Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2016, Side 43

Andvari - 01.01.2016, Side 43
ANDVARI ÓLAFUR BJÖRNSSON 41 og Kristín L. Sigurðardóttir húsfrú. „í 6. sæti er Ólafur Björnsson, einn hinn efnilegasti af yngri mönnum Sjálfstæðisflokksins, ágætur maður, sem mundi sóma sér vel á þingi,“ sagði í Mánudagsblaðinu}21 Þjóðviljinn vandaði honum hins vegar ekki kveðjurnar: Ólafur Björnsson skrifar ekki í Morgunblaðið sem hagfræðingur eða forseti Bandalags ríkis og bæja — heldur sem sjötti maður á lista íhaldsins í Reykjavík, lista auðmannastéttarinnar. Sem slíkur traðkar hann í svaðið fræðimanns- heiður sinn og þann óverðskuldaða trúnað, sem honum hefur verið sýndur. Það gefur góða hugmynd um, hvers konar maður Ólafur Björnsson er.128 Sjálfstæðisflokkurinn vann lítillega á í kosningunum, en Ólafur náði ekki kjöri. Varð hann fyrsti varamaður úr Reykjavík. Við tók langt samningaþóf stjórnmálaflokkanna, enda var engin samstaða um úr- ræði í efnahagsmálum. Ólafur Björnsson flutti hátíðarræðu í hátíðasal Háskólans á full- veldisdaginn 1. desember 1949. Kvað hann sjálfstæðisbaráttuna ævar- andi, og yrði þjóðin að vera efnahagslega sjálfstæð ekki síður en full- valda að alþjóðalögum.129 Sex dögum síðar myndaði Ólafur Thors minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins. Eitt fyrsta verk hennar var að biðja Benjamín Eiríksson að koma heim og undirbúa aðgerðir í efna- hagsmálum í samræmi við álitsgerð hans frá því um sumarið. Þeir Benjamín og Ólafur Thors funduðu í Stjórnarráðinu 13. desember. Forsætisráðherrann var að hitta Benjamín í fyrsta skipti og var hinn elskulegasti. Hann kvaðst vita, að stjórnmálaskoðanir Benjamíns hefðu breyst, frá því að hann var ungur kommúnisti. Hann vildi, að Benjamín fengi Ólaf Björnsson til að vinna með sér að tillögum. Benjamín kvað strax já við. Hann þekkti Ólaf að góðu einu: „Eg vissi, að hann að- hylltist frjálslynd viðhorf í efnahagsmálum og væri gegn maður.“130 Þeir Ólafur Björnsson tóku nú til óspilltra mála. Höfðu þeir þann hátt á, að á daginn skrifaði Benjamín kafla í uppkast að frumvarpi um efnahagsráðstafanir og fór með þá á kvöldin heim til Ólafs, þar sem þeir ræddu saman um kaflana og gengu sameiginlega frá þeim. Þeir Benjamín og Ólafur átti síðan fundi með Ólafi Thors eftir þörfum, og voru þeir oftast heima hjá forsætisráðherranum. Eitt sinn voru þeir Benjamín og Ólafur staddir heima hjá Ólafi Thors, þegar Helgi Tómasson, yfirlæknir á Kleppi, hringdi þangað. Ólafur tók símann og heyrðu þeir Benjamín, að hann var að falast eftir vist á Kleppi fyrir mann í kjördæmi sínu, og fékk hann hana. Ólafur þakkaði Helga með
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.