Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2016, Side 58

Andvari - 01.01.2016, Side 58
56 HANNES HOLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI Bjarna. Ekki voru þó allir sammála um það. Gunnar Thoroddsen, sem beðið hafði lægri hlut í forsetakjöri 1968 og eftir það tekið við embætti hæstaréttardómara, ákvað nú að hefja aftur afskipti af stjórn- málum. Jafnframt tilkynnti Ragnhildur Helgadóttir, að hún hefði hug á því að setjast aftur á þing. Þegar setja átti saman framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir þingkosningarnar 1971, voru þau Gunnar, Geir og Ragnhildur öll talin eiga þingsæti vís. Ólafur Björnsson hafði haft hug á því að hætta þingmennsku og helga sig prófessorsstarfinu óskiptur og talað um það við nokkra frammámenn flokksins. Hafði hann samið yfirlýsingu um, að hann gæfi ekki kost á sér, og sent til Morgunblaðsins 18. ágúst 1970, skömmu áður en skoð- anakönnun fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík átti að fara fram. En af tilviljun varð eins dags dráttur á því, að yfirlýsing hans birtist í blaðinu, og þá varð kunnugt um nafnlaust dreifibréf, sem sent hafði verið til sjálfstæðisfólks, þar sem lagt var til, að hvorki Ólafur né Birgir Kjaran yrðu á lista flokksins. Mælt var, að dreifibréfið væri runnið undan rifjum Sveins Guðmundssonar í Héðni, sem eflaust hefur talið sig þurfa að fella annaðhvort Ólaf eða Birgi til að ná þing- sæti.202 Ólafur Björnsson tók dreifibréfið óstinnt upp og taldi sig að svo búnu verða að gefa kost á sér.203 Gerð var skoðanakönnun í ágúst- lok á meðal félaga í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, og lenti Ólafur í fjórða sæti, á eftir Jóhanni Hafstein, Geir Hallgrímssyni og Pétri Sigurðssyni. I næstu sætum voru Auður Auðuns, Birgir Kjaran, Gunnar Thoroddsen og Ragnhildur Helgadóttir.204 Sveinn Guðmundsson hrapaði niður í 13. sæti, eflaust vegna aðfararinnar að Ólafi, og tók ekki þátt í prófkjörinu, sem á eftir kom. Ólafur Björnsson birti síðan stutta greinargerð, þar sem hann sagðist gefa kost á sér, þótt sér væri það ekki ljúft.205 Hann var eins og aðrir frambjóðendur í próf- kjörinu spurður um viðhorf sitt til þjóðmála og starfa Alþingis. Hann svaraði svo: Það kann að koma á óvart, að í svari mínu við fyrri hluta þessarar spurningar legg ég áherslu á það, að ég tel mig meiri félagshyggju- en einstaklingshyggju- mann. Vissulega er heill og hamingja einstaklingsins markmið í sjálfu sér, en gamla kenningin um það, að einstaklingurinn þjóni heildinni best með því að þjóna eigin hagsmunum, hefur takmarkað gildi í nútíma þjóðfélagi. Menn mega, ef þeir vilja, draga af þessu þá ályktun, að ég sé þá vinstri maður „fræðilega“ séð, þar eð þeir leggja megináherslu á nauðsyn félagshyggju og samvinnu þjóðfélagsborgaranna. Ég hef þó ekki átt samleið með íslenskum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.