Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2016, Page 51

Andvari - 01.01.2016, Page 51
ANDVARI ÓLAFUR BJÖRNSSON 49 því, þegar synirnir þrír voru allir fæddir, en mjög ungir. Guðrún fór þá eitt kvöldið í saumaklúbb og bað Olaf að sjá um að koma drengjun- um í háttinn. Um kvöldið hringdi hún heim og spurði, hvernig barna- gæslan hefði gengið. „Jú, jú, þetta gekk ágætlega, nema hvað ég lenti í smáerfiðleikum með þann fjórða,“ svaraði Ólafur. „En Ólafur, við eigum bara þrjá!“ sagði Guðrún. Þá hafði Vilmundur Gylfason, sonur nágrannahjónanna Gylfa Þ. Gíslasonar og Guðrúnar Vilmundardóttur, verið að leika sér með þeim, en hann var á líku reki og miðsonurinn, Björn, og Ólafur skipað honum í rúmið með þeim gegn nokkrum and- mælum Vilmundar.166 Ein sagan af Ólafi var líka, að hann hefði aug- lýst til sölu á heimili sínu lítið notað hjónarúm! Var þá sagt á móti, að Ólafur „segði áreiðanlega satt og rétt frá ástandi og notagildi, ef hann þyrfti að skipta um einhvern hlut í búi sínu og losa sig því við mun úr eigu sinni“.167 Alþingismaður: 1956-1971 Eftir þingkosningarnar 1953 myndaði Ólafur Thors samstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks, sem lagði niður Fjárhagsráð og dró nokkuð úr höftunum, sérstaklega höftum á fjárfestingu. Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, var utan stjórnar og undi sínum hlut illa. Eftir þrjú ár fékk hann því ráðið, að framsóknarmenn slitu stjórnarsamstarfinu, svo að rjúfa varð þing og efna til nýrra kosninga sumarið 1956. Gerðu Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur kosningabandalag og stefndu að þingmeirihluta. Hétu þeir því að slíta varnarsamstarfinu við Bandaríkin, sem tekist hafði 1951, og bæta kjör alþýðu með opinberum ráðstöfunum. Eins og fyrri daginn skip- aði Ólafur Björnsson sjötta sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Eina breytingin í efstu sætum listans var, að Ragnhildur Helgadóttir, þá laganemi, var í fimmta sæti í stað Kristínar L. Sigurðardóttur. Ólafur útskýrði framboð sitt í Morgunblaðinu. Hann kvaðst hafa átt því láni að fagna að hljóta embætti við vísindastofn- un, og væri sú sannleiksleit, sem þar ætti að stunda, vissulega ólík venjulegri kosningabaráttu, þar sem brigsl gengju á víxl, jafnframt því sem frambjóðendur kepptust við að lofa kjósendum öllu fögru. En vís- indamenn yrðu samt að láta sig stjórnmál varða af ýmsum ástæðum. Skoðanafrelsi væri skilyrði fyrir framförum í vísindum, en víðtæk rík- isafskipti væru því hættuleg, þar á meðal haftalöggjöfin á íslandi:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.