Andvari - 01.01.2016, Side 41
ANDVARI
ÓLAFUR BJÖRNSSON
39
Grundarstíg við af slíkum hlátrasköllum, svo að skólastjórinn, sem þá
var orðinn Jón Gíslason, gerði sér ferð niður í bekk til Ólafs, opnaði
dyrnar, leit yfir hópinn og sagði: „Hér er glatt á hjalla!“119
Arið 1952 gaf Ólafur Björnsson út bókina Þjóðarbúskap íslendinga
til notkunar í námskeiði um haglýsingu í Háskóla íslands. Þetta var
mikið rit, 421 blaðsíða þéttprentaðar. Þar voru kaflar um Landið,
Þjóðina, Landbúnað, Fiskveiðar, Iðnað, Verslun og samgöngur,
Peninga- og verðlagsmál, Félagsmál og Opinber fjármál. Rakti Ólafur
hvert mál sögulega og tíndi síðan til helstu stærðir og orsakasamhengi
þeirra. Sérstaklega voru kaflarnir um peninga og fjármál fróðlegir.
Ólafur benti á ýmis sérkenni Islands. Það væri til dæmis strjálbýlasta
land Evrópu og háðast utanríkisverslun. Bókinni var vel tekið, og birti
Morgunblaðið frétt um útkomu hennar á baksíðu, sem fátítt var.120
Gylfi Þ. Gíslason skrifaði: „Hún er árangur geysimikils starfs, sem
hefur verið unnið á grundvelli mjög víðtækrar þekkingar í [svo] ís-
lenskum efnahagsmálum og af mikilli alúð og kostgæfni.“121
Ymsum hefði þótt nóg að sinna fullu prófessorsembætti, kenna mörg-
um bekkjum í Verslunarskólanum og gefa út nokkrar kennslubækur, en
Ólafur Björnsson tók auk þess að sér að vera formaður BSRB á þingi
samtakanna í Reykjavík 20.-22. nóvember 1948.122 BSRB var stofnað
í Reykjavík 14. febrúar 1942. Sigurður Thorlacius skólastjóri var fyrsti
formaður bandalagsins og gegndi þeirri stöðu til dauðadags 1945. Þá
tók Lárus Sigurbjörnsson skjalavörður við og var formaður í eitt ár.
Þá var Guðjón B. Baldvinsson formaður, en síðan Lárus aftur í eitt
ár, 1947-1948.123 Ólafur var fulltrúi starfsmannafélags Háskólans frá
1943, var kjörinn í stjórnina 1947 og var varaformaður Lárusar í eitt ár,
uns hann var kjörinn formaður 1948. I formannstíð hans setti Alþingi
lög 1954 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, sem talin voru
mikil réttarbót. Einnig setti það launalög 1955.124 Samkennari Ólafs
í Verslunarskólanum, Sigurður Ingimundarson, efnafræðingur og al-
þingismaður (faðir Jóhönnu forsætisráðherra), sat með Ólafi í stjórn
frá upphafi, tók við af honum 1956 og var formaður BSRB til 1960.
Nú höfðu höftin verið hert um allan helming. Auk þess sem strang-
ar hömlur voru á innflutningi og gjaldeyrisyfirfærslum var stofnað
Fjárhagsráð, sem átti að stjórna fjárfestingum. Arangurinn af nýsköp-
uninni varð ekki eins mikill og vonir höfðu staðið til. Síldveiðar brugð-
ust, og viðskiptakjör erlendis versnuðu. Gjaldeyrissjóðir tæmdust, og
var þá hert enn á höftunum, uns svo var komið árið 1948, að ýmis
nauðsynjavara fékkst ekki lengur í búðum í Reykjavík. Ríkisstjórnin,