Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2016, Side 28

Andvari - 01.01.2016, Side 28
26 HANNES HOLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI bankinn lánaði síðan peningana útgerðarmanni til að geta ávaxtað þá. En maður, sem ætti kot inni í afdal, væri hins vegar talinn kapítal- isti, hefði hann ungling til snúninga.60 Þá skrifaði Þjóðviljinn: „Hann talar um sósíalisma eins og reykvísk yfirstéttarfrú, sem gengið hefur á vikukúrsus í þjóðfélagsfræði í sjálfstæðiskvennafélaginu Hvöt.“61 Ólafur lét sér hvergi bregða: Ég vil strax taka það fram, að það þýðir ekkert að ætla sér að blanda Sjálfstæðisflokknum, Kveldúlfi eða sjálfstæðiskvennaféiaginu Hvöt inn í þessar deilur. Fyrst og fremst er það ekki satt, að ég sé háður neinum stjórn- mála- né hagsmunasamtökum, og jafnvel þótt svo væri, yrðu skoðanir mínar ekki hraktar á þeim grundvelli.62 Morgunblaðið varði Ólaf: „Greinar Ólafs Björnssonar voru ádeilulaus- ar með öllu. Hann tók málefnið til meðferðar og ræddi það svo skýrt og skilmerkilega, að það lá ljóst fyrir hverjum manni.“63 Haustið 1942 skrifaði Ólafur aftur um verðbólgu í Morgunblaðið. Taldi hann stríðs- gróðaskatt ekki til þess fallinn, að hún hjaðnaði.64 Nú var verðbólga ein- mitt orðin aðaláhyggjuefnið á Islandi. Mikil þensla var á vinnumarkaði allt árið 1942. Sósíalistar voru áhrifamiklir í verkalýðshreyfingunni og herskáir, og unnu þeir sigra í tvennum þingkosningum á árinu, sumar og haust 1942. Ólíkt því, sem gerðist á öðrum Norðurlöndum, urðu þeir öflugri en jafnaðarmenn. Eftir að kjördæmaskipaninni hafði verið breytt þá um haustið, tókst ekki að mynda meirihlutastjórn, og var þá skipuð utanþingsstjórn undir forsæti dr. Björns Þórðarsonar. Ólafur Björnsson tók aftur upp þráðinn frá von Mises og Hayek sumarið 1943 í blaðagreinum um „Þjóðnýtingu og þegnlegt jafn- rétti“. Spurði hann: „Eru líkur á, að minni misbeiting hagvaldsins og hins pólitíska valds ættu sér stað, þegar valdhafarnir hefðu aðstöðu til þess að ákveða sjálfir, hve mikla gagnrýni gerða sinna þeir leyfðu?“65 Morgunblaðið kunni vel að meta sjónarmið Ólafs og skrifaði í leið- ara: „Hafa greinar hans jafnan verið lesnar með óskiptri athygli, enda eru þær rökfastar og skilmerkilegar og lausar við alla áreitni.“66 En blaðið var áreiðanlega ekki eins ánægt með afstöðu hins unga hag- fræðings í öðru máli, fyrirhuguðum sambandsslitum við Dani. Bjarni Benediktsson, lagaprófessor og borgarstjóri, hafði sett fram þá kenn- ingu þegar árið 1940, að við hernám Danmerkur þá um vorið hefðu Danir orðið ófærir um að framfylgja sambandslagasáttmálanum frá 1918, og væru Islendingar því óbundnir af honum.67 Giltu þá einu, að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.