Andvari - 01.01.2016, Síða 47
ANDVARI
ÓLAFUR BJÖRNSSON
45
flutningsversluninni er það fyrirkomulag, sem tryggir lægstan dreif-
ingarkostnað og hagkvæmust innkaup. Af frjálsri verslun leiðir það,
að viðskiptin færast sjálfkrafa til þeirra, sem vörudreifinguna annast
ódýrast.“146 Kvað hann launþega best setta í skipulagi frjálsrar sam-
keppni. Samtök þeirra ættu ekki að reyna að knýja fram óraunhæfar
kauphækkanir, heldur beita sér fyrir frjálsu neysluvali og jafnvægi í
þjóðarbúskapnum. Ólafur gagnrýndi harðlega haftabúskapinn, sem
rekinn hafði verið á íslandi. „Afleiðingin er alls staðar aukin fyrir-
höfn, kostnaður og óþægindi fyrir almenning, afkastarýrnun á öllum
þeim sviðum, er höftin ná til, minni þjóðartekjur, rýrnun kaupmáttar
launa og lífskjara þjóðarinnar í heild.“147 Af tvennu illu væri geng-
isfelling skárri kostur en innflutningshöft, þótt æskilegast væri að
tryggja jafnvægi í utanríkisviðskiptum með því að halda verðlagi inn-
anlands í jafnvægi. Ólafur benti líka á þau óheppilegu áhrif, sem inn-
flutnings- og gjaldeyrishöft hefðu á siðferði þjóðarinnar. Almenningur
bryti hiklaust gegn slíkum boðum og bönnum, því að þau ættu sér
enga stoð í siðferðisvitund hans. Einnig mynduðu höftin skilyrði fyrir
margvíslegri spillingu. Kvað Ólafur það koma sér á óvart, að íslenskir
sósíalistar, jafnt Alþýðuflokksmenn og kommúnistar, væru ósnortn-
ir af hugmyndum frjálslyndra jafnaðarmanna og boðuðu ómengaða
hafta- og þjóðnýtingarstefnu. Nefndi hann þar sérstaklega bókina
Jafnaðarstefnuna eftir Gylfa Þ. Gíslason, en hún kom út 1949.148
Gylfi Þ. Gíslason skrifaði á móti grein í Alþýðublaðið, þar sem hann
sagði haftakerfið í sjálfu sér ekki vont, en það hefði verið illa fram-
kvæmt af stjórnvöldum síðustu ára. Enginn tryði lengur á alfrjálsa
verslun. Hið opinbera yrði að minnsta kosti að stjórna fjárfestingum.
Ólafur hefði sjálfur mælt með höftum í hagfræðingaálitinu 1946:
Látum það vera, að flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn, sem alla tíð hefur
verið flokkur fjáraflamanna og braskara, skuli guma af fylgi sínu við „frjáls
viðskipti", um leið og hann viðheldur gífurlegum höftum og framkvæmir þau
illa. En hitt er undarlegra, að mikils metinn fræðimaður eins og prófessor
Ólafur Björnsson skuli taka þátt í slíku lýðskrumi.149
Urðu nokkrar deilur milli þeirra Ólafs.1501 kosningunum þá um sum-
arið náði Ólafur ekki kjöri á þing fyrir Reykjavík, en var sem fyrr
varamaður. Þegar Valtýr Stefánsson benti um þær mundir á, að þeir
Benjamín Eiríksson og Ólafur Björnsson hefðu báðir verið sósíalistar
ungir, sendi Ólafur stutta athugasemd í Morgunblaðið. Kvað hann rétt