Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2016, Side 47

Andvari - 01.01.2016, Side 47
ANDVARI ÓLAFUR BJÖRNSSON 45 flutningsversluninni er það fyrirkomulag, sem tryggir lægstan dreif- ingarkostnað og hagkvæmust innkaup. Af frjálsri verslun leiðir það, að viðskiptin færast sjálfkrafa til þeirra, sem vörudreifinguna annast ódýrast.“146 Kvað hann launþega best setta í skipulagi frjálsrar sam- keppni. Samtök þeirra ættu ekki að reyna að knýja fram óraunhæfar kauphækkanir, heldur beita sér fyrir frjálsu neysluvali og jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Ólafur gagnrýndi harðlega haftabúskapinn, sem rekinn hafði verið á íslandi. „Afleiðingin er alls staðar aukin fyrir- höfn, kostnaður og óþægindi fyrir almenning, afkastarýrnun á öllum þeim sviðum, er höftin ná til, minni þjóðartekjur, rýrnun kaupmáttar launa og lífskjara þjóðarinnar í heild.“147 Af tvennu illu væri geng- isfelling skárri kostur en innflutningshöft, þótt æskilegast væri að tryggja jafnvægi í utanríkisviðskiptum með því að halda verðlagi inn- anlands í jafnvægi. Ólafur benti líka á þau óheppilegu áhrif, sem inn- flutnings- og gjaldeyrishöft hefðu á siðferði þjóðarinnar. Almenningur bryti hiklaust gegn slíkum boðum og bönnum, því að þau ættu sér enga stoð í siðferðisvitund hans. Einnig mynduðu höftin skilyrði fyrir margvíslegri spillingu. Kvað Ólafur það koma sér á óvart, að íslenskir sósíalistar, jafnt Alþýðuflokksmenn og kommúnistar, væru ósnortn- ir af hugmyndum frjálslyndra jafnaðarmanna og boðuðu ómengaða hafta- og þjóðnýtingarstefnu. Nefndi hann þar sérstaklega bókina Jafnaðarstefnuna eftir Gylfa Þ. Gíslason, en hún kom út 1949.148 Gylfi Þ. Gíslason skrifaði á móti grein í Alþýðublaðið, þar sem hann sagði haftakerfið í sjálfu sér ekki vont, en það hefði verið illa fram- kvæmt af stjórnvöldum síðustu ára. Enginn tryði lengur á alfrjálsa verslun. Hið opinbera yrði að minnsta kosti að stjórna fjárfestingum. Ólafur hefði sjálfur mælt með höftum í hagfræðingaálitinu 1946: Látum það vera, að flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn, sem alla tíð hefur verið flokkur fjáraflamanna og braskara, skuli guma af fylgi sínu við „frjáls viðskipti", um leið og hann viðheldur gífurlegum höftum og framkvæmir þau illa. En hitt er undarlegra, að mikils metinn fræðimaður eins og prófessor Ólafur Björnsson skuli taka þátt í slíku lýðskrumi.149 Urðu nokkrar deilur milli þeirra Ólafs.1501 kosningunum þá um sum- arið náði Ólafur ekki kjöri á þing fyrir Reykjavík, en var sem fyrr varamaður. Þegar Valtýr Stefánsson benti um þær mundir á, að þeir Benjamín Eiríksson og Ólafur Björnsson hefðu báðir verið sósíalistar ungir, sendi Ólafur stutta athugasemd í Morgunblaðið. Kvað hann rétt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.