Andvari - 01.01.2016, Qupperneq 58
56
HANNES HOLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
Bjarna. Ekki voru þó allir sammála um það. Gunnar Thoroddsen,
sem beðið hafði lægri hlut í forsetakjöri 1968 og eftir það tekið við
embætti hæstaréttardómara, ákvað nú að hefja aftur afskipti af stjórn-
málum. Jafnframt tilkynnti Ragnhildur Helgadóttir, að hún hefði
hug á því að setjast aftur á þing. Þegar setja átti saman framboðslista
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir þingkosningarnar 1971, voru
þau Gunnar, Geir og Ragnhildur öll talin eiga þingsæti vís. Ólafur
Björnsson hafði haft hug á því að hætta þingmennsku og helga sig
prófessorsstarfinu óskiptur og talað um það við nokkra frammámenn
flokksins. Hafði hann samið yfirlýsingu um, að hann gæfi ekki kost á
sér, og sent til Morgunblaðsins 18. ágúst 1970, skömmu áður en skoð-
anakönnun fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík átti að fara
fram. En af tilviljun varð eins dags dráttur á því, að yfirlýsing hans
birtist í blaðinu, og þá varð kunnugt um nafnlaust dreifibréf, sem sent
hafði verið til sjálfstæðisfólks, þar sem lagt var til, að hvorki Ólafur
né Birgir Kjaran yrðu á lista flokksins. Mælt var, að dreifibréfið væri
runnið undan rifjum Sveins Guðmundssonar í Héðni, sem eflaust
hefur talið sig þurfa að fella annaðhvort Ólaf eða Birgi til að ná þing-
sæti.202
Ólafur Björnsson tók dreifibréfið óstinnt upp og taldi sig að svo
búnu verða að gefa kost á sér.203 Gerð var skoðanakönnun í ágúst-
lok á meðal félaga í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, og
lenti Ólafur í fjórða sæti, á eftir Jóhanni Hafstein, Geir Hallgrímssyni
og Pétri Sigurðssyni. I næstu sætum voru Auður Auðuns, Birgir
Kjaran, Gunnar Thoroddsen og Ragnhildur Helgadóttir.204 Sveinn
Guðmundsson hrapaði niður í 13. sæti, eflaust vegna aðfararinnar að
Ólafi, og tók ekki þátt í prófkjörinu, sem á eftir kom. Ólafur Björnsson
birti síðan stutta greinargerð, þar sem hann sagðist gefa kost á sér, þótt
sér væri það ekki ljúft.205 Hann var eins og aðrir frambjóðendur í próf-
kjörinu spurður um viðhorf sitt til þjóðmála og starfa Alþingis. Hann
svaraði svo:
Það kann að koma á óvart, að í svari mínu við fyrri hluta þessarar spurningar
legg ég áherslu á það, að ég tel mig meiri félagshyggju- en einstaklingshyggju-
mann. Vissulega er heill og hamingja einstaklingsins markmið í sjálfu sér,
en gamla kenningin um það, að einstaklingurinn þjóni heildinni best með
því að þjóna eigin hagsmunum, hefur takmarkað gildi í nútíma þjóðfélagi.
Menn mega, ef þeir vilja, draga af þessu þá ályktun, að ég sé þá vinstri maður
„fræðilega“ séð, þar eð þeir leggja megináherslu á nauðsyn félagshyggju og
samvinnu þjóðfélagsborgaranna. Ég hef þó ekki átt samleið með íslenskum