Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2016, Side 44

Andvari - 01.01.2016, Side 44
42 HANNES HOLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI virktum fyrir, en bætti við: „En heyrðu, Helgi, þú mátt ekki fylla svo allt hjá þér, að þú eigir ekki pláss fyrir mig, því það mæðir svo mikið á mér núna, að ég er alveg að ganga af göflunum.“131 Svo ósleitilega var unnið að tillögunum um efnahagsmál, að þeir Benjamín og Ólafur funduðu með Ólafi Thors og Bjarna Benediktssyni í Stjórnarráðinu við Lækjargötu á jóladag 1949. „Þeir voru báðir sérstakir vinnuþjarkar, Ólafur og Bjarni,“ sagði Ólafur Björnsson.132 Tókst hið besta samstarf með Ólafi Thors og Ólafi Björnssyni. Ólafi Thors hafði ekki líkað allt það, sem hann hafði áður séð til hagfræð- inga. Hann hafði til dæmis spurt Jónas H. Haralz með þjósti, eftir að hagfræðingarnir fjórir höfðu skilað álitsgerð sinni 1946: „Haldið þið þá, hagfræðingarnir, að valdamiklir embættismenn verði heiðarlegri en sjálfstæðir atvinnurekendur?“133 Ólafur Thors skrifaði síðar í bréfi til bróður síns, Thors Thors sendiherra: Aðalatriðið var, að ég var öfugur og snúinn gegn öllu, sem þeir sögðu, þangað til ég fór að stúdera hina afar löngu skýrslu upp á 150 bls., sem Benjamín samdi fyrir stjórn Stefáns Jóhanns. Eg sannfærðist þá algerlega um, að ég væri ekki vitrasti maðurinn í heiminum, heldur einmitt meðal þeirra, sem í rauninni skorti allra mest til forystu á sviði stjórnmálanna, og ég hef, sem sagt, haft mjög gagn af samstarfinu við Benjamín og þar á meðal það, að ég hefi lært að meta Ólaf Björnsson, sem margir telja meiri vitmann en Benjamín, þó að hann e. t. v. skorti eitthvað á þá alhliða menntun, sem Benjamín hefur fengið á sviði hagfræðinnar.134 Að sama skapi fannst Ólafi Björnssyni mikið til um Ólaf Thors, ekki síst rausn hans og höfðingsskap. „Þegar maður kom heim til hans, var eins og hann þyrfti alltaf að láta eitthvað meira af hendi rakna en gest- risnina á heimilinu, sem var frábær, svo sem leikhúsmiða eða eitthvað til gleði,“ sagði Ólafur um nafna sinn. „Eg hef stundum hugsað um það, að Ólafi hafi verið lýst sem talsmanni sérhyggju eða einstaklings- hyggju, og komið það þá í hug, að engir „félagshyggjumenn“, sem ég hef þekkt og berjast fyrir umbótum á annarra kostnað, hafa verið eins örlátir á eigið fé og Ólafur Thors.“135 Þeir Benjamín Eiríksson og Ólafur Björnsson afhentu ríkisstjórn- inni frumvarp sitt um ráðstafanir í efnahagsmálum ásamt rækilegri greinargerð, og var síðan boðaður ríkisstjórnarfundur, sem þeir sátu. Forsætisráðherrann, Ólafur Thors, kom síðastur á fundinn, hélt á frum- varpinu og sagði hressilega: „Nú höfum við prógramm!“ Ríkisstjórnin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.