Andvari - 01.01.2016, Side 49
ANDVARI
ÓLAFUR BJÖRNSSON
47
sinni Kristínu Ólafsdóttur og manni hennar, Vilmundi Jónssyni. Hún
var einhleyp, vann í Landsbankanum nánast alla sína starfsævi, en
stundaði líka ferðalög um heiminn. Hún lést 2007.156 Ásthildur tók
stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1937 og vann á
Hagstofunni frá 1941. Hún leigði með systrum sínum, kynntist Steini
Steinarr skáldi og giftist honum eftir nokkurra ára sambúð 1948. Var
fjölskylda hennar og þá aðallega faðir hennar og alsystur í fyrstu miðl-
ungi ánægð með ráðahaginn. Séra Björn smakkaði ekki vín og líkaði
illa, að Steinn væri ekki bindindismaður. Komst þó betri regla á líf
Steins, eftir að hann tók saman við Ásthildi, og varð þeim Birni vel
til vina. Skáldið sleppti hinum virðulega mági sínum ekki við mein-
hæðni sína. Kvað Steinn Ólaf slakan hagfræðing, því að hann hefði
ekki haft ráð á að kaupa nema úreltar kennslubækur á útsölum há-
skólaárin í Kaupmannahöfn! En allir vissu, eins og Helgi Sæmundsson
ritstjóri sagði, að þetta „var aðeins skemmtilegur sleggjudómur þess-
arar frægu ormstungu“.157 Ólafur kippti sér ekki upp við stríðni mágs
síns, og samdi honum vel við Stein. „Það var varla hægt að hugsa
sér ólíkari menn, en Ólafi lynti við alla,“ segir frændi hans, Ólafur
Ólafsson landlæknir.158 Steinn féll frá 1958. Ásthildur bjó síðan með
Þormóði Guðlaugssyni (föður Ulfars rithöfundar) frá 1966. Hann lést
1989, en Ásthildur 1998.159 Alsystur Ólafs þrjár voru allar róttækar í
stjórnmálaskoðunum ólíkt föður sínum og bróður, en Ólafur hélt ekki
uppi neinum deilum við þær, heldur hló aðeins að því, sem hann taldi
rangt hjá þeim.160
Séra Björn Stefánssonþjónaði Auðkúluprestakalli í þrjátíu ár, til 1951,
og var prófastur síðustu tuttugu árin. „Kirkjusókn var mikil að Auðkúlu,
og að messu lokinni var öllum kirkjugestum boðið til kaffidrykkju á
heimili prestshjónanna, og þótti prestsfrúin þar ávallt sýna hina mestu
gestrisni og myndarskap.“161 Þau hjónin, séra Björn og Valgerður, flutt-
ust til Akureyrar að prestsskap loknum, enda stunduðu dætur þeirra
tvær nám í Menntaskólanum á Akureyri. Þau fluttust tveimur árum
síðar til Reykjavíkur, árið 1953, en séra Björn lést 10. nóvember 1958.
Vinur hans og flokksbróðir, Hannes Pálsson frá Undirfelli, skrifaði:
„Björn prestur var maður hæglátur í fasi og hugsaði hvert mál vel, áður
en hann tók afstöðu til mála. Honum var það fyrir mestu að gera það
eitt, sem rétt var, en eftir að hann hafði tekið afstöðu til máls, var hann
því máli hinn traustasti liðsmaður.“162 Valgerður Jóhannsdóttir, stjúp-
móðir Ólafs Björnssonar, lést 1980. Guðrún Sigríður, eldri dóttir þeirra