Andvari - 01.01.2016, Blaðsíða 38
36
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARl
mönnunum fyrir störf sín, en Gylfi mætti gjarnan vita, að hann teldi
þá ekki eiga að fá grænan eyri fyrir þetta!103 Eini stjórnmálaforing-
inn, sem var ánægður með álitsgerðina, var Hermann Jónasson, og var
það vegna þeirrar gagnrýni, sem þar var sett fram á stjórnarstefnuna
1944-1947, en þá var Hermann í stjórnarandstöðu.104
Þótt Ólafur Thors hefði áhuga á því að endurreisa nýsköpunar-
stjórnina, tókst honum það ekki. Sósíalistar gerðu það að úrslitaat-
riði, að ekki yrði samið við Bandaríkjamenn um neins konar að-
stöðu á íslandi, eins og Ólafur hafði gert. I ársbyrjun 1947 myndaði
Stefán Jóhann Stefánsson samstjórn Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks. Eysteinn Jónsson var menntamálaráðherra í
hinni nýju ríkisstjórn, og eitt fyrsta verk hans í embætti var að aug-
lýsa laust til umsóknar dósentsembætti í viðskiptafræðum, sem stofn-
að hafði verið með lögum nr. 66/1944 og Ólafur gegndi. Mælt var,
að Brynjólfur Bjarnason hefði harðneitað að skipa Ölaf í starfið þrátt
fyrir tilmæli Háskólans, því að hann hefði kunnað honum litlar þakk-
ir fyrir skrif hans um sósíalisma. Ólafur Björnsson var eini umsækj-
andinn. í dómnefnd voru Gylfi Þ. Gíslason, Þorsteinn Þorsteinsson og
Klemens Tryggvason, og taldi hún Ólaf hæfan. Skipaði ráðherra hann
síðan í embætti dósents í laga- og hagfræðideild 13. maí 1947.105 Þegar
Ólafur var eitt sinn spurður, hvers vegna svo hefði dregist að skipa
hann í embætti, sagði hann af hógværð sinni: „Brynjólfur gerði ekkert
til að koma mér úr starfi, en hann hefir líklega ekki kært sig um að
styðja mig til kennslunnar í Háskólanum.“106 Olafur hélt áfram að tala
gegn sósíalisma á opinberum vettvangi. Stúdentaráð Háskóla Islands
hélt almennan umræðufund í Hátíðasal Háskóla íslands 18. mars 1947
um efnið: Er sósíalismi framkvæmanlegur á lýðræðisgrundvelli?
Rökstuddu Ólafur Björnsson og Gylfi Þ. Gíslason sitt hvort svarið.107
Fannst stúdentum í viðskiptafræði og lögfræði gaman að sjá læri-
meistara sína skiptast á skoðunum, þótt allt færi kurteislega fram. Þeir
Ólafur og Gylfi létu nemendur ekki etja sér saman, þótt stundum væri
það reynt. Þegar nemandi spurði Ólaf eitt sinn á rannsóknaræfingu,
þar sem menn fengu sér stundum í staupinu, hvernig Gylfi gæti eftir
þriggja ára nám sitt í Frankfurt staðið jafnfætis Ólafi eftir sex ára nám
hans í Kaupmannahöfn, svaraði Ólafur og hló við: „O, menn kenna nú
ekki meira en þeir kunna.“108 Ólafur birti enn fremur ritgerð í Skírni
1947 um Jón Sigurðsson og stefnur í verslunarmálum. Þar leiddi hann