Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2016, Page 34

Andvari - 01.01.2016, Page 34
32 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI og Alþýðuflokks, sem kölluð var nýsköpunarstjórnin, því að hún setti sér það mark að nota hinar miklu gjaldeyristekjur, sem safnast höfðu saman á stríðsárunum, til að kaupa ný atvinnutæki, aðallega í sjávar- útvegi, en líka í öðrum greinum atvinnulífsins. Nú var líka ljóst, að stríðinu var að ljúka með sigri Bandamanna, og veltu margir fyrir sér, hvað þá tæki við. Arið 1944 kom út í Bretlandi bókin Leiðin til ánauð- ar eftir Friðrik Hayek. Hún vakti þegar harðar deilur, því að Hayek hélt þar því fram, að sósíalisminn, jafnvel í þeirri mynd, sem jafnaðarmenn hefðu hugsað sér hann, leiddi til alræðis, kúgunar og eymdar. Fasismi og kommúnismi væru náskyldar stefnur: Fasisminn hefði í rauninni verið sósíalismi miðstéttarinnar, eftir að frjálshyggja nítjándu aldar hefði víða liðið undir lok. Útdráttur úr bók Hayeks birtist í hinu víð- lesna bandaríska tímariti Reader’s Digest í apríl 1945, og þannig náði höfundur til miklu fjölmennari lesendahóps en ella, enda var útdrátt- urinn haglega gerður af ritsnillingnum Max Eastman. I Reykjavík las ungur maður þennan útdrátt með athygli. Hann var Geir Hallgrímsson, sem var að ljúka fyrsta ári í lögfræði, sonur Hallgríms Benediktssonar, heildsala, bæjarfulltrúa í Reykjavík og stjórnarmanns í Arvakri, út- gáfufélagi Morgunblaðsins. Geir var í ritstjórn sérstakrar síðu, sem ungir sjálfstæðismenn héldu úti í Morgunblaðinu. I lagadeildinni sótti Geir námskeið í hagfræði hjá Olafi Björnssyni, og leitaði hann nú til kennara síns um að þýða útdráttinn, og varð Ólafur fúslega við því og minntist ekki á neina greiðslu.86 Fyrsti hlutinn birtist í Morgunblaðinu 21. júlí 1945 ásamt inngangi eftir Ólaf. Birtust næstu vikur 11 kaflar úr útdrættinum á æskulýðssíðu Morgunblaðsins, allt fram til 29. septem- ber. Málgögn Sósíalistaflokksins og Alþýðuflokksins, Þjóðviljinn og Alþýðublaðið, brugðust ókvæða við, og urðu harðar deilur um boðskap Hayeks næstu vikur og mánuði. Deilurnar á íslandi um áætlunarbúskap áttu sér hliðstæður í um- ræðum annars staðar á Norðurlöndum á sama tíma um það skipulag, sem rísa ætti eftir stríð.87 Það var því að vonum, að ungur hagfræð- ingur, nýkominn frá Svíþjóð og virkur í Sósíalistaflokknum, Jónas H. Haralz, tæki til andsvara við boðskap Friðriks Hayeks og Ólafs Björnssonar. Setti hann fram ýmis efnisleg rök gegn boðskap Hayeks. Hann taldi Hayek vanmeta þá frelsisskerðingu, sem fælist í aðstöðu- mun launþega og vinnuveitenda á markaði. Hayek gerði líka sósíal- istum á Vesturlöndum upp skoðanir að sögn Jónasar. Þeir ætluðu ekki að taka upp miðstýrðan áætlunarbúskap, heldur þjóðnýta ýmsar at-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.