Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2016, Page 35

Andvari - 01.01.2016, Page 35
ANDVARl ÓLAFUR BJÖRNSSON 33 vinnugreinar, sem mikilvægar væru til að stjórna fjárfestingu. Jónas kvað Sjálfstæðisflokknum ráðlegt að finna sér annan spámann en Hayek, til dæmis þá Beveridge eða Keynes.88 Samherjar Jónasar í Sósíalistaflokknum voru ekki eins kurteisir. Þeir kölluðu Leiðina til ánauðar „ómerkilega bókarskruddu“. Nú hefði Jónas tekist á hendur „að hrekja þennan Morgunblaðsvaðal og sýna fram á hina ósvífnu stað- reyndafölsun þessa andlega líks“.89 I leiðara Þjóðviljans var skrifað, að Morgunblaðinu gæti orðið hált á því að taka upp boðskap Hayeks um dreifingu valds. Væri ekki valddreifing að taka togarana af örfá- um eigendum og láta þá í hendur fjölmennum bæjarfélögum? Tæknin krefðist líka stærri eininga. Er ekki laust við, að heyra megi bergmál úr Kommúnistaávarpinu í leiðaranum: Dreifing valdsins í atvinnulífinu, framkvæmd með eignarrétti margra smárra eigenda, er hlutur, sem tilheyrir því liðna. Þróun tækninnar, sem útrýmdi róðrarbátunum og litlu smiðjunum, en setur togara og stálsmiðjur nútímans í stað, afnemur þessa dreifíngu valdsins í atvinnulífinu jafnvægðarlaust og þróunin í vopnaframleiðslunni útrýmir sverðunum og setur atómsprengjuna í staðinn. Og það mun jafnvonlaust fyrir Morgunblaðið og spámann þess, fáráð- linginn Hayek, að ræða við Bandaríkjastjórn um að skipta á atómsprengju og harakiri-sverði Japana eins og að ræða við Standard Oil um að láta nú hvern einstakan bónda fara að bora út af fyrir sig á sínu litla olíusvæði og flytja svo olíuna á tunnum á hestvagni í staðinn fyrir í olíuleiðslunum miklu.90 Blaðið herti á nokkrum dögum síðar og sagði: „Vinnuveitendurnir verða færri og stærri, launþegarnir fleiri, og launþegarnir eiga atvinnu sína og afkomu að öllu leyti undir geðþótta vinnuveitendanna. Það þarf heims-viðundur eins og Hayek til að mótmæla þessu, eða kannski það nægi landsviðundur eins og Olaf Björnsson.“91 Ólafur Björnsson svaraði athugasemdum Jónasar H. Haralz skil- merkilega í Morgunblaðinu. Hann kvað Hayek ekki hafa skrifað fræðilegt verk, heldur stjórnmálarit. Hann væri ekki að bera saman miðstýrðan áætlunarbúskap annars vegar og fullkomið samkeppni- skipulag hins vegar, heldur að vara við þeirri þróun í stjórnmálum, sem orðið gæti við það, að horfið væri frá séreignarrétti og dreifingu valds á Vesturlöndum, en tekin upp ríkisforsjá og víðtæk skipulagn- ing atvinnulífsins. I hagkerfi eins og sósíalistar hugsuðu sér tækju að- eins örfáir menn ákvarðanir um nýtingu framleiðslutækjanna. En til dæmis væru á Islandi um 10 þúsund sjálfstæðir atvinnurekendur, þar af tæplega 4.300 einyrkjar. Ólafur kvað líka óvíst, að tækniþróunin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.