Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2016, Síða 37

Andvari - 01.01.2016, Síða 37
ANDVARI ÓLAFUR BJÖRNSSON 35 jafnaðarmenn ættu þá ósk heitasta að stofna þrælkunarbúðir á íslandi. Hann væri öllu heldur að vara við óæskilegri og hættulegri þróun, þegar hagvaldið væri lagt í hendur stjórnvalda ásamt hinu hefðbundna ríkisvaldi.97 Arið 1946 gaf Samband ungra sjálfstæðismanna útdrátt- inn úr Leiðinni til ánauðar út í sérstökum bæklingi með formála eftir Jóhann Hafstein, þáverandi formann SUS. Skrifaði Olafur Björnsson fleiri greinar um þennan boðskap í málgögn sjálfstæðismanna.98 Haustið 1946 rufu sósíalistar samstarfið við Sjálfstæðisflokk og Alþýðuflokk vegna ágreinings um utanríkismál. Ólafi Thors féll það miður, því að hann hafði unað sér vel við nýsköpunina. Var nefnd fjög- urra hagfræðinga nú falið að leggja á ráðin um stefnuna í efnahags- málum. Ólafur Björnsson var fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Klemens Tryggvason Framsóknarflokksins, Jónas H. Haralz Sósíalistaflokksins og Gylfi Þ. Gíslason Alþýðuflokksins.99 Aður en hagfræðingarnir hófu störf, héldu leiðtogar stjórnmálaflokkanna fjögurra á þingi fund með þeim í þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins í Alþingishúsinu. Ólafur Thors sagðist þar ekki hafa mikla trú á þessu tiltæki.100 Þegar nefndin settist yfir verkefni sitt, varð henni ljóst, að gjaldeyrir þjóðar- innar var að ganga til þurrðar. Meginskýringin var, að á stríðsárunum hafði verið miklu meiri verðbólga á íslandi en grannríkjunum: Verðlag hafði hækkað um 180% á íslandi, en aðeins um 30-40% í Bretlandi og Bandaríkjunum.101 Þar eð gengi hafði haldist óbreytt, hafði innflutt vara verið mjög ódýr og flætt inn í landið. Utflutningsatvinnuvegirnir höfðu skrimt þrátt fyrir hið háa gengi vegna góðra aflabragða og mik- illar eftirspurnar eftir fiski erlendis, en nú stóðu þeir frammi fyrir miklum vanda. Hagfræðingarnir fjórir gagnrýndu nýsköpunarframkvæmdirnar og töldu ekki annarra kosta völ en herða höft og stjórna heildarfjárfest- ingunni. Ólafur Björnsson skrifaði undir álitsgerð þeirra með hálfum huga. „Og ég verð að játa, að líklega hefir álitsgerðin, sem við skil- uðum og sem var síðan prentuð, verið með lakari hagfræðiritum, sem skrifuð hafa verið hér á landi,“ sagði Ólafur. „En þá verða menn að hafa í huga, til hvers var ætlast af okkur. Við áttum samkvæmt því erindisbréfi, sem okkur var fengið, að kanna leiðir til að halda áfram Nýsköpuninni, en það var ljóst, að slíkt var ekki framkvæmanlegt nema með takmörkunum og jafnvel höftum.“102 Ólafur Thors tók álits- gerðinni illa. Hann sagði til dæmis við Gylfa Þ. Gíslason, að ráðuneyt- isstjórinn sinn hefði verið að nefna við sig, hvað greiða skyldi nefndar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.