Andvari - 01.01.2016, Qupperneq 56
54
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
teldi hann ekki tímabært að taka ákvörðun um það, hvort ísland ætti
að vera utan bandalagsins eða innan.190 Þessi árin gegndi Ólafur líka
ýmsum nefndarstörfum. Hann sat 1959 í nefnd til að gera tillögur um
hagrannsóknir og 1960 í milliþinganefnd í skattamálum og 1960-1971
í verðlagsnefnd. Hann sat einnig í bankaráði Seðlabankans 1963-1968.
Ólafur lét oft í ljós þá skoðun, að ójafnvægið í íslenskum efnahagsmál-
um mætti rekja til ójafnvægis í peningamálum. Verðbólga fæli í sér, að
peningar féllu í verði, en það torveldaði notkun þeirra sem verðmæl-
is. Við mikla verðbólgu væri erfitt að gera langtímaskuldbindingar.
Eitt ráð til að smíða nothæfan verðmæli væri að verðtryggja krónuna.
Ólafur Jóhannesson lagaprófessor, þingmaður Framsóknarflokksins,
hafði hreyft þeirri hugmynd 1960, en Ólafur Björnsson flutti um þetta
þingsályktunartillögu, sem var samþykkt 1963. Almennri verðtrygg-
ingu fjárskuldbindinga var þó ekki hrundið í framkvæmd fyrr en með
lögum árið 1979 og þá einmitt að frumkvæði Ólafs Jóhannessonar.
Hafði það víðtækar og eflaust ófyrirséðar afleiðingar fyrir íslenskt at-
vinnulíf, þegar eðlilegt verð var sett upp fyrir lánsfé, sem áður hafði
verið úthlutað eins og gjöfum til fyrirtækjaJ91
í þingkosningunum 9. júní 1963 skipaði Ólafur Björnsson sem fyrr
sjötta sæti listans og tók fullan þátt í kosningabaráttunni.192 Ragnhildur
Helgadóttir hafði vikið af listanum, en Pétur Sigurðsson sjómaður var
færður í fimmta sæti, sem hún hafði skipað, upp fyrir Ólaf. Var Ólafur
kjördæmakjörinn þingmaður. Nú var Bjarni Benediktsson orðinn for-
maður í stað Ólafs Thors, sem dregið hafði sig í hlé 1961, en Gunnar
Thoroddsen var kjörinn varaformaður í stað Bjarna. Arið 1965 ákvað
Gunnar hins vegar að hætta stjórnmálaafskiptum og ganga í utanrík-
isþjónustuna. I stað hans var Jóhann Hafstein kjörinn varaformaður
Sjálfstæðisflokksins, en Sveinn Guðmundsson, forstjóri Héðins, sem
verið hafði fyrsti varamaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tók
sæti á þingi. Ólafur Björnsson hélt áfram skrifum og ræðuhöldum.
Nú var eitt aðaláhugamál hans orðið þróunarlöndin, og hélt hann er-
indi um þau á ráðstefnu Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vest-
ræna samvinnu, í Borgarnesi 31. maí 1965.193 Háskólinn stækkaði ört
þessi misserin, og var Ólafur einn frummælenda á stúdentafundi um
framtíð Háskólans 9. nóvember 1965.194 I blaðagreinum leiddi Ólafur
rök að því, að hugtökin hægri og vinstri væru orðin úrelt, og snerist
stjórnmálaágreiningur nú miklu frekar um frelsi og ríkisvald. Hann
taldi líka hugmyndir Marx um stéttaskiptingu og stéttabaráttu úreltar,