Andvari - 01.01.2016, Page 14
12
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
mál. Á þessari stundu mættust trú og skynsemi í íslenskum stjórnmál-
um, sálmar og rök, orðfimar öfgar og upplýsing. Það varð hlutskipti
Olafs Björnssonar að tala máli hinnar jarðbundnu skynsemi á íslandi
sem háskólaprófessor, alþingismaður og rithöfundur. Hann miðaði við
mennina eins og þeir væru, en ekki eins og þeir ættu að vera, mælti
fyrir frelsi, ekki frelsun, umbótum, ekki umsköpun.
Ættir og uppvöxtur: 1912-1931
Olafur Björnsson var af prestum kominn í báðar ættir. Báðir afar
hans voru kunnir og virtir prófastar. Föðurafi hans, Stefán Magnús
Jónsson, fæddist í Reykjavík 18. janúar 1852, sonur Jóns Eiríkssonar
landfógetaskrifara og Hólmfríðar Thorarensen. Bróðir Jóns var hinn
þjóðkunni guðfræðingur Magnús Eiríksson, sem bjó mestalla ævi
í Kaupmannahöfn og vildi jafnan hafa það, sem honum þótti sann-
ast, hvað sem tíðaranda og almenningsáliti leið. Er frægt, þegar reynt
var eitt sinn á dönsku kirkjuþingi að hrópa Magnús niður vegna
gagnrýni hans á guðspjöllin, en hann hélt ótrauður áfram.3 „Finnst
mér margt í manngerð og fari Olafs minna á Magnús,“ sagði einn
vinur Olafs Björnssonar, Klemens Tryggvason.4 Stefán lauk prófi
frá Prestaskólanum í Reykjavík 1875. Eftir það var hann í eitt ár
kennari í barnaskóla á Vatnsleysuströnd, en síðan var honum veitt
Bergstaðaprestakall í Húnaþingi 1876. Þá um sumarið gekk hann að
eiga frændkonu sína, Þorbjörgu Halldórsdóttur. Hún var fædd 12.
október 1851, dóttir hjónanna Halldórs Sigurðssonar á Ulfsstöðum í
Loðmundarfirði og Hildar Eiríksdóttur, systur þeirra Jóns landfóg-
etaskrifara, föður Stefáns, og Magnúsar guðfræðings. Þau Stefán og
Þorbjörg hófu síðan búskap á Bergstöðum. Tveir synir þeirra, sem þar
fæddust, komust á legg, Eiríkur og Björn, og urðu báðir prestar. Árið
1885 var séra Stefáni veitt Auðkúla í Svínavatnshreppi, og fluttist fjöl-
skyldan þangað í fardögum 1886. Þar eignuðust þau þrjú börn, sem
upp komust, Lárus bónda, Hilmar, bankastjóra Búnaðarbankans, og
Hildi. Árið 1895 andaðist Þorbjörg, kona séra Stefáns, eftir langa og
stranga sjúkdómslegu. Þremur árum síðar gekk séra Stefán að eiga
Þóru Jónsdóttur, og komst ein dóttir þeirra upp, Sigríður. „í trúarboð-
un sinni var séra Stefán jafnan frjálslyndur og mildur, og mun óhætt að