu á þennan veg. Þeir sögðu síðar að þeir hefðu þaulæft sinn hluta þáttarins en ráðherrann var grandalaus. Hann kom svo illa frá þættinum að þjóðin stóð á öndinni.“ Þetta var auðvitað herfileg frammistaða af hálfu Sigmundar Davíðs. Hitt blasti líka við að þessir rannsóknarblaðamenn höfðu meðhöndlað forsætis- ráðherra íslands eins og stórglæpamann, þótt í rauninni hafi hvorki hann né eiginkona hans brotið nein lög með því að stofna aflandsfélag eins og fjöldi efnafólks gerði, fyrir milligöngu Landsbankans í Luxembourg. Wintris var félag sem Anna Sigurlaug Pálsdóttir, kona Sigmundar, stofnaði um fyrir- fram greiddan föðurarf sinn. Síðar hefur komið fram að skattur hefur verið greiddur af þessari eign eins og vera bar. En forsætisráðherrann kom í svo óhagstæðu ljósi út úr viðtalinu og átti svo marga óvildarmenn, að ekki þurfti meira en stefna nokkrum mannsöfnuði á Austurvöll til að hrekja hann úr embætti þremur dögum síðar. Aðstandendur mótmælafundarins sögðu að 23 þúsund manns hefðu verið þar, en lögreglan upplýsti að svo margir kæmust ekki fyrir á vellinum, íjöldinn hefði verið um 9.500 (sjá fyrrnefnda grein Björns Bjarnasonar). Sú upplýsingastarfsemi fundarboðenda var aðeins minniháttar blekking hjá því hvernig svikist var að ráðherranum í viðtalinu. Panamaskjölunum tengdust fleiri kunnir einstaklingar. Þeirra á meðal voru tveir aðrir ráðherr- ar í ríkisstjórn Islands, Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal, en ekki var gerð nein hríð að þeim til að knýja þau til afsagnar. Sigmundi Davíð var hins vegar engin miskunn sýnd, heldur komið aftan að honum án þess að hann ætti þess nokkurn kost að bera hönd fyrir höfuð sér. Þá vaknar óhjá- kvæmilega sú spurning hvort markmiðið með hinni harðvítugu umfjöllun um Panamaskjölin hérlendis hafí ekki síst verið að ryðja Sigmundi úr vegi sem stjórnmálamanni og tilgangurinn helgað meðalið í því efni. Hinar ofsa- fengnu árásir á Sigmund Davíð alla hans ráðherratíð ýta undir þá skoðun. Það var dapurlegt fyrir mann sem hefur alla tíð virt Ríkisútvarpið mikils og unnið þar mestalla stafsævina eins og undirritaður, að verða vitni að þeim aðförum á þess vegum sem birtust í hinum fræga Kastljósþætti 3. apríl 2016. Slíku hefði enginn spáð fyrir nokkrum árum. Um aflandsfélögin sem Panamaskjölin afhjúpuðu er auðvitað það að segja að málið á sér siðferðilega hlið, þótt játað sé að hér voru engin lög brot-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.