Andvari - 01.01.2016, Side 20
18
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
umönnun?“20 Eftir gagnfræðaprófið stytti Ólafur sér aftur leið og las
fimmta bekk utan skóla sumarið 1930, en sat í sjötta bekk veturinn
1930-1931. Þá átti hann í ritdeilu í blaði menntaskólanema við Halldór
Pálsson frá Guðlaugsstöðum um stærðfræði og latínu. Hélt Ólafur
fram latínu, því að hún skerpti hug manna og hefði auk þess bók-
menntagildi. Ekki er víst, að þeir Ólafur og Halldór hafi sjálfir tekið
allt alvarlega, sem þeir skrifuðu þá.21 A stúdentsprófi vorið 1931 var
Ólafur þrátt fyrir ungan aldur næsthæstur með 7,36 á 0rsted-kvarða.22
Hagfrœðistúdent í Kaupmannahöfn: 1931-1938
Veturinn 1931-1932 sat Ólafur Björnsson í lagadeild Háskóla Islands,
sem þá var haldinn í Alþingishúsinu. Hann hafði ekki sótt um stóra
styrkinn, sem veittur var nokkrum bestu námsmönnum hvers árs, og
fjárráðin leyfðu ekki utanför án slíks styrks. Haustið 1931 var gerð
könnun á þörf þjóðarinnar fyrir háskólamenn, og samkvæmt henni
þurfti aðeins þrjá til fjóra lögfræðinga á ári, en í lagadeildina höfðu
innritast sautján manns. Ólafi sóttist laganámið ágætlega, en hætti að
sækja tíma á miðjum vetri. Tók hann þó próf í forspjallsvísindum og
hlaut ágætiseinkunn, 7,33 á 0rsted-kvarða.23 Akvað hann að leita eftir
styrk til náms við Kaupmannahafnarháskóla í hagfræði, sem hann hélt,
að væri aðallega tölfræði, en hún lá vel fyrir honum. „Það má því segja,
að ég hafi farið út í hagfræðina á röngum forsendum,“ sagði hann síðar
kímileitur.24 Ólafur hlaut styrkinn og hélt til Kaupmannahafnar haust-
ið 1932. Þar var hann einn af síðustu nemendum hins fræga hagfræði-
prófessors Lauritz Bircks, sem lést snemma árs 1933. Birck hafði setið
á þingi fyrir hægri menn, en var sjálfstæður í skoðunum og kjarnyrtur,
jafnvel stundum stóryrtur. Varð Ólafi minnisstætt, þegar Birck sagði
eitt sinn, að páfagaukur gæti verið seðlabankastjóri í landi, þar sem
gjaldmiðillinn væri á gullfæti.25 Með þessu var hann að leggja áherslu
á, að gullfótur eins og tíðkast hafði fyrir 1914 stuðlaði að jafnvægi í
gjaldeyrismálum og alþjóðaviðskiptum án beinnar milligöngu neins
sérstaks aðila. Þá gátu seðlabankar ekki gefið út meira af seðlum en
gullforði þeirra leyfði. Birck þótti utan við sig, og voru sagðar margar
sögur af honum, sem sumar voru síðan heimfærðar á Ólaf Björnsson.
Til dæmis sat Birck dag einn á skrifstofu sinni og sökkti sér niður í