Andvari - 01.01.2016, Síða 42
40
HANNES HOLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
sem mynduð hafði verið í ársbyrjun 1947, var veik. Um skeið hvarf
þó haftabúskapurinn í skuggann af hörðum átökum um utanríkismál,
en kommúnistar réðu flestu í Sósíalistaflokknum og beittu honum
hart gegn auknu vestrænu samstarfi, eins og formaður flokksins,
Einar Olgeirsson, hafði haustið 1945 fengið fyrirmæli í Moskvu um
að gera.125 Bjarni Benediktsson fór ásamt tveimur öðrum ráðherrum
til Washington-borgar 14. mars 1949 til að ræða við bandaríska ráða-
menn um fyrirhugað varnarbandalag. Hann notaði líka tækifærið til
að hitta Benjamín H. J. Eiríksson hagfræðing, sem lokið hafði dokt-
orsprófi í hagfræði frá Harvard-háskóla og var nú orðinn sérfræðingur
hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Hafði vinur beggja, Hans G. Andersen,
gert Benjamín orð um að hitta Bjarna. Þeir sátu lengi dags á herbergi
Bjarna á gistihúsi í borginni, og þar skýrði Benjamín út fyrir Bjarna,
að hægt væri að koma á jafnvægi í atvinnulífinu og afnema höftin
með samræmdum aðgerðum í peningamálum og ríkisfjármálum, en
að það kostaði verulega gengisfellingu. Frjálst atvinnulíf væri mögu-
legt á íslandi eins og annars staðar. Bjarni hlustaði af athygli. Skömmu
síðar sneri ríkisstjórnin sér til Benjamíns og bað hann að koma til
íslands henni til ráðuneytis. Benjamín fékk þriggja mánaða leyfi frá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og hélt heim í apríllok. Þá var Island gengið
í hið nýstofnaða Atlantshafsbandalag eftir götubardaga í Reykjavík.
Á íslandi samdi Benjamín rækilega álitsgerð, sem var í rauninni eins
konar kennslubók handa íslenskum stjórnmálamönnum um frjálst at-
vinnulíf, eðli þess og lögmál. Þeir Olafur Thors, Bjarni Benediktsson
og Eysteinn Jónsson lásu greinargerðina vandlega.
Sumarið 1949 ákvað Framsóknarflokkurinn að rjúfa stjórnarsam-
starfið, og þurfti þá að efna til kosninga, ári áður en kjörtímabilið var
liðið. Sjálfstæðisflokkurinn gerði afnám haftanna að einu helsta kosn-
ingamáli sínu. Ungir sjálfstæðismenn litu á Olaf Björnsson sem sér-
stakan talsmann sinn, og beitti einn helsti forystumaður þeirra, Ásgeir
Pétursson, sér fyrir því, að honum væri boðið sæti á framboðslista
flokksins í Reykjavík. Líklega spillti það ekki heldur fyrir, að hann
var nú orðinn formaður fjölmennra launþegasamtaka, BSRB. Ólafur
kvaðst sjálfur þó ekki vilja, að tekið væri tillit til þess við röðun á lista
flokksins, enda hefði hann verið studdur í þá trúnaðarstöðu af fulltrú-
um allra þriggja lýðræðisflokkanna.1261 efstu fimm sætum listans voru
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra, Björn Ólafsson stórkaupmaður,
Jóhann Hafstein framkvæmdastjóri, Gunnar Thoroddsen borgarstjóri