Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2016, Síða 38

Andvari - 01.01.2016, Síða 38
36 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARl mönnunum fyrir störf sín, en Gylfi mætti gjarnan vita, að hann teldi þá ekki eiga að fá grænan eyri fyrir þetta!103 Eini stjórnmálaforing- inn, sem var ánægður með álitsgerðina, var Hermann Jónasson, og var það vegna þeirrar gagnrýni, sem þar var sett fram á stjórnarstefnuna 1944-1947, en þá var Hermann í stjórnarandstöðu.104 Þótt Ólafur Thors hefði áhuga á því að endurreisa nýsköpunar- stjórnina, tókst honum það ekki. Sósíalistar gerðu það að úrslitaat- riði, að ekki yrði samið við Bandaríkjamenn um neins konar að- stöðu á íslandi, eins og Ólafur hafði gert. I ársbyrjun 1947 myndaði Stefán Jóhann Stefánsson samstjórn Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Eysteinn Jónsson var menntamálaráðherra í hinni nýju ríkisstjórn, og eitt fyrsta verk hans í embætti var að aug- lýsa laust til umsóknar dósentsembætti í viðskiptafræðum, sem stofn- að hafði verið með lögum nr. 66/1944 og Ólafur gegndi. Mælt var, að Brynjólfur Bjarnason hefði harðneitað að skipa Ölaf í starfið þrátt fyrir tilmæli Háskólans, því að hann hefði kunnað honum litlar þakk- ir fyrir skrif hans um sósíalisma. Ólafur Björnsson var eini umsækj- andinn. í dómnefnd voru Gylfi Þ. Gíslason, Þorsteinn Þorsteinsson og Klemens Tryggvason, og taldi hún Ólaf hæfan. Skipaði ráðherra hann síðan í embætti dósents í laga- og hagfræðideild 13. maí 1947.105 Þegar Ólafur var eitt sinn spurður, hvers vegna svo hefði dregist að skipa hann í embætti, sagði hann af hógværð sinni: „Brynjólfur gerði ekkert til að koma mér úr starfi, en hann hefir líklega ekki kært sig um að styðja mig til kennslunnar í Háskólanum.“106 Olafur hélt áfram að tala gegn sósíalisma á opinberum vettvangi. Stúdentaráð Háskóla Islands hélt almennan umræðufund í Hátíðasal Háskóla íslands 18. mars 1947 um efnið: Er sósíalismi framkvæmanlegur á lýðræðisgrundvelli? Rökstuddu Ólafur Björnsson og Gylfi Þ. Gíslason sitt hvort svarið.107 Fannst stúdentum í viðskiptafræði og lögfræði gaman að sjá læri- meistara sína skiptast á skoðunum, þótt allt færi kurteislega fram. Þeir Ólafur og Gylfi létu nemendur ekki etja sér saman, þótt stundum væri það reynt. Þegar nemandi spurði Ólaf eitt sinn á rannsóknaræfingu, þar sem menn fengu sér stundum í staupinu, hvernig Gylfi gæti eftir þriggja ára nám sitt í Frankfurt staðið jafnfætis Ólafi eftir sex ára nám hans í Kaupmannahöfn, svaraði Ólafur og hló við: „O, menn kenna nú ekki meira en þeir kunna.“108 Ólafur birti enn fremur ritgerð í Skírni 1947 um Jón Sigurðsson og stefnur í verslunarmálum. Þar leiddi hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.