Andvari - 01.01.2016, Side 35
ANDVARl
ÓLAFUR BJÖRNSSON
33
vinnugreinar, sem mikilvægar væru til að stjórna fjárfestingu. Jónas
kvað Sjálfstæðisflokknum ráðlegt að finna sér annan spámann en
Hayek, til dæmis þá Beveridge eða Keynes.88 Samherjar Jónasar í
Sósíalistaflokknum voru ekki eins kurteisir. Þeir kölluðu Leiðina til
ánauðar „ómerkilega bókarskruddu“. Nú hefði Jónas tekist á hendur
„að hrekja þennan Morgunblaðsvaðal og sýna fram á hina ósvífnu stað-
reyndafölsun þessa andlega líks“.89 I leiðara Þjóðviljans var skrifað,
að Morgunblaðinu gæti orðið hált á því að taka upp boðskap Hayeks
um dreifingu valds. Væri ekki valddreifing að taka togarana af örfá-
um eigendum og láta þá í hendur fjölmennum bæjarfélögum? Tæknin
krefðist líka stærri eininga. Er ekki laust við, að heyra megi bergmál
úr Kommúnistaávarpinu í leiðaranum:
Dreifing valdsins í atvinnulífinu, framkvæmd með eignarrétti margra smárra
eigenda, er hlutur, sem tilheyrir því liðna. Þróun tækninnar, sem útrýmdi
róðrarbátunum og litlu smiðjunum, en setur togara og stálsmiðjur nútímans
í stað, afnemur þessa dreifíngu valdsins í atvinnulífinu jafnvægðarlaust og
þróunin í vopnaframleiðslunni útrýmir sverðunum og setur atómsprengjuna í
staðinn. Og það mun jafnvonlaust fyrir Morgunblaðið og spámann þess, fáráð-
linginn Hayek, að ræða við Bandaríkjastjórn um að skipta á atómsprengju og
harakiri-sverði Japana eins og að ræða við Standard Oil um að láta nú hvern
einstakan bónda fara að bora út af fyrir sig á sínu litla olíusvæði og flytja svo
olíuna á tunnum á hestvagni í staðinn fyrir í olíuleiðslunum miklu.90
Blaðið herti á nokkrum dögum síðar og sagði: „Vinnuveitendurnir
verða færri og stærri, launþegarnir fleiri, og launþegarnir eiga atvinnu
sína og afkomu að öllu leyti undir geðþótta vinnuveitendanna. Það
þarf heims-viðundur eins og Hayek til að mótmæla þessu, eða kannski
það nægi landsviðundur eins og Olaf Björnsson.“91
Ólafur Björnsson svaraði athugasemdum Jónasar H. Haralz skil-
merkilega í Morgunblaðinu. Hann kvað Hayek ekki hafa skrifað
fræðilegt verk, heldur stjórnmálarit. Hann væri ekki að bera saman
miðstýrðan áætlunarbúskap annars vegar og fullkomið samkeppni-
skipulag hins vegar, heldur að vara við þeirri þróun í stjórnmálum,
sem orðið gæti við það, að horfið væri frá séreignarrétti og dreifingu
valds á Vesturlöndum, en tekin upp ríkisforsjá og víðtæk skipulagn-
ing atvinnulífsins. I hagkerfi eins og sósíalistar hugsuðu sér tækju að-
eins örfáir menn ákvarðanir um nýtingu framleiðslutækjanna. En til
dæmis væru á Islandi um 10 þúsund sjálfstæðir atvinnurekendur, þar
af tæplega 4.300 einyrkjar. Ólafur kvað líka óvíst, að tækniþróunin