Andvari - 01.01.2016, Síða 36
34
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
leiddi óhjákvæmilega til einokunar í stað samkeppni. Á dögum Marx
hefði til dæmis litið út fyrir, að járnbrautir myndu lenda í höndum auð-
hringa. En nú hefðu bílar hnekkt þeirri einokunaraðstöðu. Rafmagnið
hefði líka auðveldað litlum iðnfyrirtækjum leikinn. Hafa yrði í huga,
að ríkið hefði oft stuðlað að einokun, til dæmis með tollmúrum og
öðrum viðskiptatálmunum og margvíslegum stuðningi við hagsmuna-
samtök, sem vildu takmarka samkeppni. Aðalatriðið væri, að sam-
keppnin fengi að þrífast neytendum til hagsbóta á þeim sviðum, þar
sem skilyrði væru fyrir henni. Þótt Jónas H. Haralz teldi möguleika
á lýðræðislegri áætlanagerð, væri gallinn sá, að þá væri ekki nýtt sú
þekking, sem dreifðist nú á hina fjölmörgu eigendur atvinnutækjanna.
Ólafur vísaði því á bug, að Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti einhvern
einn spámann, hvort sem hann héti Keynes, Beveridge eða Hayek.
Hann gæti nýtt sér það, sem nýtilegt væri úr kenningum Keynes og
Beveridges, „þótt almenningi hafi verið gefinn kostur á að kynnast
hinni rökföstu gagnrýni próf. Hayeks á sósíalismanum“.92 Ólafur bætti
því við í stuttri athugasemd við skrif Þjóðviljans, að fræðimenn mættu
auðvitað hafa stjórnmálaskoðanir, en hitt væri annað mál, að í vísind-
um væri ekkert til, sem héti „gott“ eða „vont“, heldur væri þar aðeins
leitast við að rekja orsakasamhengi hluta.93
Þjóðviljinn hélt áfram að ráðast á þá Hayek og Ólaf: „Landsviðundrið
Ólafur hefur nú viðurkennt, að heimsviðundrið Hayek hafi ekki skrifað
bók sína um þessi efni sem vísindalegt hagfræðirit, heldur sem „áróð-
ursrit“ fyrir stjórnmálastefnu íhaldsmanna.“ Blaðið endurtók síðan þá
kenningu sína, að meira lýðræði væri í því fólgið, að hinn vinnandi
fjöldi ætti atvinnutækin en auðmenn eins og Ólafur Thors og Björn
Ólafsson.94 Jónas H. Haralz svaraði einnig Ólafi. Hafði hann meiri trú
en Ólafur á því, að opinberar stofnanir gætu í umboði löggjafarþinga
og með aðstoð sérfræðinga samið og framkvæmt heildaráætlanir um
þróun atvinnulífsins.95 Enn svaraði Ölafur Jónasi. Lagði hann áherslu
á hið mikla og víðtæka vald, sem lagt yrði í hendur opinberra starfs-
manna, væru atvinnufyrirtæki þjóðnýtt. Taldi hann litlar líkur á því,
að það yrði notað skynsamlega, en hitt einmitt líklegra, að það yrði
misnotað. „Jafnvel þótt þegnum þessa þjóðfélags væri tryggður réttur
til atvinnu, væri auðvelt að framkvæma það þannig, að líf þeirra, er
stjórnarvöldin teldu sér andvíga, væri raunveruleg fangabúðatilvera.“96
í nokkrum forystugreinum tók Morgunblaðið undir með Hayek og
Ólafi Björnssyni. Ekki mætti skilja Hayek svo, að íslenskir lýðræðis-