Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2016, Síða 45

Andvari - 01.01.2016, Síða 45
ANDVARI ÓLAFUR BJÖRNSSON 43 lagði frumvarp þeirra Benjamíns og Ólafs fyrir Alþingi 25. febrúar 1950, en framsóknarmenn báru upp vantraust á ríkisstjórnina, sem var samþykkt, og baðst hún þá lausnar. Ólafur Björnsson tók drjúgan þátt í umræðum um efnahagsráðstafanirnar næstu vikur. Stúdentafélag Reykjavíkur efndi til fundar í Listamannaskálanum þriðjudagskvöldið 28. febrúar um tillögur þeirra Ólafs og Benjamíns, og voru þeir Ólafur, Gylfi Þ. Gíslason, Jónas H. Haralz og Klemens Tryggvason framsögu- menn. Hvert sæti var skipað, og urðu margir að standa. Ólafur kvað meginorsök ójafnvægis síðustu ára vera fjárfestingu langt umfram sparifjármyndun. Til þess að koma á jafnvægi væru til ýmsar leiðir, en sú, sem auðveldust væri og hefði í för með sér minnsta röskun á högum launþega, væri gengislækkun. Höftin væru mjög óheppileg. Þeir Jónas og Klemens tóku undir það, að gengislækkun væri nú óhjákvæmileg, en gagnrýndu ýmislegt í stefnu stjórnvalda síðustu árin. Gylfi var eins og Alþýðuflokkurinn, sem hann sat á þingi fyrir, andvígur gengis- lækkun. „Hann kvaðst og mjög vantrúaður á, að hægt væri að koma hér á algerlega frjálsri verslun, auk þess sem sú skipun hefði marga galla.“136 Þeir Klemens og Gylfi töldu, að breiðu bökin ættu að bera þyngri byrðar en allur almenningur, en fyrir því væri ekki nægilega séð í ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar.137 Voru umræðurnar teknar upp á stálþráð og þeim útvarpað skömmu síðar. Eftir lausnarbeiðni Ólafs Thors tók enn við langt samningaþóf. Sýnt var, að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur yrðu að mynda stjórn, en Hermann Jónasson gat ekki unnt Ólafi Thors þess að vera forsætis- ráðherra, þótt hann væri formaður stærri flokks. Loks var sá kostur tekinn, að forseti sameinaðs þings, framsóknarmaðurinn Steingrímur Steinþórsson, myndaði stjórnina 14. mars. Var þá frumvarp þeirra Benjamíns Eiríkssonar og Ólafs Björnssonar samþykkt með smávægi- legum breytingum. Gengið var fellt um 42,6%. Slakað var talsvert á höftunum. Ýmis vara var sett „á frílista“, en það merkti, að hana mátti flytja inn án leyfa. Ólafur Björnsson varði þessar ráðstafanir í ræðu og riti.138 En ýmsir erfiðleikar steðjuðu að, svo að árangurinn af efna- hagsráðstöfununum varð ekki eins mikill og þeir Benjamín og Ólafur höfðu vonað. Árferði var ekki gott árin 1950-1952. Gæftir voru tregar. Kóreustríðið skall á sumarið 1950, en það olli miklum verðhækkunum erlendis. Verð á innfluttri vöru hækkaði um þriðjung. Viðskiptakjör versnuðu því stórlega. Ofan á þetta bættist, að ísfisksmarkaðurinn í Bretlandi lokaði árið 1952 vegna útfærslu landhelginnar. Enginn gjald-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.