Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2016, Side 46

Andvari - 01.01.2016, Side 46
44 HANNES HOLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI eyrisvarasjóður var til, og sá gjaldeyrir, sem þó var aflað, var notaður í framkvæmdir, sem taldar voru nauðsynlegar. „En þrátt fyrir þessar óhagstæðu ytri aðstæður varð mikill og varanlegur árangur af þeim efnahagsráðstöfunum, sem gerðar voru í mars 1950,“ sagði Ólafur Björnsson. „Með þeim tókst að skapa slíkt jafnvægi í efnahagsmálum, að unnt var að afnema skömmtunina, útrýma vöruskortinum og slaka verulega á innflutningshöftunum.“139 í miðju annríkinu við undirbúning efnahagsráðstafananna 1949- 1950 bætti Ólafur Björnsson við sig verkefni. Hann skipaði 11. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í bæjarstjórnar- kosningunum 29. janúar 1950. „Nýtur hann vaxandi álits sem hag- fræðingur fyrir sakir glöggskyggni sinnar, nákvæmni og samvisku- semi,“ skrifaði Morgunblaðið.14° Gunnar Thoroddsen borgarstjóri var í fyrsta sæti listans, en Auður Auðuns í öðru. Sjálfstæðisflokkurinn fékk meiri hluta atkvæða og 8 fulltrúa kjörna. Var Ólafur varamaður í bæjarstjórn næsta kjörtímabil. Um leið var hann fyrsti varamaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi úr Reykjavík. Tók hann sæti á þingi í maí 1950, þegar Gunnar Thoroddsen var í útlöndum, og í október 1950 í forföllum Björns Ólafssonar ráðherra.141 Jafnframt gegndi hann áfram formennsku í BSRB. Þar var sótt að honum 1950, eflaust að undir- lagi sósíalista og sumra Alþýðuflokksmanna. Bauð Pétur Pétursson útvarpsþulur sig fram gegn honum, en Ólafur var endurkjörinn með 47 atkvæðum, og fékk Pétur 25 atkvæði.142 Árið eftir, haustið 1951, bauð Pétur sig aftur fram gegn Ólafi, sem var endurkjörinn með 57 at- kvæðum, en Pétur fékk 23 atkvæði.143 Ríkisstjórn Steingríms Steinþórssonar sat fram á sumarið 1953. Eftir erfiðleikana 1950-1952 var árferði að batna, og töldu sjálfstæðismenn einsýnt, að minnka skyldi haftabúskapinn og leggja Fjárhagsráð niður, enda kraumaði óánægja í flokknum vegna haftanna. I kosningunum 1953 skipuðu sömu sex menn efstu sæti listans og 1949. Morgunblaðið skrifaði: „Maðurinn í baráttusætinu á lista Sjálfstæðisflokksins nú er Ólafur Björnsson prófessor. Hann er ekki aðeins viðurkenndur gáfu- maður, heldur og afburða vinsæll af öllum, sem kynnast honum. Innan launþegasamtakanna hefur hann unnið mikið og gott starf, enda hefur fylgi hans þar farið stöðugt vaxandi.“144 Ólafur skrifaði 70 bls. bók, sem gefin var út fyrir kosningar, Haftastefnu eða kjarabótastefnu,145 Þar skýrði hann á einfaldan hátt út helstu lögmál hagfræðinnar, og var niðurstaða hans ótvíræð: „Frjáls verslun bæði innanlands og í inn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.