Andvari - 01.01.2016, Page 27
ANDVARI
ÓLAFUR BJÖRNSSON 25
Hann skrifaði líka um Adam Smith, leiddi rök að því, að viðskipta-
frelsi væri ekki sérhagsmunamál atvinnurekenda og að samvinnufyr-
irtæki fengju þrifist innan samkeppnisskipulagsins, þótt misráðið væri
að valdbjóða þau eða ívilna þeim. Einnig andmælti hann hugmyndum
um innflutningsverslun ríkisins í líkingu við þá, sem rekin hafði verið
í heimsstyrjöldinni fyrri.53 Ólafur skrifaði enn fremur gegn sósíalisma
í Samtíðina.54
Smám saman varð Morgunblaðið aðalvettvangur Ólafs Björnssonar,
og var svo alla tíð. Ein fyrsta grein Ólafs í Morgunblaðinu birtist í árs-
byrjun 1941, og varaði hann þar við víxlverkun kaupgjalds og verðlags.
Kvað þar við sama stef og í mörgum greinum hans síðar, að tilgangs-
laust væri að knýja fram kauphækkanir umfram getu atvinnuveganna,
því að það hefði aðeins í för með sér verðbólgu.55 Þjóðviljinn réðst
óðar á þennan „hagfræðing afturhaldsins“, sem ekki vildi hækka kaup
alþýðu manna.56 Um þær mundir var hreyfing ráðstjórnarvina öflug
á íslandi. Árið 1942 kom út á íslensku bókin Undir ráðstjórn eftir
Hewlett Johnson, dómprófast í Kantaraborg, og hélt höfundur þar því
fram, að í Ráðstjórnarríkjunum væri hið eina sanna lýðræði, því að
þar réði verkalýðurinn yfir framleiðslutækjunum. Þetta varð Ólafi til-
efni til að skrifa tvær greinar í Morgunblaðið um, hvort sósíalismi og
lýðræði gætu farið saman. Ólafur benti á, að aðeins fengi einn flokkur
að bjóða fram þar eystra, og myndi það á Islandi þykja ófullkomið lýð-
ræði. Johnson dómprófastur hefði líka rangt fyrir sér um það, að for-
sendur hagsmunabaráttunnar og um leið stjórnmálabaráttunnar hyrfu
við sósíalisma: „Nei, grundvöllur hagsmunabaráttu milli mismunandi
atvinnustétta er fyrir hendi undir hvaða þjóðskipulagi sem er, meðan
við ekki lifum í Slæpingjalandi, þar sem steiktar gæsir fljúga mönnum
í munn þeim að fyrirhafnarlausu.“ Ólafur benti einnig á ýmis vand-
kvæði á miðstýringu, sem sósíalistar myndu reyna að leysa með því að
takmarka frjálsa skoðanamyndun.57
Greinum Ólafs Björnssonar var illa tekið í blöðum jafnaðarmanna
og sósíalista. Alþýðublaðið kvaðst ekki trúa hagfræði Ólafs. Hefðu
Kveldúlfsmenn sett hann í embætti.58 Þjóðviljinn skrifaði: „En menn
hlýtur að reka í rogastans yfir þeim dæmalausa hugtakaruglingi, sem
þessi hagfræðingur gerir sig sekan um í grein sinni,“59 Ólafur svaraði
fullum hálsi og benti á, að miklu erfiðara væri að gera greinarmun á
kapítalista og öreiga en á dögum Marx. Maður, sem ætti milljón inni
á banka, en ynni samt í Bretavinnunni, væri talinn öreigi, jafnvel þótt