Andvari - 01.01.2016, Síða 43
ANDVARI
ÓLAFUR BJÖRNSSON
41
og Kristín L. Sigurðardóttir húsfrú. „í 6. sæti er Ólafur Björnsson,
einn hinn efnilegasti af yngri mönnum Sjálfstæðisflokksins, ágætur
maður, sem mundi sóma sér vel á þingi,“ sagði í Mánudagsblaðinu}21
Þjóðviljinn vandaði honum hins vegar ekki kveðjurnar:
Ólafur Björnsson skrifar ekki í Morgunblaðið sem hagfræðingur eða forseti
Bandalags ríkis og bæja — heldur sem sjötti maður á lista íhaldsins í Reykjavík,
lista auðmannastéttarinnar. Sem slíkur traðkar hann í svaðið fræðimanns-
heiður sinn og þann óverðskuldaða trúnað, sem honum hefur verið sýndur. Það
gefur góða hugmynd um, hvers konar maður Ólafur Björnsson er.128
Sjálfstæðisflokkurinn vann lítillega á í kosningunum, en Ólafur náði
ekki kjöri. Varð hann fyrsti varamaður úr Reykjavík. Við tók langt
samningaþóf stjórnmálaflokkanna, enda var engin samstaða um úr-
ræði í efnahagsmálum.
Ólafur Björnsson flutti hátíðarræðu í hátíðasal Háskólans á full-
veldisdaginn 1. desember 1949. Kvað hann sjálfstæðisbaráttuna ævar-
andi, og yrði þjóðin að vera efnahagslega sjálfstæð ekki síður en full-
valda að alþjóðalögum.129 Sex dögum síðar myndaði Ólafur Thors
minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins. Eitt fyrsta verk hennar var að
biðja Benjamín Eiríksson að koma heim og undirbúa aðgerðir í efna-
hagsmálum í samræmi við álitsgerð hans frá því um sumarið. Þeir
Benjamín og Ólafur Thors funduðu í Stjórnarráðinu 13. desember.
Forsætisráðherrann var að hitta Benjamín í fyrsta skipti og var hinn
elskulegasti. Hann kvaðst vita, að stjórnmálaskoðanir Benjamíns hefðu
breyst, frá því að hann var ungur kommúnisti. Hann vildi, að Benjamín
fengi Ólaf Björnsson til að vinna með sér að tillögum. Benjamín kvað
strax já við. Hann þekkti Ólaf að góðu einu: „Eg vissi, að hann að-
hylltist frjálslynd viðhorf í efnahagsmálum og væri gegn maður.“130
Þeir Ólafur Björnsson tóku nú til óspilltra mála. Höfðu þeir þann hátt
á, að á daginn skrifaði Benjamín kafla í uppkast að frumvarpi um
efnahagsráðstafanir og fór með þá á kvöldin heim til Ólafs, þar sem
þeir ræddu saman um kaflana og gengu sameiginlega frá þeim. Þeir
Benjamín og Ólafur átti síðan fundi með Ólafi Thors eftir þörfum,
og voru þeir oftast heima hjá forsætisráðherranum. Eitt sinn voru
þeir Benjamín og Ólafur staddir heima hjá Ólafi Thors, þegar Helgi
Tómasson, yfirlæknir á Kleppi, hringdi þangað. Ólafur tók símann og
heyrðu þeir Benjamín, að hann var að falast eftir vist á Kleppi fyrir
mann í kjördæmi sínu, og fékk hann hana. Ólafur þakkaði Helga með