Andvari - 01.01.2016, Síða 22
20
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
en hann hreifst um skeið af sósíalismanum. „Menn töldu, að einka-
framtakið væri gjaldþrota, og litu til sósíalismans,“ sagði hann, þegar
hann rifjaði þessi ár upp. „Fjórði hver maður var líklega atvinnulaus,
og á öllu „Strikinu“, frá Kóngsins nýja torgi til Ráðhússtorgsins, seldu
menn svonefnt atvinnuleysingjablað, en það var í rauninni ekki annað
en dulbúið betl, því að fæstir þeir, sem keyptu það, lásu það, flestir
fleygðu því.“31 Þessi árin höfðu róttækir stúdentar í Kaupmannahöfn
hist reglulega og haft með sér fræðsluhring. I október 1936 stofnuðu
þeir félag, sem þeir kölluðu Kyndil, og gekk um helmingur íslensku
námsmannanna í borginni í það. Tilgangur félagsins var „að safna
saman róttækum og frjálslyndum kröftum meðal íslenskra mennta-
manna í Kaupmannahöfn til þátttöku í þjóðfélags- og menningarmálum
íslendinga á grundvelli róttækrar umbótastefnu til sóknar gegn íhaldi
og fasisma“.32 Fundir voru fyrsta kastið haldnir annan hvern sunnu-
dag. Hélt þá einhver erindi, en síðan ræddu menn saman og fengu sér
kaffisopa. Fyrsta mánuðinn voru haldin tvö fræðslunámskeið. Sverrir
Kristjánsson leiðbeindi um sögulega efnishyggju og Ólafur Björnsson
um hagfræði. Formaður var Hermann Einarsson, sem varð síðar
virtur fiskifræðingur. Með honum í stjórn voru Ólafur Björnsson og
Óskar Bjarnason, sem stundaði nám í efnaverkfræði og starfaði síðar
hjá Atvinnudeild Háskólans. A meðal annarra félaga í Kyndli voru
Lárus Pálsson, þá leiklistarnemi, síðar alþekktur leikari, Sigurður
Guðmundsson, síðar ritstjóri Þjóðviljans, Jakob Benediktsson, síðar
fornfræðingur og þýðandi Kiljans á dönsku, og Dagný Ellingsen, sem
lést ung.33
Fyrstu árin í Kaupmannahöfn leigði Ólafur Björnsson hjá dönskum
hjónum og var þar líka í fæði. En síðustu tvö árin í Höfn og hálfu
betur bjó hann á dönskum stúdentagarði við Tagensvej. Hann vann
ekkert með náminu fyrstu árin, en síðustu tvö árin útvegaði dansk-
ur skólabróðir honum hlutastarf á veitingastað. Þar var borðbúnað-
ur þveginn upp í vélum, og var hlutverk Ólafs að setja í vélarnar og
taka úr þeim aftur. Nokkrir aðrir stúdentar unnu þar, og fyrir vinnuna
fengu þeir fullt fæði.34 Ólafur var um það ólíkur mörgum öðrum
Hafnarstúdentum, að hann umgekkst ekki síður danska skólabræð-
ur sína en íslenska. Margir þeirra urðu kunnir menn, meðal annarra
Viggo Kampmann og Jens Otto Krag, sem báðir urðu leiðtogar jafnað-
armanna og forsætisráðherrar, og Knud B. Andersen, sem varð einnig
jafnaðarmaður og ráðherra í dönsku ríkisstjórninni.35 „Eg varð þess