Andvari - 01.01.2016, Síða 34
32
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
og Alþýðuflokks, sem kölluð var nýsköpunarstjórnin, því að hún setti
sér það mark að nota hinar miklu gjaldeyristekjur, sem safnast höfðu
saman á stríðsárunum, til að kaupa ný atvinnutæki, aðallega í sjávar-
útvegi, en líka í öðrum greinum atvinnulífsins. Nú var líka ljóst, að
stríðinu var að ljúka með sigri Bandamanna, og veltu margir fyrir sér,
hvað þá tæki við. Arið 1944 kom út í Bretlandi bókin Leiðin til ánauð-
ar eftir Friðrik Hayek. Hún vakti þegar harðar deilur, því að Hayek hélt
þar því fram, að sósíalisminn, jafnvel í þeirri mynd, sem jafnaðarmenn
hefðu hugsað sér hann, leiddi til alræðis, kúgunar og eymdar. Fasismi
og kommúnismi væru náskyldar stefnur: Fasisminn hefði í rauninni
verið sósíalismi miðstéttarinnar, eftir að frjálshyggja nítjándu aldar
hefði víða liðið undir lok. Útdráttur úr bók Hayeks birtist í hinu víð-
lesna bandaríska tímariti Reader’s Digest í apríl 1945, og þannig náði
höfundur til miklu fjölmennari lesendahóps en ella, enda var útdrátt-
urinn haglega gerður af ritsnillingnum Max Eastman. I Reykjavík las
ungur maður þennan útdrátt með athygli. Hann var Geir Hallgrímsson,
sem var að ljúka fyrsta ári í lögfræði, sonur Hallgríms Benediktssonar,
heildsala, bæjarfulltrúa í Reykjavík og stjórnarmanns í Arvakri, út-
gáfufélagi Morgunblaðsins. Geir var í ritstjórn sérstakrar síðu, sem
ungir sjálfstæðismenn héldu úti í Morgunblaðinu. I lagadeildinni sótti
Geir námskeið í hagfræði hjá Olafi Björnssyni, og leitaði hann nú til
kennara síns um að þýða útdráttinn, og varð Ólafur fúslega við því og
minntist ekki á neina greiðslu.86 Fyrsti hlutinn birtist í Morgunblaðinu
21. júlí 1945 ásamt inngangi eftir Ólaf. Birtust næstu vikur 11 kaflar úr
útdrættinum á æskulýðssíðu Morgunblaðsins, allt fram til 29. septem-
ber. Málgögn Sósíalistaflokksins og Alþýðuflokksins, Þjóðviljinn og
Alþýðublaðið, brugðust ókvæða við, og urðu harðar deilur um boðskap
Hayeks næstu vikur og mánuði.
Deilurnar á íslandi um áætlunarbúskap áttu sér hliðstæður í um-
ræðum annars staðar á Norðurlöndum á sama tíma um það skipulag,
sem rísa ætti eftir stríð.87 Það var því að vonum, að ungur hagfræð-
ingur, nýkominn frá Svíþjóð og virkur í Sósíalistaflokknum, Jónas
H. Haralz, tæki til andsvara við boðskap Friðriks Hayeks og Ólafs
Björnssonar. Setti hann fram ýmis efnisleg rök gegn boðskap Hayeks.
Hann taldi Hayek vanmeta þá frelsisskerðingu, sem fælist í aðstöðu-
mun launþega og vinnuveitenda á markaði. Hayek gerði líka sósíal-
istum á Vesturlöndum upp skoðanir að sögn Jónasar. Þeir ætluðu ekki
að taka upp miðstýrðan áætlunarbúskap, heldur þjóðnýta ýmsar at-