Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2016, Side 27

Andvari - 01.01.2016, Side 27
ANDVARI ÓLAFUR BJÖRNSSON 25 Hann skrifaði líka um Adam Smith, leiddi rök að því, að viðskipta- frelsi væri ekki sérhagsmunamál atvinnurekenda og að samvinnufyr- irtæki fengju þrifist innan samkeppnisskipulagsins, þótt misráðið væri að valdbjóða þau eða ívilna þeim. Einnig andmælti hann hugmyndum um innflutningsverslun ríkisins í líkingu við þá, sem rekin hafði verið í heimsstyrjöldinni fyrri.53 Ólafur skrifaði enn fremur gegn sósíalisma í Samtíðina.54 Smám saman varð Morgunblaðið aðalvettvangur Ólafs Björnssonar, og var svo alla tíð. Ein fyrsta grein Ólafs í Morgunblaðinu birtist í árs- byrjun 1941, og varaði hann þar við víxlverkun kaupgjalds og verðlags. Kvað þar við sama stef og í mörgum greinum hans síðar, að tilgangs- laust væri að knýja fram kauphækkanir umfram getu atvinnuveganna, því að það hefði aðeins í för með sér verðbólgu.55 Þjóðviljinn réðst óðar á þennan „hagfræðing afturhaldsins“, sem ekki vildi hækka kaup alþýðu manna.56 Um þær mundir var hreyfing ráðstjórnarvina öflug á íslandi. Árið 1942 kom út á íslensku bókin Undir ráðstjórn eftir Hewlett Johnson, dómprófast í Kantaraborg, og hélt höfundur þar því fram, að í Ráðstjórnarríkjunum væri hið eina sanna lýðræði, því að þar réði verkalýðurinn yfir framleiðslutækjunum. Þetta varð Ólafi til- efni til að skrifa tvær greinar í Morgunblaðið um, hvort sósíalismi og lýðræði gætu farið saman. Ólafur benti á, að aðeins fengi einn flokkur að bjóða fram þar eystra, og myndi það á Islandi þykja ófullkomið lýð- ræði. Johnson dómprófastur hefði líka rangt fyrir sér um það, að for- sendur hagsmunabaráttunnar og um leið stjórnmálabaráttunnar hyrfu við sósíalisma: „Nei, grundvöllur hagsmunabaráttu milli mismunandi atvinnustétta er fyrir hendi undir hvaða þjóðskipulagi sem er, meðan við ekki lifum í Slæpingjalandi, þar sem steiktar gæsir fljúga mönnum í munn þeim að fyrirhafnarlausu.“ Ólafur benti einnig á ýmis vand- kvæði á miðstýringu, sem sósíalistar myndu reyna að leysa með því að takmarka frjálsa skoðanamyndun.57 Greinum Ólafs Björnssonar var illa tekið í blöðum jafnaðarmanna og sósíalista. Alþýðublaðið kvaðst ekki trúa hagfræði Ólafs. Hefðu Kveldúlfsmenn sett hann í embætti.58 Þjóðviljinn skrifaði: „En menn hlýtur að reka í rogastans yfir þeim dæmalausa hugtakaruglingi, sem þessi hagfræðingur gerir sig sekan um í grein sinni,“59 Ólafur svaraði fullum hálsi og benti á, að miklu erfiðara væri að gera greinarmun á kapítalista og öreiga en á dögum Marx. Maður, sem ætti milljón inni á banka, en ynni samt í Bretavinnunni, væri talinn öreigi, jafnvel þótt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.