Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2016, Page 41

Andvari - 01.01.2016, Page 41
ANDVARI ÓLAFUR BJÖRNSSON 39 Grundarstíg við af slíkum hlátrasköllum, svo að skólastjórinn, sem þá var orðinn Jón Gíslason, gerði sér ferð niður í bekk til Ólafs, opnaði dyrnar, leit yfir hópinn og sagði: „Hér er glatt á hjalla!“119 Arið 1952 gaf Ólafur Björnsson út bókina Þjóðarbúskap íslendinga til notkunar í námskeiði um haglýsingu í Háskóla íslands. Þetta var mikið rit, 421 blaðsíða þéttprentaðar. Þar voru kaflar um Landið, Þjóðina, Landbúnað, Fiskveiðar, Iðnað, Verslun og samgöngur, Peninga- og verðlagsmál, Félagsmál og Opinber fjármál. Rakti Ólafur hvert mál sögulega og tíndi síðan til helstu stærðir og orsakasamhengi þeirra. Sérstaklega voru kaflarnir um peninga og fjármál fróðlegir. Ólafur benti á ýmis sérkenni Islands. Það væri til dæmis strjálbýlasta land Evrópu og háðast utanríkisverslun. Bókinni var vel tekið, og birti Morgunblaðið frétt um útkomu hennar á baksíðu, sem fátítt var.120 Gylfi Þ. Gíslason skrifaði: „Hún er árangur geysimikils starfs, sem hefur verið unnið á grundvelli mjög víðtækrar þekkingar í [svo] ís- lenskum efnahagsmálum og af mikilli alúð og kostgæfni.“121 Ymsum hefði þótt nóg að sinna fullu prófessorsembætti, kenna mörg- um bekkjum í Verslunarskólanum og gefa út nokkrar kennslubækur, en Ólafur Björnsson tók auk þess að sér að vera formaður BSRB á þingi samtakanna í Reykjavík 20.-22. nóvember 1948.122 BSRB var stofnað í Reykjavík 14. febrúar 1942. Sigurður Thorlacius skólastjóri var fyrsti formaður bandalagsins og gegndi þeirri stöðu til dauðadags 1945. Þá tók Lárus Sigurbjörnsson skjalavörður við og var formaður í eitt ár. Þá var Guðjón B. Baldvinsson formaður, en síðan Lárus aftur í eitt ár, 1947-1948.123 Ólafur var fulltrúi starfsmannafélags Háskólans frá 1943, var kjörinn í stjórnina 1947 og var varaformaður Lárusar í eitt ár, uns hann var kjörinn formaður 1948. I formannstíð hans setti Alþingi lög 1954 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, sem talin voru mikil réttarbót. Einnig setti það launalög 1955.124 Samkennari Ólafs í Verslunarskólanum, Sigurður Ingimundarson, efnafræðingur og al- þingismaður (faðir Jóhönnu forsætisráðherra), sat með Ólafi í stjórn frá upphafi, tók við af honum 1956 og var formaður BSRB til 1960. Nú höfðu höftin verið hert um allan helming. Auk þess sem strang- ar hömlur voru á innflutningi og gjaldeyrisyfirfærslum var stofnað Fjárhagsráð, sem átti að stjórna fjárfestingum. Arangurinn af nýsköp- uninni varð ekki eins mikill og vonir höfðu staðið til. Síldveiðar brugð- ust, og viðskiptakjör erlendis versnuðu. Gjaldeyrissjóðir tæmdust, og var þá hert enn á höftunum, uns svo var komið árið 1948, að ýmis nauðsynjavara fékkst ekki lengur í búðum í Reykjavík. Ríkisstjórnin,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.